Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 3

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 3
FRJÁLS PALESTÍNA2 Muhammad Jaradat er 37ára Palestínumaður, fæddur í þorpinu Sa’ir nærri Hebron á Vesturbakkanum. Þegar hann stundaði nám í háskólanum í Betlehem hóf hann þáttöku í þjóðfrelsisbaráttu Palestínu- manna og hefur hann eytt rúm- lega fimm árum lífs síns í ísra- elskum fangelsum. Muhammad er einn af stofnmeðlimum samtakanna Badil Resource Center for Palestinian Residency and Refugee Rights sem meðal annars miðlar upplýsingum um stöðu og réttindi þeirra 5,2 Málgagn Félagsins Ísland-Palestína 1. tölublað, 12. árgangur júlí 2001 Ritstjóri: Eldar Ástþórsson Höfundar efnis: Eldar Ástþórsson Sveinn Rúnar Hauksson Viðar Þorsteinsson Þorvaldur Örn Árnason Útlit og umbrot: Haukur Már Haraldsson Stjórn Félagsins Ísland-Palestína: Formaður: Sveinn Rúnar Hauksson Varaformaður: Eldar Ástþórsson Ritari: Guðbrandur Gíslason Gjaldkeri: Þorvaldur Örn Árnason Meðstjórnandi: Sigurlaug Ásgeirsdóttir Varastjórn: Faraj Shwaiki Viðar Þorsteinsson Utanáskrift: Félagið Ísland-Palestína Glaðheimum 8 Sími og fax: 553-1302 Netfang: palestina@palestina.is FRJÁLS PALESTÍNA milljóna palestínskra flótta- manna sem búa innan og utan Palestínu. Badil Resource Center hefur undanfarið haldið úti bar- áttuherferð fyrir rétti Palestínu- manna til að snúa aftur til heimalands síns, Badil’s Right of Return Campaign, og er Mu- hammad einn af forystumönn- um hennar. – Hvað eru palestínskir flóttamenn margir og hvar búa þeir aðallega? Palestínumenn eru í raun þjóð flóttamanna. Rúmlega 800.000 Palestínumenn voru hraktir frá heimilum sínum þegar Ísraelsríki var stofnað í stríðinu 1948. Þá voru um 535 palestínskir bæir og þorp lögð í rúst af herjum zíonista. Palestínskir flóttamenn eru í dag um 5,2 milljónir. Þeir búa aðallega á Vesturbakknum, Gaza ströndinni, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi, en aðrir búa dreifðir um alla veröld. Einnig búa um 250 þúsund flóttamenn innan vopna- hléslínunnar frá 1948, núverandi landamæra Ísraelsríkis. Þeir hafa ísraelskan ríkisborgararétt en fá ekki að snúa til baka til heima- þorpa sinna. – Hvers vegna er mikilvægt að krafa Palestínumanna um að fá að snúa aftur til heimalands síns verði virt? Það eru nokkrar ástæður fyrir því að nauðsynlegt er að viður- kenna rétt flóttamanna til að snúa aftur og að séð verði til þess að þeir geti nýtt sér þennan rétt. Grund- vallarréttindi fólks, eins og eign- aréttur, er eitthvað sem ekki er hægt að semja um og má ekki nota sem skiptimynt í samninga- viðræðum. Markmiðið að gera Ísrael að hreinu ríki gyðinga felur í sér augljósa mismunum, allir sem trúa á gildi mannréttinda og eru á móti misrétti ættu að berjast gegn þessari hugmyndafræði kynþáttahaturs. Það er líka mikil- vægt að hafa það hugfast að 72% palestínsku þjóðarinnar eru flótta- menn. Friðarsamningar verða að njóta stuðnings meirihluta palest- ínsku þjóðarinnar og skila meiri- hluta hennar grundvallar mann- réttindum til að þeir geti talist réttlátir og átt möguleika á að ganga upp. Það verður enginn varanlegur friður fyrr en stjórn- völd í Ísrael viðurkenna ábyrgð sína á sköpun flóttamanna- vandamálsins og samþykki að leysa það í samræmi við alþjóða- lög og samþykkt S.þ. númer 194, sem segir að flóttamenn eigi sjálfir að fá að ráða hvort þeir vilji snúa aftur til heimalands síns. – Telurðu líkur á að Ísraelar muni einhverntíman viðurkenna rétt flóttamanna til að snúa aftur? Fyrr eða síðar munu Ísraels- menn verða að viðurkenna rétt flóttamanna til að snúa aftur. Ísra- el getur ekki verið ríki hernaðar, sem reiðir sig á stuðning Banda- ríkjanna og Evrópu, að eilífu. Eina tækifærið á áframhaldandi tilveru Ísraelsríkis er að réttur flótta- manna til að snúa aftur verði virt- ur. Annars mun Ísraelsríki þurfa að horfast í augu við stöðuga bar- áttu sem ungir Palestínumenn og kynslóðir araba, sem eru vel menntaðar og meðvitaðir um ein- staklingsrétt sinn og rétt þjóðar sinnar, munu halda uppi. Hin nýja Intifada uppreisn er gott dæmi um hvað Oslóar-friðarsam- komulagið skilaði Palestínumönn- um. Fólkið ákvað að stóla á friðar- ferlið í heil sjö ár. Leiðtogar Ísraels höfðu ekki áhuga á friði. Þeir héldu að hægt yrði að sniðganga rétt Pal- estínumanna með endalausum „samningaviðræðum“ á meðan þeir byggðu landnemabyggðir á palestínsku landi, héldu pólitísk- um föngum, hreinsuðu Jerúsal- em af arabískum áhrifum, niður- lægðu fólk með takmörkunum á ferðafrelsi þeirra, neitaði að viður- kenna ályktanir S.þ. og svo framvegis. Þess vegna kom hin nýja Intifada … til að hrista upp í Ísraelskum leiðtogum og almenn- ingi og senda skýr skilaboð um að það verður engin friður nema Ísra- elsmenn fara frá herteknu svæð- Ísrael getur ekki verið ríki hernaðar að eilífu Viðtal við Muham- mad Jaradat sem berst fyrir rétti palest- ínskra flótta- manna

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.