Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 12

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 12
FRJÁLS PALESTÍNA 13 bílunum og hlaða þá aftur til þess að koma þeim til hinna lokuðu þorpa. Þetta gerist við eftirlits- stöðvar Ísraelsmanna. Jafnframt hefur Alþjóðaráðið unnið að því að styðja og styrkja starfsemi Palestínska Rauða hálf- mánans. Rauða hálfmánafélagið heldur uppi neyðarþjónustu fyrir þá sem særast í átökum, sér um sjúkraflutninga og rekur skyndi- hjálparstöðvar, og félagið rekur einnig fjölda heilsugæslustöðva. Því miður er það svo að merki Rauða krossins og Rauða hálf- mánans eru ekki virt af aðilum átakanna, hvorki af Ísraels- mönnum né Palestínumönnum þó að yfirvöld beggja hafi lýst yfir vilja sínum um að fara að samn- ingunum. Þannig hefur fjöldi sjúkrabifreiða á vegum Palest- ínska Rauða hálfmánans orðið fyrir skotárásum og þeir eyðilagðir og landsfélaga Rauða krossins þegar veitt er aðstoð erlendis. Brýnt er að byggja upp landsfélög Rauða krossins í fátækum löndum svo að þau geti staðið á eigin fótum og unnið að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Öflugt lands- félag er forsenda öflugrar starf- semi, m.a. á sviði heilbrigðismála sem eru hitt áhersluverkefn fé- lagsins. Önnur ástæða þess að félagið hefur ákveðið að beita sér í upp- byggingu landsfélaga og í heil- brigðismálum er að starfsfólk á aðalskrifstofunni hefur aflað sér töluverðrar reynslu og sérþekk- ingar á þessum tveimur mála- flokkum. Loks má nefna að takmarkaður mannafli hefur þýtt að félagið hefur varast að dreifa kröftum sínum of víða. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að takmarka fjölda þeirra landa, sem unnið er í. Lögð hefur verið áhersla á að starfa aðallega í tveimur heims- álfum, þ.e. Afríku og Evrópu. Miðausturlönd eru þess vegna ekki meðal þeirra svæða sem lögð er áhersla á, a.m.k. ekki með tvíhliða samstarfi. Undantekning- in frá þessu er að árið 1993 veitti ríkisstjórnin 8 milljóna króna framlagi til Rauða krossins sem verja skyldi til uppbyggingar- starfs á sjálfsstjórnarsvæðunum. Í framhaldi af því starfaði íslensk- ur hjúkrunarfræðingur við að byggja upp heilbrigðisþjónustu á sjálfsstjóranrsvæðunum, aðallega við að endurskipuleggja og sam- hæfa rekstur heilsugæslustöðva Palestínska Rauða hálfmánans. Einnig var stutt við uppbyggingu og rekstur heilsugæslustöðvar í Biddu, sem er bæjarfélag skammt frá Jerúsalem. sjúkrabílar á vegum ísraelska landsfélagsins hafa verið brennd- ir, orðið fyrir grjótkasti eða eyði- lagðir með öðrum hætti. Ég ætla nú að víkja stuttlega að því hvernig Rauði kross Íslands hefur stutt starf hreyfingarinnar á þessu svæði. Fyrst er þess að geta að Rauði kross Íslands hefur mótað sér ákveðna stefnu í alþjóðastarfi þar sem skilgreind eru þau verkefni og landsvæði sem félagið leggur höfuðáherslu á. Þörfin fyrir aðstoð er óþrjótandi – eins og við vitum – og ætti að vera nóg að minna á að talið er að 1,3 milljarður manna í heiminum búi við sárustu örbirgð og um þessar mundir eru háð vopnuð átök á meira en 30 stöðum í heiminum. Í stefnu félagsins segir að félagið leggi höfuðáherslu á heil- brigðismál og uppbyggingu „Lítil stúlka var á leið heim úr skólanum með skólatösku á bakinu. Hún var skotin til bana af Ísraelum. Þetta gerist daglega. Harmleikur minn var tekin upp á myndavél en þeirra er það ekki” Jamal Al-Dura er faðir hins 12 ára gamla Mohammed Al-Dura, sem skotin var til bana af ísraelskum hermönnum í fangi hans fyrir framan sjónvarpsmyndavélar franskra fréttamanna. Sjúkraliði sem reyndi að koma þeim feðgum til bjargar var einnig drepin af hernámsliðinu. Ágætu félagsmenn! Við minnum enn og aftur á félagsgjaldið. Árgjaldið er 1.800 kr. og reiknings- og bankanúmerin 542-26-6990. Kennitala félagsins er 520188-1349

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.