Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 15

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 15
FRJÁLS PALESTÍNA14 Edward Said er prófessor í bók- menntafræði við Columbia-há- skóla í New York og er í hópi þekktustu talsmanna Palestínu- manna. Hann nýtur almennrar virðingar fyrir fræðistörf sín, og ber þar hæst bókina Orientalism, sem er sögulega yfirgripsmikil og afar fræðileg úttekt á viðhorf- um evrópskra fræðimanna, stjórnmálamanna, rithöfunda og landkönnuða sem skrifað hafa um Austurlönd í gegnum aldirnar. Said telur að þessi viðhorf, sem oftar en ekki sé best lýst sem for- dómum og ranghugmyndum, séu enn til staðar í vitund Vestur- landabúa. Öllu aðgengilegri er bók hans Covering Islam, sem er gagnrýni á óvandaðan fréttaflutning í Bandaríkjunum um þjóðfélög Múslima. Bókin var upphaflega skrifuð í tilefni af fjölmiðlafári í tengslum við gíslatökuna í banda- ríska sendiráðinu í Teheran árið 1979, en hefur nú verið uppfærð og inniheldur fjöldamörg nýleg dæmi. Ítarlega umfjöllun Saids um sögu deilunnar milli Ísraela og Palestínumanna má finna í The Question of Palestine þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli Palestínumanna. Said hefur ekki legið á skoð- unum sínum um ævina, og eru til eftir hann tvö greinasöfn. Greinar sínar hefur hann birt víða í dag- blöðum og tímaritum, allt frá Dag- ens Nyheter í Svíþjóð til Al-Ahram í Egyptalandi. Fyrra safnið, The Politics of Disposession, inni- heldur greinar frá tímabilinu 1969 til 1994. The End of the Peace Process nær yfir tímabilið 1994 til 2000. Í seinni bókinni fer það viðhorf Saids ekki leynt, að hann telur Yasser Arafat og forystu PLO í heild hafa svikið palestínsku þjóðina með Oslóarsamningun- um. Bækur Saids hafa verið bann- aðar af palestínskum yfirvöldum á hernumdu svæðunum. Out of Place er sjálfsævisaga Saids. Ísraelskir sagnfræðingar Lengi vel eftir stofnum Ísraels var þar í landi haldið á lofti afar þjóðernissinnaðri túlkun á stríðinu 1948–1949. Sú mynd var dregin upp að vanmáttugt Ísrael hefði barist gegn ofurefli Arabaríkj- anna en á endanum borið sigur úr býtum á kraftaverkakenndan hátt, rétt eins Davíð sem sigraði Golíat. Með þessari túlkun var hægt að mála harkarleg ofbeldis- verk sem sjálfsvörn eða réttláta baráttu og var þetta lengi vel hin viðurkennda söguskoðun í Ísrael. Á síðari árum hafa ísraelskir sagnfræðingar tekið að gagnrýna þessa söguskoðun nokkuð, og margir þeirra gengið fram af aðdá- Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hefur verið kærður fyrir belgískum dómstólum fyrir ábyrgð sína á fjöldamorð- unum í flóttamannabúðunum Sharon ákærður fyrir fjöldamorð í Belgíu Sabra og Shatila. Sam- kvæmt ákærunni er Sharon talin hafa leyft kristnum her- sveitum að ráðast inn í flótta- mannabúðirnar með þeim afleiðingum að 800 til 2.000 Palestínumenn voru myrtir. Búðirnar voru staðsettar á svæði sem ísraelski herinn réð yfir. Kæran er lögð fram í samræmi við ný belgísk lög sem samþykkt voru árið 1993 sem gefur dóm- stólum leyfi að taka fyrir mál ein- staklinga af hvaða þjóðerni sem er fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu þótt þeir séu framd- ir fyrir utan Belgíu. Að kærunni stendur hópur af fólki sem er af palestínskum, líbönskum, mara- kóskum og belgískum uppruna. Sameinuðu þjóðirnar hafa flokkað fjölamorðin í Sabra og Shatila sem lið í þjóðarmorði. Ísraelsk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu árið 1983 að Sharon hefði óbeint borið ábyrgð á fjölda- morðunum, en sú niðurstaða varð varð til þess að hann sagði af sér sem utanríkisráðherra. Lesefni um Palestínu Mogens Lykketoft, utanríkisráð- herra Danmerkur, lýsti því yfir í viðtali við Berlingske Tidentde 27. mars að Evrópusambandið ætti að setja viðksiptabann á Ísrael vegna áframhaldandi uppbygg- ingar landnemabyggða gyðinga á herteknu svæðunum. „Nýjar landnemabyggðir Ísraela á her- teknu svæðunum og stækkun þeirra sem fyrir eru er ein hættulegasta hindrunin fyrir friði í Mið-Austurlöndum (…) Nýjar landnemabyggðir Ísraela ganga þvert á ákvæði Genfarsáttmálans og munu aðeins leiða til frekara ofbeldis“. Utanríkisráðherrann lét svipuð ummæli frá sér fara á dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 um dag- inn. „Ólöglegar landnemabyggðir á herteknu svæðunum, sem Ísra- elsmenn hafa framkvæmt og Sharon og hans fylgismenn styðja, vinna mjög gegn mögu- leikum Palestínumanna á að stofna sitt eigið ríki“. Mogens hef- ur í hyggju að kynna hugmynd sína um að framferði Ísraela verði mætt með viðskiptahindrunum af halfu Evrópusambandsins fyrir öðrum utanríkisráðherrum þess. Evrópusambandið hefur þeg- ar ályktað að Ísraelar eigi að aflétta lokunum á svæðum Palestínu- manna og greiða þau gjöld sem þeim ber samkvæmt friðarsam- komulagi sínu við PLO. Ályktunin kveður einnig á um að heima- stjórn Palestínumanna verði að grípa til aðgerða gegn spillingu og stefna að meira lýðræði á yfirráða- svæðum sínum. Eldar Ástþórsson Utanríkisráðherra Danmerkur vill viðskiptahindranir á Ísrael

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.