Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 8

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 8
ur að reyna að koma af stað umræðu og fara dýpra í málin.” Fam komu hljómsveitirnar 200.000 naglbítar, Stjörnukisi, Mínus, Vígspá, Snafu, Andlát og tónlistarmennirnir MC Sezar A, Blaz Roca og Vivid Brain. Fulltrúar FÍP og Ungra sósíalista tóku til máls, sýnt var myndbrot frá ferð Sveins Rúnars Haukssonar til Palestínu og bækur og annað upplýsingaefni var á boðstólum. Á veggjum Kakóbarsins var komið fyrir blaðaúrklippum, greinum og öðrum upp- lýsingum um málefni Palestínu og Ísraels. Aðgangur á tónleikana og málþingið var ókeyp- is, en á staðnum fór fram neyðarsöfnun félagsins til stuðnings hjálparstarfi í Palestínu og söfnuðust rúmar 20.000 krónur. 20 nýjir félagsmenn gengu í FÍP á samkomunni. Rokk í Hátíðarsal MH Seinni tónleikarnir fóru fram í þann 12. maí í Hátíðarsal MH og að þeim stóð Félagið Ísland-Palestína í samstarfi við Listafélag MH. Tónleikarnir voru vel sóttir, u.þ.b. 250 manns mættu og fimm flytjendur; múm, XXX Rottweiler hundar, Vígspá, Andlát og Skurken. Palestínski fáninn hékk fyrir ofan sviðið, ásamt veifu með áletruninni „Frjáls Palestína“. Komið var upp bási við innganginn þar sem hægt var að skoða gömul tölublöð af Frjálsri Palestínu og ganga í félagið. Nokkur fjárupphæð safnaðist, en talsverður kostnað- ur var við hljóð- og ljósakerfi o.fl. Félagið naut dyggs stuðnings félaga Listafélags MH við skipulagningu tónleikanna, og fá þeir bestu þakkir fyrir. Fjölmiðlar sýndu samkomunni talsverðan áhuga, og birtust viðtöl í Morgunblaðinu, á Skjá einum, Rás 2 og Radíó X, og frétt á áberandi stað í Fréttablaðinu. Því má segja að tónleikarnir hafi vakið athygli á félaginu okkar og því málefni sem við berjumst fyrir, frjálsri Palestínu. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur stuðning og áhuga. Viðar Þorsteinsson og Eldar Ástþórsson FRJÁLS PALESTÍNA 9

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.