Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 9

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 9
FRJÁLS PALESTÍNA8 Rokkað fyrir P alestín u! Tvennir tónleikar voru haldnir í vetur og vor til að safna pen- ingum fyrir stríðshrjáða Palestínu- menn og vekja fólk til umhugs- unar um ástandið í Palestínu og Ísrael. Báðir tókust þeir með ein- dæmum vel og hafa vafalaust átt einhvern þátt í að opna augu ungs fólks fyrir því hróplega óréttlæti sem viðgengst fyrir botni Miðjarðarhafs, en stærstur hluti nýrra félagsmanna sem gengu í Félagið Ísland-Palestína er einmitt ungt fólk. Allar þær hljómsveitir og tónlistarmenn sem tróðu upp á tónleiknum gáfu vinnu sína! Vakning í Hinu húsinu Fyrri tónleikarnir, sem fóru fram 9. desember á Kakóbar Hins hússins, voru í raun meira en bara tónleikar. Um var að ræða samblöndu af málþingi og tón- leikum undir heitinu Vakning, sem stóðu í rúmlega sjö klukku- stundir og voru herlegheitin skipu- lögð af eldhugun- um Bóasi Hall- grímssyni og Mel- korku Óskarsdótt- ur sem eiga sann- arlega hrós skilið fyrir framkvæmd- ina. „Við erum þeirrar skoðunar að afskiptaleysi eigi ekki að einkenna þjóð okkar, allra síst æsku lands- ins. Skeytingar- leysi teljum við að eigi rætur sínar að rekja í þekkingar- leysi á málsatvik- um. Sláandi fyrir- sagnir og óhugn- anlegar myndir slá ryki í augu okkar og fáir gefa því gaum um hvað deilan snýst raun- verulega. Þess vegna langar okk- Vakning

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.