Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 13

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 13
FRJÁLS PALESTÍNA12 starfa innan hreyfingarinnar mega ekki taka opinbera afstöðu í pólitískum málum – og það gerir hreyfingin heldur ekki sem heild. Stjórnvöld eða aðrir hópar eru þannig sjaldnast gagnrýndir op- inberlega af Rauða krossinum, en það er þó ekki alveg einhlýtt að þessari stefnu sé fylgt. Ef mál eru metin þannig að það þjóni betur hagsmunum fórnarlamba og því starfi sem verið er að vinna er far- in sú leið beina sjónum umheims- ins að því sem er aðfinnsluvert. Nýlegt dæmi um þetta er að í síðustu viku var haldinn frétta- mannafundur í Ísrael þar sem Rauði krossinn gagnrýndi Ísraels- menn fyrir brot á Genfarsamn- ingunum, m.a. með því að hamla ferðafrelsi fólks í fjölda þorpa í Palestínu og trufla hjálparstarf með ýmsum hindrunum. Að mínu áliti er þörf fyrir samtök sem taka eindregna pólitíska afstöðu, eins og t.d. ykk- ar félag, og það er líka þörf fyrir hlutlaus samtök eins og Rauða krossinn. Hvor um sig gegna mismunandi hlutverki og þau þurfa ekki á neinn hátt að vera andstæður heldur frekar mismun- andi greinar á sama meiði. /…/ Alþjóðaráð Rauða krossins hefur margítrekað snúið sér til ísraelskra yfirvalda til að knýja á um að þau virði Genfarsamn- ingana á hernumdu svæðunum, en Ísrael fullgilti samningana árið 1951, reyndar með fyrirvara um einstök ákvæði þeirra og án þess að aðlaga landslög að þeim. PLO sendi svissnesku stjórninni til- kynningu þess efnis árið 1989 að samtökin virtu Genfarsamning- ana og viðbótarbókanirnar tvær, en svissnesk yfirvöld sáu sér ekki fært að viðurkenna þessa tilkynn- ingu formlega vegna óvissu um stöðu Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. En hvað er það sem Rauða kross hreyfingin er að gera á þessu svæði? Á svæðinu starfar Palestínski Rauði hálfmáninn, Alþjóðasam- band landsfélags Rauða krossins og Rauða hálfmánans og Alþjóða- ráð Rauða krossins en það sérhæfir sig í að starfa á stríðsátakasvæð- um. Ráðið er í raun sjálfstæð og óháð hjálparstofnun, sem stjórnað er af einstaklingum sem allir eru svissneskir borgarar. Á hinn bóg- inn er Alþjóðasambandið eins og orðið gefur til kynna samband allra landsfélaga og sérhæfir sig í stuðningi við landsfélög, þróunar- og uppbyggingarstarf vegna hamfara eða annarrar neyðar utan stríðsátakasvæða. Alþjóðaráðið hefur starfað á hernumdu svæðunum frá upp- hafi átaka þar. Ráðið starfar í ná- inni samvinnu við Palenstínska Rauða hálfmánann og ísraelska landsfélagið, sem kennt er við Davíðsstjörnuna. Á síðasta ári störfuðu 25 sendi- fulltrúar og 73 innfæddir aðstoðar- menn þeirra á á hernumdu svæð- unum á vegum Alþjóðaráðsins. Meginhlutverk þeirra var að sinna palenstínskum föngum í ísraelsk- um fangelsum – en einnig í fang- elsum á vegum öryggissveita Palenstínumanna – og að breiða út þekkingu á Genfarsamning- unum, bæði meðal PLO-manna og Ísraelsmanna. Sendifulltrúarnir heimsóttu yfir 2 þúsund fanga á síðasta ári, og sáu um og skipulögðu yfir 60 þúsund heim- sóknir ættingja þeirra frá Vestur- bakkanum, Gaza og Gólan-hæð- unum (þ.e. Sýrlandsmegin). Al- þjóðaráðið sá einnig um að koma meira en 8 þúsund Rauða kross skilaboðum áleiðis frá fólki á hernumdu svæðunum til ættingja þeirra sem búa í þeim löndum sem ekki hafa stjórnmálasam- band við Ísrael. Í febrúar [2000] hóf Alþjóða- ráðið matvæladreifingu til fólks sem er innilokað á hernumdu svæðunum. Fólkið kemst hvorki til vinnu né á markað. Gert er ráð fyrir að aðstoða um 35 þúsund manns sem búa í 60 bæjum á Vesturbakkanum. Það hamlar hjálparstarfinu að flutningamenn þurfa að taka matvæli og önnur hjálpargögn þrisvar sinnum út úr Kaflar úr erindi Sigrúnar Árnadóttur fram- kvæmda- stjóra Rauða kross Íslands á aðalfundi FÍP 2001 Eins og þið líklega vitið er Rauðakross hreyfingin ópólitísk í hefðbundnum skilningi þess orðs. Óhlutdrægni og hlutleysi eru meðal grundvallarmarkmiða hreyfingarinnar og með óhlut- drægni er átt við að Rauði krossinn veitir fólki aðstoð án þess að gera greinarmun á fólki eftir þjóðerni þess, kynþætti, trúarbrögðum, stétt eða stjórnmálaskoðunum. Hlutleysi vísar til þess að Rauði krossinn tekur ekki afstöðu í deil- um eða ófriði, hvort sem er vegna stjórnmála, kynþátta, trúarbragða eða annarar hugmyndafræði. Hins vegar leitast við að gæta hags- muna fórnarlamba átaka. Ykkur sem starfið í pólitískum samtökum og eruð ófeimin við að taka afstöðu í pólitískum deilu- málum, finnst þetta e.t.v. vera einkennileg afstaða. En Rauða kross hreyfingin hefur náð út- breiðslu um allan heim einmitt vegna þessara hugsjóna og sér- stöðu – nú eru Rauða kross eða Rauða hálfmána félög í 176 lönd- um. Grundvallarmarkmiðin um óhlutdrægni og hlutleysi eru þannig hornsteinarnir í starfsemi hreyfingarinnar – þau eru lykill- inn að því að Rauði krossinn geti starfað á átakasvæðum og komið því fólki til hjálpar sem er fórnar- lömb stríðsátaka. Merki hreyfing- arinnar, rauður kross eða rauður hálfmáni á hvítum grunni, er tákn um að hjálparsveitir hreyf- ingarinnar aðstoða fólk án tillits til skoðana þess eða uppruna og án tillits til þess hvorum megin víg- línunnar það stendur í stríðsátök- um. Hlutleysið er vissulega horn- steinn í starfinu en sá hornsteinn getur líka verið íþyngjandi eða fjötur um fót, ef svo mætti segja. Sendifulltrúar Rauða krossins, sem starfa á átakasvæðum, horfa stundum upp á þannig aðstæður að þeim finnst vart annað vera hægt en að varpa hlutleysinu fyrir róða og vekja athygli alþjóðasam- félagsins á slíkum óhæfuverkum. En það er þeim ekki heimilt – sendifulltrúar eða aðrir þeir sem Oft erfitt að vera hlut- laus í hjálparstarfi

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.