Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 7

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 7
FRJÁLS PALESTÍNA6 Félagið Ísland-Palestína for-dæmir harðlega grimmdarleg- ar árásir Ísraelshers á varnar- lausa íbúa herteknu svæðanna sem nú sæta daglegum sprengjuárásum frá árásarþyrl- um, skriðdrekum og sprengju- flugvélum af fullkomnustu gerð. Nú hafa á sjötta hundrað manns fallið í árásum Ísraelshers og landtökumanna, þar af um 200 börn undir 18 ára aldri og nærri eitthundrað stúdentar.Tala særðra og limlestra nálgast 25.000 og eru 40% þeirra börn. Fjöldi fatlaðra af völdum þessara árasa er kominn upp í 2.300 manns sem eru nærri jafnmargir og urðu örkumla í fyrri Intifada- uppreisn Palestínumanna árin 1987–1992. Fjórir palestínskir læknar hafa verið drepnir. Her- nám Ísraela á palestínsku landi og sívaxandi landtaka þeirra fela í sér margföld brot á alþjóða- lögum og samþykktum Sam- einuðu þjóðanna. Samkvæmt Genfarsáttmálan- um er hernámsveldi ábyrgt fyrir öryggi íbúanna. Í þessu ljósi eru loftárásir Ísraelshers og morð dauðasveita þeirra, sem leita uppi ákveðna einstaklinga og taka þá af lífi án dóms og laga, enn glæp- samlegri en ella. Hér er um að ræða ríki sem reynir að flagga lýðræði en ástundar í þess stað hryðjuverk fyrir opnum tjöldum. Félagið bendir á að hernámið er undirrót átakanna og full ábyrgð hvílir á Ísraelsstjórn og hernáms- liðinu gagnvart þeim ódæðisverk- um sem unnin eru jafnt af hendi Ísraelshers og landtökuliði sem og palestínskum aðilum. Það skal jafnfram áréttað að þjóð sem býr við hernám hefur samkvæmt stofnsáttmála S.þ. ótvíræðan rétt til að veita andspyrnu til að losa sig undan hernáminu. Félagið Ísland-Palestína tekur undir þær kröfur sem hljóma um heim allan að Palestínumenn á herteknu svæðunum fái alþjóð- lega vernd. Palestínumenn eru herlaus þjóð, að því leyti svipuð Ís- lendingum, og hún á enga möguleika á að verjast Ísraelsher, einum fullkomnasta og öflugasta her í heimi. Félagið minnir á samhljóða ályktun Alþingis frá 18. maí 1989 þar sem lögð er áhersla á að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar, tilveru- rétt Ísraelsríkis og rétt palest- ínskra flóttamanna að fá að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í Þann 21. febrúar birtu mann- réttindasamtökin Amnesty International skýrslu um átök- in í Mið-Austurlöndum. Í henni kemur fram að samökin for- dæma „ríkismorð“ (State assassinations) Ísraelsmanna á óbreyttum Palestínumönn- um. Jafnramt fordæma sam- tökin árásir vopnaðra hópa Palestínumanna á óbreytta Ís- raelsmenn og byggðir Ísraels- manna. Skýrslan er unnin eftir heimsókn sendinefndar Amn- esty International til herteknu svæðanna; Gaza og Vesturbakk- ans. Í henni kemur fram að ís- raelskar öryggissveitir hefðu hæglega getað handtekið suma þeirra sem þær skutu til bana. Nefnt er dæmi um leigubíl- stjórann Hani Abu Bakra sem grunaður var um aðild að Hamas samtökunum og var skotin til bana í desember af fimm Ísra- elskum hermönnum af 2 metra færi þegar hann var að keyra mini-rútu. Einn af farþegunum lést einnig í skotárásinni og annar örkumlaðist. „Samþykki Ísraelsmanna við ólögmætum drápum og það að hvert dráp skuli ekki vera rannsakað af öryggisástæðum leiðir til samviskuleysis ísra- elskra hermanna og ýtir undir hringrás ofbeldis og hefnda á svæðinu.“ Sendinefndin lýsir einnig yfir áhyggjum sínum að ísraelskar öryggisveitir noti vopn á borð við sprengivörpuna M203, en sprengjur úr henni springa í 15 metra hæð og drepa eða særa fólk á stóru svæði. Eldar Ástþórsson Amnesty International fordæmir morð Ísraels- manna samræmi við margítrekaðar álykt- anir S.Þ. Félagið skorar á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmála- sambandi við Ísrael á meðan þetta ríki telur sig hafið yfir alþjóðalög og samþykktir S.Þ.“ Grimmdarlegar árásir Ísraela fordæmdar Stjórn Félagsins Ísland- Palestína sendir frá sér eftirfarandi ályktun 21. maí 2001

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.