Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 11
10 Þjóðmál VETUR 2013 III . Í lok hringferðarinnar um landið lét Morg unblaðið gera fyrir sig könnun á fylgi flokka í sveitarstjórnum víða um land . Þegar þetta er skrifað vekur mesta athygli hve illa Sjálfstæðisflokkurinn stendur í Reykjavík . Fylgisleysi flokksins þar minnir helst á neyðaróp manns um borð í sökkvandi skipi . Könnunin í Reykjavík var að vísu gerð á óheppilegum tíma þegar tekist var á um skipan lista flokksins . Nýr maður, Halldór Halldórsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Ísafirði, bauð sig fram í fyrsta sæti og hlaut sigur . Að fyrr- ver andi bæjarstjóri í öðru sveitarfélagi skyldi sjá tækifæri til að sigra í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík segir mikla sögu um veika stöðu sveitarstjórnarmanna flokksins . Þátttaka í prófkjörinu þótti ekki mikil . Við hverju mátti búast miðað við aðdrag- andann? Innan Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- manna í Reykjavík, var tekist á um hvort efnt skyldi til svonefnds „leiðtogaprófkjörs“, það er að kjörinn yrði sá sem ætti að leiða flokkinn og verða borgarstjóraefni hans . Hugsunin að baki þessari hugmynd er meðal annars sú að ákveði þingmaður að láta reyna á styrk sinn til að leiða listann geri hann það í slíku prófkjöri . Tapi hann situr hann áfram sem þingmaður eins og ekkert hefði í skorist . Flóknara er fyrir slíkan mann að taka þátt í hefðbundnu prófkjöri . Nái hann ekki fyrsta sæti þar en þó einu af efstu sætunum er erfitt að hverfa á brott . Eftir að tillagan um leiðtogaprófkjörið var felld reiddust flutningsmenn hennar og lögðu til að ekki fengju aðrir að taka þátt í prófkjörinu en þeir sem hefðu greitt félagsgjald . Var það samþykkt í einhverjum uppreisnaranda án þess að hafa hagsmuni flokksins sem opins, lýðræðislegs vettvangs að leiðarljósi . Var rækilega skýrt frá þessari samþykkt í fjölmiðlum en hitt fór ekki jafnhátt að samþykktin varð að engu þegar í ljós kom eftir nánari athugun að hún var óframkvæmanleg . Prófkjörið varð að lokum opnað öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum . Hins vegar var ákveðið að þeir sem tækju þátt í því fengju ekki að velja fleiri en sex á list- ann . Þessi tilhögun gefur kjörnefnd meira svigrúm en ella væri til að raða þeim tiltölu- lega ofarlega á lista sem henni eru að skapi . Ákvarðanir kjörnefndar í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 2013 báru þess merki að þar réð geðþótti nefndarmanna meiru en atkvæði kjósenda í prófkjörinu . Það sem lýst er hér að ofan má fella undir orðið uppdráttarsýki, það er að eitthvað sé að veslast upp . Miðað við fylgi sjálfstæðismanna í öðrum sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins á þetta einkar vel við um stöðu flokksins í Reykjavík . Nú ætti að vera höfuðkappsmál flokksforystunnar í Reykjavík, þeirra sem leiða flokksstarfið þar, að finna rót sjúkdómsins og ráðast að henni . Hvað er það sem veldur hruni Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni? Þessi Nú ætti að vera höfuð-kappsmál flokksforystunnar í Reykjavík, þeirra sem leiða flokksstarfið þar, að finna rót sjúkdómsins og ráðast að henni . Hvað er það sem veldur hruni Sjálfstæðisflokksins í höfuð- borginni? Þessi spurning ætti að brenna á vörum allra sem vilja efla og styrkja flokkinn .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.