Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 80
 Þjóðmál VETUR 2013 79 Davíð á ríkisstjórnarfund Vegna veikinda Ingibjargar Sól rún ar Gísladóttur, formanns Sam fylk ingar- innar, svilkonu sinnar og utanríkisráð- herra, hlaut Össur fyrir tilviljun meira hlut verk en honum hafði í raun verið ætlað þegar fjármálakerfið hrundi í september og október 2008 . Hann leit á þetta sem pólitíska óskastund, hann skyldi nýta sér hana til fullnustu . Össur beitti sér ekki aðeins út á við sem starfandi utanríkisráðherra, hann varð innsti koppur í búri eins og hann lýsir sjálfur . Í dagbók sinni frá mánudegi 23 . apríl 2012 segir Össur: Ég stóð vil hlið Geirs [H . Haarde], í hópi fjögurra ráðherra, sem stýrði þjóðinni gegnum holskeflu bankahrunsins þegar hún reið yfir . Í veikindum Sólrúnar var ég fulltrúi Samfylkingarinnar, og átti þátt í öllum ákvörðunum dagana og næturnar örlagaríku þegar holskeflan reið yfir . Upplifði allt, sá allt, tók þátt í öllu, man allt . Geir var ekki alltaf ánægður með mig . Það var gagnkvæmt . Fyrir aðalatriði málsins skiptir það hins vegar engu . Össur var í hópi þeirra ráðherra sem brugðust verst við eftir að Davíð Oddsson seðlabankastjóri kom á ríkisstjórnarfund í boði Geirs H . Haarde forsætisráðherra 30 . september 2008 og gerði grein fyrir sýn sinni á stöðunni . Mörgum hefur orðið tíðrætt um þennan fund síðan . „Ég held að það hafi ekki verið skynsamlegt að bjóða Davíð inn á þennan fund . Honum var augljóslega mikið niðri fyrir og það smitaði út frá sér,“ segir Árni M . Mathiesen, þáv . fjármálaráðherra, í bók sinni Frá bankahruni til byltingar (2010) . Björgvin G . Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, ræðir einnig um komu Davíðs á þennan mikilvæga fund í sinni bók sinni Stormurinn — reynslusaga ráðherra (2010): „Það var rafmagni og spennu hlaðið augnablik þegar Davíð gekk inn í ríkisstjórnarherbergið . Hann var greinilega undir miklu álagi og virkaði lítt hvíldur og tættur útlits .“ Össuri var mikið í mun að leggja orð Davíðs út á þann veg að hann vildi ríkis- stjórn ina feiga og þjóðstjórn kæmi í hennar stað . Boðskapur Davíðs var hins vegar þess eðlis að ekki var í sjálfu sér neitt athugavert við að hugmynd um þjóðstjórn vaknaði, sameina þyrfti alla stjórnmálakrafta til að komast að skjótri og skynsamlegri lausn . Hugmyndin var í sjálfu sér ekki frumleg . Í bókinni um Steingrím J . Sigfússon kemur fram að þjóðstjórnarhugmyndin var honum og vinstri-grænum ofarlega í huga allt þar til þeir tóku þátt í minnihlutastjórninni 1 . febrúar 2009 . Frá hinum örlagaríka ríkisstjórnarfundi fyrir rúmum fimm árum hef ég oft velt fyrir mér hvers vegna hann olli slíku uppnámi meðal ráðherranna sem sátu hann . Vissulega var Davíð á annarri bylgjulengd, megi orða það svo, en ríkisstjórnin að því er varðaði vanda bankanna . Hann gerði sér mun betur grein fyrir hættunni sem að steðjaði og lýsti Frá hinum örlagaríka ríkis-stjórnarfundi fyrir rúmum fimm árum hef ég oft velt fyrir mér hvers vegna hann olli slíku uppnámi meðal ráðherranna sem sátu hann . Vissulega var Davíð á annarri bylgjulengd, megi orða það svo, en ríkisstjórnin að því er varðaði vanda bankanna . Hann gerði sér mun betur grein fyrir hættunni sem að steðjaði . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.