Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 38
 Þjóðmál VETUR 2013 37 spila á hljóðfæri mun hafa tekjur af þeirri iðju . Ætli hinir læri þetta ekki vegna þess að tónlist auðgar lífið ekki síður en pen ingar . Í veruleikanum sækist fjöldi fólks eftir alls konar menntun sem hefur ósköp lítið með tekjuöflun að gera . Samt er þrástagast á því að menntun þjóni einkum efnahagslegum markmiðum og þeir sem eru fastir í þessari hugsun halda gjarna að fólk sem klárar ekki framhaldsskólanám hljóti að vilja læra eitthvert starf . Það er endalaust talað um stutt ar starfstengdar námsbrautir fyrir þetta fólk . Þessi síbylja hefur hljómað í að minnsta kosti þrjátíu ár og á þeim tíma hefur verið boðið upp á margar slíkar brautir en fáir innritað sig á þær . Þessar margmisheppn- uðu tilraunir eru afsprengi hálfsannleika um gildi menntunar og þessum hálfsannleika er haldið fram svo einstrengingslega að úr verður skrumskæling . Ég hef starfað við fram haldsskóla samfleytt frá 1986, bæði sem kennari og sem skólastjórnandi, og mér sýnist reynslan benda til að þorri þeirra sem ekki nær að ljúka þriggja til fjögurra ára fram- halds skólanámi vilji fremur almenna mennt- un með öðrum áherslum en nú tíðkast á náms brautum framhaldsskóla, heldur en sér hæfingu eða undirbúning fyrir eitt starf . Þó þetta sé að sjálfsögðu misjafnt frá manni til manns virðist vilji fólks til að læra yfirleitt drifinn áfram af fleiru en löngun til að búa sig undir starf eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði . Námsval fólks staðfestir raunar að þetta á við um marga því mikill fjöldi velur námsleiðir sem ekki auka að ráði líkur á góðum launum . Nærtækasta skýr- ingin á þessu er að flestum þyki menntunin sjálf ekki síður eftirsóknarverð en auðurinn sem hún aflar . Fólk er ekki upp til hópa svo heillum horfið að það geri sér ekki ljóst, að minnsta kosti í aðra röndina, að vísindi, fræði, tækni, listir og íþróttir eru það besta sem mennirnir eiga . Menntun gefur fólki hlutdeild í þessum fjársjóðum . Eitt sinn, þegar orðið „íþrótt“ náði yfir mun fleira en það gerir í nútímamáli, voru þau sannindi að manni sé betra að vera vel menntaður en að eiga mikla peninga orðuð í stuttu máli og sagt: Góð íþrótt gulli betri . Heyskapur, fiskiróðrar og hálfsannleikur númer þrjú Þá er komið að þriðja atriðinu í upp-talningunni sem oft helst í hendur við hin tvö . Þetta þriðja atriði er sú trú að í skólum eigi menn einkum að læra það sem gagnast í vinnu . Víst er gott að menn læri til starfa en áhersla á það eitt horfir fram hjá því að skólaganga býr fólk undir líf sem snýst um fleira en vinnu . Það þarf til dæmis menntun til að rækja borgarlegar skyldur og til að stjórnmál þróist með farsælum hætti . Menntun getur líka nýst fólki til að ala börn sín betur upp . Allt þetta gagnast að sjálfsögðu atvinnulífinu, því flest fyrirtæki njóta góðs af því að landinu sé vel stjórnað og fólk almennt skynsamt og vel að sér . Atvinnulíf framtíðarinnar græðir líka á É g hef starfað við fram-halds skóla samfleytt frá 1986, bæði sem kennari og sem skóla stjórn andi, og mér sýnist reynslan benda til að þorri þeirra sem ekki nær að ljúka þriggja til fjögurra ára framhaldsskóla- námi vilji fremur almenna menntun með öðrum áherslum en nú tíðkast á námsbrautum framhaldsskóla, heldur en sérhæfingu eða undirbúning fyrir eitt starf .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.