Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 70
 Þjóðmál VETUR 2013 69 teknu tilliti til arðs . Áhrifin voru enn meiri hjá fyrirtækjum þar sem viðskipti eru oft strjál eins og BankNordik (+5,5%) og HB Granda (+8,4%) . Af stærstu fyrirtækj um á markaði var aðeins Eimskip (-0,3%) sem lækkaði í kjölfar ákvörðunar aðalfundar um greiðslu arðs . Eftirspurn eftir hlutabréfum Líklega er varasamt að draga þá ályktun að svipuð þróun komi til með að einkenna ávöxtun á hlutabréfamarkaðnum á næstu misserum . Einhvers konar markaðsbrestur á sér stað þegar hlutabréfaverð leiðréttir sig ekki fyrir arði . Hluthafar geta sjaldnast vænst þess að eignarhlutur þeirra í skráðu fyrirtæki aukist eftir að félagið hefur deilt út hagnaði til þeirra . Ástæður fyrir þessari þróun gætu legið í væntingum fjárfesta um aukinn hagn að fyrirtækja (og þar með vöxt arð greiðslna) og almennri eftirspurn eftir hluta bréfum . Verðmæti margra kauphallarfyrirtækja hefur hækkað töluvert á síðustu árum í kjölfar auk ins áhuga fjárfesta á hlutabréfa viðskipt- um . Fjárfestar hafa verið mjög áhugasamir um að kaupa hluti í hlutafjárútboðum nokk urra fyrirtækja á síðustu mánuðum .* Eftir hrunið hvarf nánast áhuginn fyrir hluta bréfaviðskiptum og sökum lítillar eftir spurnar var hlutabréfaverð almennt séð lágt . Fábreytni í fjárfestingarkostum á Ís- landi, þar sem ríkisskuldabréf voru nánast eini kosturinn eftir fjármálahrunið, hefur beint miklu fjármagni frá lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum inn á hlutabréfamarkað eftir því sem honum hefur vaxið ásmegin . Eftirspurn eftir hlutabréfum hefur því upp á síðkastið verið meira en það framboð sem hefur verið til staðar . Kann það að skýra þessa athyglisverðu hegðun fjárfesta á íslenska markaðnum þegar kemur að arðgreiðslum og verðlagningu fyrirtækja . Þá er ekki ósennilegt að nýjar upplýsing- ar, sem koma oft fram í máli stjórnenda á aðalfundum fyrirtækja, hafi verðmótandi áhrif á eftirmarkaði . Nýjar fréttir geta aukið framtíðarhagnað fyrirtækja og þar með arðgreiðslur . Þetta höfum við séð í nokkur skipti eftir hrun . Þar má nefna að á aðalfundi Icelandair Group árið 2012 varð Sigurði Helgasyni stjórnarformanni tíðrætt um hagkvæmni og sveigjanleika leiðakerfis Icelandair og boðaði frekari innri vöxt félagsins . Bréf Icelandair hækkuðu um 3,4% í fyrstu viðskiptum eftir aðalfundinn 2012 þegar tillit var tekið til arðgreiðslunnar . Hvað sem öðru líður er ljóst að arðgreiðslur munu skipta fjárfesta á íslensk um hluta- bréfamarkaði verulegu máli . Gjald eyris höft takmarka fjárfestingar innlendra fyrirtækja, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta . Mikilvægt er því að félögin borgi út myndarlegan arð ef aðrir betri kostir eru ekki fyrir hendi . * Tæplega 5 .000 fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa hlutabréf í VÍS fyrir alls 150 milljarða króna í hlutafjárútboði sem fór fram í apríl s .l . „Aðeins“ 14,3 milljarðar króna voru í boði . 7 .000 fjárfestar vildu kaupa fyrir 350 milljarða kr . í útboði TM sem fram fór fáeinum dögum síðar . Þar voru alls 4,4 milljarðar kr . í boði! V erðmæti margra kaup-hallarfyrirtækja hefur hækkað töluvert á síðustu árum í kjölfar auk ins áhuga fjár festa á hlutabréfa viðskipt um . Fjárfestar hafa verið mjög áhuga samir um að kaupa hluti í hluta fjár- útboðum nokk urra fyrirtækja á síðustu mánuðum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.