Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 53
52 Þjóðmál VETUR 2013 lega öflug í rannsóknum . Þetta breytti hins vegar engu um rannsóknastarf innan skól- ans, né efldi það slíkt starf á Íslandi . Trúlega réði þessi ráðstöfun úrslitum í því að HÍ tókst að komast inn á einn lista yfir 300 bestu háskóla í heimi, en reyndar sést hann ekki á öðrum slíkum listum . HÍ hefur líka lagt mikla áherslu á að fjölga doktorsnemum . Það hefur þó ekki verið gert með því að byggja upp það rann- sókna umhverfi sem þarf til að bjóða upp á gott doktorsnám, og ekki hefur heldur verið lögð áhersla á að laða til landsins fram úr skarandi nemendur í slíkt nám . Í stað inn hefur fjöldi manns verið tekinn inn í doktors nám í deildum sem ekki hafa neina burði til að halda uppi öflugu námi . Svo langt hefur verið gengið, til dæmis í við skiptafræðideild, að fólk með engan raun verulegan rannsóknaferil að baki, engar birtingar á alþjóðavettvangi, hvað þá um talsverðan slíkan feril, hefur leiðbeint doktors nemum . Þetta er ekki bara siðlaust, heldur beinlínis brot á reglum skólans sjálfs um hæfi leiðbeinenda . Markmiðið með ofangreindum aðgerðum HÍ er einfaldlega að fegra rannsóknabókhald sitt, að hækka hitastigið með því að halda hitamælinum í greip sinni . Skólinn vill „framleiða“ doktorspróf, en skeytir ekki um hvort nokkur raunveruleg gæði liggja að baki þeim tölum sem hann sýnir um starf sitt . Markmiðið er greinilega að reyna að komast hærra á listum yfir góða háskóla, en ekki að efla starf skólans í raun . Það er svo annað dæmi um misskilda stærð og afl Íslands að halda að hægt sé að byggja upp umfangsmikið doktorsnám við íslenskan skóla án þess að yfirgnæfandi meirihluti nemendanna sé útlendingar . Það er sjálfsagt að bjóða upp á doktorsnám í þeim fáu greinum sem standa vel að vígi og geta boðið upp á gott rannsóknaumhverfi (með margt öflugt vísindafólk í viðkomandi grein) . En Íslendingar eru ekki fleiri en raun ber vitni, og hæpið að telja þá afburðafólk miðað við aðrar þjóðir . Auk þess fer mjög stór hluti íslenskra námsmanna, ekki síst þeir bestu, til útlanda í doktorsnám . Það væri glapræði að reyna að snúa þeirri þróun við, og vonlaust verk að auki . Íslendingar eru einfaldlega of fáir, og of margir þeirra fara, blessunarlega, úr landi í doktorsnám, til að hægt sé að gera ráð fyrir að þeir manni margar stöður doktorsnema innanlands . En HÍ virðist ekkert reyna til að sækja fjölda doktorsnema til annarra landa, á þau svið innan skólans sem standa undir slíku, heldur er hrúgað inn fólki sem er sett í hendurnar á leiðbeinendum sem hafa sjálfir varla stundað nokkrar rannsóknir, hvað þá að þeir ráði við að leiðbeina öðrum . Stjórnvöld í ruglinu Nú má auðvitað spyrja hvort ástæða sé til að halda úti háskólarannsóknum á Íslandi . Burtséð frá þeirri afstöðu að sjálfsagt sé að Ísland leggi sitt af mörkum á því sviði má færa rök fyrir því að það sé jafnvel þjóðhagslega hagkvæmt (þótt sú hagkvæmni myndi líklega aukast til muna ef reynt væri að laða mikið af öflugu Markmiðið með ofangreindum aðgerðum HÍ er einfaldlega að fegra rannsóknabókhald sitt, að hækka hitastigið með því að halda hitamælinum í greip sinni . Skólinn vill „framleiða“ doktorspróf, en skeytir ekki um hvort nokkur raunveruleg gæði liggja að baki þeim tölum sem hann sýnir um starf sitt .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.