Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 7
6 Þjóðmál VETUR 2013 Óli Steins, sem var nokkuð sérstakur, hafði upphaf söngsins svona: Jesús kastaði öllum syndum sínum bak við mig, og hann sér þær aldrei meir . Hann var ófáanlegur til að breyta vísunni, enda sagðist hann ekki eiga neinar syndir til að kasta . Ekki voru þó allir á sama máli um það, því að Óli þótti strax í æsku nokkuð mikill fyrir sér . Eitt árið átti ég alls ekki von á að ég gæti farið á jólatrésskemmtunina . Sama dag og hún var haldin bað Árný, kona Hafliða skósmiðs, mig að gera eitthvað smávegis fyrir sig, líklega að fara fyrir sig út í Bjarnabúð . Þegar ég hafði lokið erindinu spurði hún hvort ég ætlaði ekki á jólaskemmtunina um kvöldið . Ég sagðist ekki ætla að fara . Þá rétti hún mér tveggja krónu pening og spurði aftur . „Já,“ sagði ég þá hátt og skýrt, þakkaði henni kærlega fyrir og hljóp heim . Þetta varð til þess að við komumst öll á skemmtunina . Árný og Hafliði voru ágætisfólk . Það var góð lykt á verkstæðinu uppi á loftinu hjá Hafliða . Maður var fljótur að hlaupa í gúmmískónum sem hann bjó til . Trúlega hefur það verið í þetta skipti sem Hjálpræðisherskonurnar sungu um hann Villa litla sem var svo veikur . Mamma hans sendi litlu systur hans á knæpuna til að sækja pabbann en hann kom ekki heim . Ég man að ég spurði mömmu hvað knæpa væri og hún sagði mér það . Þetta var svo sorgleg saga að ennþá klökkna ég þegar ég les þetta ljóð . Ég er viss um að það hefur átt einhvern þátt í þeirri ákvörðun minni, sem ég sagði mömmu frá þegar ég fór að heiman, tólf ára gamall, að bragða aldrei áfengi né tóbak . Heimili okkar hafði liðið mikið fyrir það vandamál síðustu árin sem ég var heima, þótt foreldrar mínir hafi verið laus við allt slíkt . Ljóðið er eftir Sigurð Júl . Jóhannesson og heitir „Á kránni“ . Í því eru m .a . þessi erindi: Ó, pabbi minn kæri, æ, komdu með mér heim, sko, klukkan er senn orðin eitt . Þú lofaðir í morgun að koma snemma í kvöld, á knæpunni að tefja ekki neitt . Nú er eldurinn dauður og allt er orðið kalt, og enn bíður mamma eftir þér . Hún situr með hann Villa litla, sjúkur er hann, og svo lítil hjálp er að mér . Viðlag: Kom heim, kom heim, æ, pabbi minn kæri, kom heim . Ó, pabbi minn kæri, æ, komdu með mér heim . Sko, klukkan er senn orðin þrjú, og tíminn er svo langur og tómlegt heima er allt, við tvær erum aleinar nú . Því Villi litli er dáinn, já, drottinn minn hann tók, og deyjandi spurði hann um þig . Hann kallaði á þig, pabbi minn, og bauð þér góða nótt, og bað þig að kyssa sig .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.