Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 4
Ritstjóraspjall Vetur 2013 _____________ Makalaust var að heyra hagfræði-menntaða forystumenn ASÍ halda því blákalt fram að ekkert samhengi væri á milli óraunhæfra kauphækkana og verð- bólgu — og skella svo skuldinni á krón- una sem orsök viðvarandi verðbólguvanda í landinu . Það er beint orsakasamhengi milli kaup hækkana, sem eru um fram fram- leiðni aukningu, og verðbólgu, at vinnu - leys is og gengisfalls . Hér á landi hefur það verið kappsmál stjórnmálamanna að við- halda fullri atvinnu og því hefur svar ið við óraunhæfum kauphækkunum jafn an verið aukin seðlaprentun sem með til heyr andi gengisfalli krónunnar hefur fljótt gert kaup- hækkanirnar að engu . Í þeim lönd um þar sem gengi er fast, svo sem á evru svæðinu, leiða kauphækkanir um fram fram leiðni- aukningu til atvinnuleysis . Þetta kennir sagan okkur með óyggjandi hætti . Það er með öllu óboðlegt að forystumenn ASÍ skuli tala með svo óábyrgum hætti á opin- berum vettvangi . Hitt er annað mál að upp lýsingar um svimandi há launa kjör stjórn ar- manna í Sam tökum atvinnu lífs ins (SA) hljóta óhjá kvæmi lega að hleypa illu blóði í við semjendur þeirra, þótt verka lýðsrekendur séu sannar- lega engir englar þegar kem- ur að því að skammta sér laun . Samkvæmt laus legri at hugun eru meðallaun stjórn ar manna SA 3–4 milljónir á mánuði . Meðal laun í land inu eru hins vegar um 400 .000 kr . Launa kjör stjórnarmanna SA minna óneit an lega á stjórn endur og eigendur ís lensku bank anna, sem með skipulegum hætti rændu þá innan frá með því að skammta sjálf um sér vitfirringslega há laun og bón usa jafnframt því sem þeir lánuðu sjálf um sér og vildarvinum sínum svimandi háar fjárhæðir án nokkurra veða sem hald var í . Þetta framferði verður ekki réttlætt með skírskotun til útlanda — að þar hafi samskonar gengi vaðið uppi í fjármálakerfinu . Íslenskur veruleiki er allt annar en í tugmilljónmanna þjóð félög - um . Við erum 300 .000 manna sam félag og eigum að haga okkur í sam ræmi við það . Launakjör stjórnarmanna SA eru glöggt til vitnis um að ekkert uppgjör hefur farið fram innan atvinnulífsins í kjölfar falls bank anna, þótt afleiðingin hafi verið sú að nánast annað hvert fyrirtæki í landinu hafi farið í þrot . Af hverju víkja stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins sér undan því að horfast í augu við það sem fór úrskeiðis á út rásar tím anum? Samtök atvinnulífsins ættu að sjá sóma sinn í því að tefla ekki fram fólki með 3–4 milljónir á mánuði til að reyna að sannfæra launþega þessa lands um að ekki sé hægt að hækka 250 .000 króna mánaðar- laun um 20 .000 kr . A ð svo mæltu óska ég les -end u m gleði legra jóla og far sæld ar á kom andi ári . Þjóðmál VETUR 2013 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.