Þjóðmál - 01.12.2013, Page 4

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 4
Ritstjóraspjall Vetur 2013 _____________ Makalaust var að heyra hagfræði-menntaða forystumenn ASÍ halda því blákalt fram að ekkert samhengi væri á milli óraunhæfra kauphækkana og verð- bólgu — og skella svo skuldinni á krón- una sem orsök viðvarandi verðbólguvanda í landinu . Það er beint orsakasamhengi milli kaup hækkana, sem eru um fram fram- leiðni aukningu, og verðbólgu, at vinnu - leys is og gengisfalls . Hér á landi hefur það verið kappsmál stjórnmálamanna að við- halda fullri atvinnu og því hefur svar ið við óraunhæfum kauphækkunum jafn an verið aukin seðlaprentun sem með til heyr andi gengisfalli krónunnar hefur fljótt gert kaup- hækkanirnar að engu . Í þeim lönd um þar sem gengi er fast, svo sem á evru svæðinu, leiða kauphækkanir um fram fram leiðni- aukningu til atvinnuleysis . Þetta kennir sagan okkur með óyggjandi hætti . Það er með öllu óboðlegt að forystumenn ASÍ skuli tala með svo óábyrgum hætti á opin- berum vettvangi . Hitt er annað mál að upp lýsingar um svimandi há launa kjör stjórn ar- manna í Sam tökum atvinnu lífs ins (SA) hljóta óhjá kvæmi lega að hleypa illu blóði í við semjendur þeirra, þótt verka lýðsrekendur séu sannar- lega engir englar þegar kem- ur að því að skammta sér laun . Samkvæmt laus legri at hugun eru meðallaun stjórn ar manna SA 3–4 milljónir á mánuði . Meðal laun í land inu eru hins vegar um 400 .000 kr . Launa kjör stjórnarmanna SA minna óneit an lega á stjórn endur og eigendur ís lensku bank anna, sem með skipulegum hætti rændu þá innan frá með því að skammta sjálf um sér vitfirringslega há laun og bón usa jafnframt því sem þeir lánuðu sjálf um sér og vildarvinum sínum svimandi háar fjárhæðir án nokkurra veða sem hald var í . Þetta framferði verður ekki réttlætt með skírskotun til útlanda — að þar hafi samskonar gengi vaðið uppi í fjármálakerfinu . Íslenskur veruleiki er allt annar en í tugmilljónmanna þjóð félög - um . Við erum 300 .000 manna sam félag og eigum að haga okkur í sam ræmi við það . Launakjör stjórnarmanna SA eru glöggt til vitnis um að ekkert uppgjör hefur farið fram innan atvinnulífsins í kjölfar falls bank anna, þótt afleiðingin hafi verið sú að nánast annað hvert fyrirtæki í landinu hafi farið í þrot . Af hverju víkja stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins sér undan því að horfast í augu við það sem fór úrskeiðis á út rásar tím anum? Samtök atvinnulífsins ættu að sjá sóma sinn í því að tefla ekki fram fólki með 3–4 milljónir á mánuði til að reyna að sannfæra launþega þessa lands um að ekki sé hægt að hækka 250 .000 króna mánaðar- laun um 20 .000 kr . A ð svo mæltu óska ég les -end u m gleði legra jóla og far sæld ar á kom andi ári . Þjóðmál VETUR 2013 3

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.