Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 21

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 21
20 Þjóðmál VETUR 2013 unnin í tengslum við menningarfélagið Hraun í Öxnadal sem á jörðina að Hrauni og hefur komið þar á fót Jónasarsetri með minn ingarstofu um skáldið, náttúrufræð - inginn og stjórnmálamanninn Jónas Hall - grímsson og er fræðimannsíbúð í end ur - gerðu íbúðarhúsinu . Þá hefur félag ið í sam- vinnu við Umhverfisráðuneyti og Hörgár- sveit stofnað fólkvang í landi Hrauns og vinnur nú að því að koma á fót trjá safni, arboretum, í heimalandinu utan fólk vangs- ins, auk margra annarra verkefna sem tengjast Jónasarsetri . Þegar ég tók að kanna teikningarnar fjórar af Jónasi eftir séra Helga Sigurðsson, sem varðveittar eru í Listasafni Íslands, vakti það athygli mína hversu ólíkar þær eru — og þó einkum og sér í lagi, hve ein teikningin var frábrugðin hinum þremur, bæði hvað varðar sjónarhorn, listrænt yfirbragð og frágang . Teikning sú, sem sker sig úr, er hálfvangamyndin, merkt LÍ 152 (5 . mynd) . Eins og áður er nefnt er myndin dregin mjúkum dráttum, hlutföll og fjarvídd eðlileg og persónueinkenni skýr, ekki síst döpur augu undir þungum augnlokum . Þegar ég áttaði mig á því að Helgi Sigurðsson hefði stundað nám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn, laust niður þeirri hugmynd að hér væri um að ræða teikningu sem gerð væri eftir ljósmynd . Ljósmyndagerð á þessum tíma var kennd við Frakkann Louis Daguerre [1787–1851] og kölluð daguerrotypi, og eins og áður hefur komið fram nam Helgi ljósmyndagerð, daguerrotypi, í Höfn — fyrstur Íslendinga .* Þegar ég leitaði upplýsinga um ljós mynda- gerð Daguerre hjá Ingu Láru Bald vins- dóttur, fagstjóra í Ljósmyndasafni Ís lands, Guðmundi Ingólfssyni, ljósmyndara hjá Ímynd – ljósmyndastofu, og Guðmundi Oddi * Matthías Þórðarson: Íslenzkir listamenn . Reykjavík 1920, 50 . Magnússyni, Goddi, prófessor við Listaháskóla Íslands, kom í ljós að teikningin af höfði Jónasar gat ekki verið gerð með ljós myndaaðferð Daguerre . Til þess var tæknin bæði of þung í vöfum og flókin auk þess sem vinna þurfti ljósmyndirnar við sérstakar aðstæður .** IX Gleymd tækni Guðmundur Oddur Magnússon próf-ess or benti mér þá á bók eftir enska málarann David Hockney sem út kom 2001 . Bókin heitir Secret Knowledge. Rediscovering the Lost Techniques of the Old Masters og fjallar um gleymda tækni gömlu meistar- anna, eins og undirtitill bókarinnar ber með sér . David Hockney hafði veitt því athygli hversu nákvæmlega gömlu meisturum mála- ralistarinnar hafði tekist að mála hin minnstu smáatriði í persónueinkenn um, klæðnaði og umhverfi fólks og hlutföll og fjarvídd var óaðfinnanlegt og hann spurði sjálfan sig, hvernig þeir hefðu getað gert þetta . Niðurstöður Davids Hockneys vöktu mikla athygli en þær felast í fáum orðum í því, að gömlu meistarar málaralistarinnar notuðu teiknivélar af ýmsu tagi, holspegla og prismu til þess að gera verk sín, bæði málverk ** Frakkinn Louis Daguerre [1787–1851] er talinn hafa fundið upp þessa ljósmyndatækni, enda er hún við hann kennd . Tæknin er undanfari nútíma ljósmyndatækni og eins konar millistig milli Camera obscura og ljósmyndalinsu þeirrar sem eignuð er Josef Maximilian Petzval [1807– 1891] . Ljósmyndagerð Daguerre fólst í því, að í kassa, sem í er linsa, er komið fyrir koparplötu sem þakin er silfurnítrati . Við áhrif ljóss kallar kvikasilfurgufa fram mynd á koparplötuna . Festa (fixera) þarf ljósmyndina með því að leggja plötuna í sodiumsúlfíð og síðan þarf að koma koparplötunni fyrir í loftþéttum ramma . Gallinn við þessa tækni Daguerre er í fyrsta lagi að framköllunartími er mjög langur og í öðru lagi er ekki unnt að gera eftirmyndir eftir frummyndinni .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.