Þjóðmál - 01.12.2013, Side 21

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 21
20 Þjóðmál VETUR 2013 unnin í tengslum við menningarfélagið Hraun í Öxnadal sem á jörðina að Hrauni og hefur komið þar á fót Jónasarsetri með minn ingarstofu um skáldið, náttúrufræð - inginn og stjórnmálamanninn Jónas Hall - grímsson og er fræðimannsíbúð í end ur - gerðu íbúðarhúsinu . Þá hefur félag ið í sam- vinnu við Umhverfisráðuneyti og Hörgár- sveit stofnað fólkvang í landi Hrauns og vinnur nú að því að koma á fót trjá safni, arboretum, í heimalandinu utan fólk vangs- ins, auk margra annarra verkefna sem tengjast Jónasarsetri . Þegar ég tók að kanna teikningarnar fjórar af Jónasi eftir séra Helga Sigurðsson, sem varðveittar eru í Listasafni Íslands, vakti það athygli mína hversu ólíkar þær eru — og þó einkum og sér í lagi, hve ein teikningin var frábrugðin hinum þremur, bæði hvað varðar sjónarhorn, listrænt yfirbragð og frágang . Teikning sú, sem sker sig úr, er hálfvangamyndin, merkt LÍ 152 (5 . mynd) . Eins og áður er nefnt er myndin dregin mjúkum dráttum, hlutföll og fjarvídd eðlileg og persónueinkenni skýr, ekki síst döpur augu undir þungum augnlokum . Þegar ég áttaði mig á því að Helgi Sigurðsson hefði stundað nám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn, laust niður þeirri hugmynd að hér væri um að ræða teikningu sem gerð væri eftir ljósmynd . Ljósmyndagerð á þessum tíma var kennd við Frakkann Louis Daguerre [1787–1851] og kölluð daguerrotypi, og eins og áður hefur komið fram nam Helgi ljósmyndagerð, daguerrotypi, í Höfn — fyrstur Íslendinga .* Þegar ég leitaði upplýsinga um ljós mynda- gerð Daguerre hjá Ingu Láru Bald vins- dóttur, fagstjóra í Ljósmyndasafni Ís lands, Guðmundi Ingólfssyni, ljósmyndara hjá Ímynd – ljósmyndastofu, og Guðmundi Oddi * Matthías Þórðarson: Íslenzkir listamenn . Reykjavík 1920, 50 . Magnússyni, Goddi, prófessor við Listaháskóla Íslands, kom í ljós að teikningin af höfði Jónasar gat ekki verið gerð með ljós myndaaðferð Daguerre . Til þess var tæknin bæði of þung í vöfum og flókin auk þess sem vinna þurfti ljósmyndirnar við sérstakar aðstæður .** IX Gleymd tækni Guðmundur Oddur Magnússon próf-ess or benti mér þá á bók eftir enska málarann David Hockney sem út kom 2001 . Bókin heitir Secret Knowledge. Rediscovering the Lost Techniques of the Old Masters og fjallar um gleymda tækni gömlu meistar- anna, eins og undirtitill bókarinnar ber með sér . David Hockney hafði veitt því athygli hversu nákvæmlega gömlu meisturum mála- ralistarinnar hafði tekist að mála hin minnstu smáatriði í persónueinkenn um, klæðnaði og umhverfi fólks og hlutföll og fjarvídd var óaðfinnanlegt og hann spurði sjálfan sig, hvernig þeir hefðu getað gert þetta . Niðurstöður Davids Hockneys vöktu mikla athygli en þær felast í fáum orðum í því, að gömlu meistarar málaralistarinnar notuðu teiknivélar af ýmsu tagi, holspegla og prismu til þess að gera verk sín, bæði málverk ** Frakkinn Louis Daguerre [1787–1851] er talinn hafa fundið upp þessa ljósmyndatækni, enda er hún við hann kennd . Tæknin er undanfari nútíma ljósmyndatækni og eins konar millistig milli Camera obscura og ljósmyndalinsu þeirrar sem eignuð er Josef Maximilian Petzval [1807– 1891] . Ljósmyndagerð Daguerre fólst í því, að í kassa, sem í er linsa, er komið fyrir koparplötu sem þakin er silfurnítrati . Við áhrif ljóss kallar kvikasilfurgufa fram mynd á koparplötuna . Festa (fixera) þarf ljósmyndina með því að leggja plötuna í sodiumsúlfíð og síðan þarf að koma koparplötunni fyrir í loftþéttum ramma . Gallinn við þessa tækni Daguerre er í fyrsta lagi að framköllunartími er mjög langur og í öðru lagi er ekki unnt að gera eftirmyndir eftir frummyndinni .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.