Þjóðmál - 01.12.2013, Page 7

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 7
6 Þjóðmál VETUR 2013 Óli Steins, sem var nokkuð sérstakur, hafði upphaf söngsins svona: Jesús kastaði öllum syndum sínum bak við mig, og hann sér þær aldrei meir . Hann var ófáanlegur til að breyta vísunni, enda sagðist hann ekki eiga neinar syndir til að kasta . Ekki voru þó allir á sama máli um það, því að Óli þótti strax í æsku nokkuð mikill fyrir sér . Eitt árið átti ég alls ekki von á að ég gæti farið á jólatrésskemmtunina . Sama dag og hún var haldin bað Árný, kona Hafliða skósmiðs, mig að gera eitthvað smávegis fyrir sig, líklega að fara fyrir sig út í Bjarnabúð . Þegar ég hafði lokið erindinu spurði hún hvort ég ætlaði ekki á jólaskemmtunina um kvöldið . Ég sagðist ekki ætla að fara . Þá rétti hún mér tveggja krónu pening og spurði aftur . „Já,“ sagði ég þá hátt og skýrt, þakkaði henni kærlega fyrir og hljóp heim . Þetta varð til þess að við komumst öll á skemmtunina . Árný og Hafliði voru ágætisfólk . Það var góð lykt á verkstæðinu uppi á loftinu hjá Hafliða . Maður var fljótur að hlaupa í gúmmískónum sem hann bjó til . Trúlega hefur það verið í þetta skipti sem Hjálpræðisherskonurnar sungu um hann Villa litla sem var svo veikur . Mamma hans sendi litlu systur hans á knæpuna til að sækja pabbann en hann kom ekki heim . Ég man að ég spurði mömmu hvað knæpa væri og hún sagði mér það . Þetta var svo sorgleg saga að ennþá klökkna ég þegar ég les þetta ljóð . Ég er viss um að það hefur átt einhvern þátt í þeirri ákvörðun minni, sem ég sagði mömmu frá þegar ég fór að heiman, tólf ára gamall, að bragða aldrei áfengi né tóbak . Heimili okkar hafði liðið mikið fyrir það vandamál síðustu árin sem ég var heima, þótt foreldrar mínir hafi verið laus við allt slíkt . Ljóðið er eftir Sigurð Júl . Jóhannesson og heitir „Á kránni“ . Í því eru m .a . þessi erindi: Ó, pabbi minn kæri, æ, komdu með mér heim, sko, klukkan er senn orðin eitt . Þú lofaðir í morgun að koma snemma í kvöld, á knæpunni að tefja ekki neitt . Nú er eldurinn dauður og allt er orðið kalt, og enn bíður mamma eftir þér . Hún situr með hann Villa litla, sjúkur er hann, og svo lítil hjálp er að mér . Viðlag: Kom heim, kom heim, æ, pabbi minn kæri, kom heim . Ó, pabbi minn kæri, æ, komdu með mér heim . Sko, klukkan er senn orðin þrjú, og tíminn er svo langur og tómlegt heima er allt, við tvær erum aleinar nú . Því Villi litli er dáinn, já, drottinn minn hann tók, og deyjandi spurði hann um þig . Hann kallaði á þig, pabbi minn, og bauð þér góða nótt, og bað þig að kyssa sig .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.