Þjóðmál - 01.12.2013, Page 70

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 70
 Þjóðmál VETUR 2013 69 teknu tilliti til arðs . Áhrifin voru enn meiri hjá fyrirtækjum þar sem viðskipti eru oft strjál eins og BankNordik (+5,5%) og HB Granda (+8,4%) . Af stærstu fyrirtækj um á markaði var aðeins Eimskip (-0,3%) sem lækkaði í kjölfar ákvörðunar aðalfundar um greiðslu arðs . Eftirspurn eftir hlutabréfum Líklega er varasamt að draga þá ályktun að svipuð þróun komi til með að einkenna ávöxtun á hlutabréfamarkaðnum á næstu misserum . Einhvers konar markaðsbrestur á sér stað þegar hlutabréfaverð leiðréttir sig ekki fyrir arði . Hluthafar geta sjaldnast vænst þess að eignarhlutur þeirra í skráðu fyrirtæki aukist eftir að félagið hefur deilt út hagnaði til þeirra . Ástæður fyrir þessari þróun gætu legið í væntingum fjárfesta um aukinn hagn að fyrirtækja (og þar með vöxt arð greiðslna) og almennri eftirspurn eftir hluta bréfum . Verðmæti margra kauphallarfyrirtækja hefur hækkað töluvert á síðustu árum í kjölfar auk ins áhuga fjárfesta á hlutabréfa viðskipt- um . Fjárfestar hafa verið mjög áhugasamir um að kaupa hluti í hlutafjárútboðum nokk urra fyrirtækja á síðustu mánuðum .* Eftir hrunið hvarf nánast áhuginn fyrir hluta bréfaviðskiptum og sökum lítillar eftir spurnar var hlutabréfaverð almennt séð lágt . Fábreytni í fjárfestingarkostum á Ís- landi, þar sem ríkisskuldabréf voru nánast eini kosturinn eftir fjármálahrunið, hefur beint miklu fjármagni frá lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum inn á hlutabréfamarkað eftir því sem honum hefur vaxið ásmegin . Eftirspurn eftir hlutabréfum hefur því upp á síðkastið verið meira en það framboð sem hefur verið til staðar . Kann það að skýra þessa athyglisverðu hegðun fjárfesta á íslenska markaðnum þegar kemur að arðgreiðslum og verðlagningu fyrirtækja . Þá er ekki ósennilegt að nýjar upplýsing- ar, sem koma oft fram í máli stjórnenda á aðalfundum fyrirtækja, hafi verðmótandi áhrif á eftirmarkaði . Nýjar fréttir geta aukið framtíðarhagnað fyrirtækja og þar með arðgreiðslur . Þetta höfum við séð í nokkur skipti eftir hrun . Þar má nefna að á aðalfundi Icelandair Group árið 2012 varð Sigurði Helgasyni stjórnarformanni tíðrætt um hagkvæmni og sveigjanleika leiðakerfis Icelandair og boðaði frekari innri vöxt félagsins . Bréf Icelandair hækkuðu um 3,4% í fyrstu viðskiptum eftir aðalfundinn 2012 þegar tillit var tekið til arðgreiðslunnar . Hvað sem öðru líður er ljóst að arðgreiðslur munu skipta fjárfesta á íslensk um hluta- bréfamarkaði verulegu máli . Gjald eyris höft takmarka fjárfestingar innlendra fyrirtækja, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta . Mikilvægt er því að félögin borgi út myndarlegan arð ef aðrir betri kostir eru ekki fyrir hendi . * Tæplega 5 .000 fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa hlutabréf í VÍS fyrir alls 150 milljarða króna í hlutafjárútboði sem fór fram í apríl s .l . „Aðeins“ 14,3 milljarðar króna voru í boði . 7 .000 fjárfestar vildu kaupa fyrir 350 milljarða kr . í útboði TM sem fram fór fáeinum dögum síðar . Þar voru alls 4,4 milljarðar kr . í boði! V erðmæti margra kaup-hallarfyrirtækja hefur hækkað töluvert á síðustu árum í kjölfar auk ins áhuga fjár festa á hlutabréfa viðskipt um . Fjárfestar hafa verið mjög áhuga samir um að kaupa hluti í hluta fjár- útboðum nokk urra fyrirtækja á síðustu mánuðum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.