Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 6

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 6
Franskir dagar Les jours français vera hjá mömmu og þeim til að undirbúa veisl- una. Undirbúningurinn lenti mest á þeim. Allar veitingarnar voru gerðar heima, enda ekki hægt að panta mat eins og nú er gert. Presturinn kom og var með hugvekju í veislunni. Ég gleymi ekki hvernig það var að frétta af af- drifum „Pourquoi pas?“ sem fórst nóttina eftir veisluna. Ósköpin sem gengu á um nóttina, það var alveg vitlaust veður, en dagurinn hafði verið mjög góður. Frænkurnar sátu langa stund að gera við tjaldið, sem hafði rifnað upp og skemmdist heilmikið, áður en hægt var að skila því. “ Umræddur Friðmar Gunnarsson giftist síðar Jónu Sigurbjörnsdóttur og bjuggu þau í Tungu. Jóna man eftir því að hafa heyrt talað um að sýslutjaldinu hafi verið tjaldað inni á Ekrunni. Eins og sjá má á myndinni sem tekin er af veislu- borðinu voru dúkar og blóm á borðum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað var á matseðlinum, en lömbum var slátrað fyrir veisluna og í eftirrétt var búðingur. Þá voru geymdar heilmargar tertur í kjallaranum á „gamla húsinu“, en þær voru bornar fram með kaffinu. Þessi mikla veisla var lengi í minnum höfð og vel við hæfi að rifja hana upp núna, þegar 80 ár eru liðin. Lára Pálsdóttir skrifaði æviágrip móður sinnar og þar er að finna þessar línur um 14. september 1936: „Gestkvæmt var í Tungu þann dag, sátu yfir 150 manns veislumáltíð, framreidda í sýslutjaldinu. Var þar mikil gleði. Öll börnin voru þá stödd í Tungu, en flest þeirra voru þá flutt burt frá Fá- skrúðsfirði. Demantsbrúðkaup halda þau (Páll og Elínborg) 1946, enn að Tungu. Árið 1948 fluttu þau alfarin þaðan, og eru eftir það hér syðra á milli barna sinna.“ Elínborg dó í júní árið 1951 og munaði því litlu að þau hjónin lifðu að halda upp á 65 ár í hjónabandi. Margt dreif á daga þeirra þessi ár og kannski erfitt að gera sér í hugarlund í dag hvernig lífs- baráttan var. Elínborg var fróðleiksfús, en hafði enga stund aflögu fyrir bóklestur og brá hún á það ráð að fá vel læsan krakka til að lesa fyrir sig þegar hún sat við vinnu sína. Hún eignaðist sitt fyrsta barn daginn eftir tvítugsafmælið sitt og fjórtánda barnið eignast hún fjörutíu og þriggja ára. Þegar Kirstín kom í heiminn í ágúst 1897 náðist ekki í ljósmóður í tæka tíð, svo að Páll tók sjálfur á móti dóttur sinni og gekk það svo vel að hann tók á móti þeim sex börnum sem þau hjónin eignuðust eftir það. Vafalaust hefur það verið þeim dýrmætt að fá að fagna farsælu hjóna- bandi með öllum börnunum sínum á þessum mikla hátíðisdegi í september 1936 og gaman er að skoða myndina sem tekin var af veislugestum og ímynda sér gleðskapinn. 6 Páll og Elínborg í Tungu á gullbrúðkaupsdaginn með börnum sínum. Frá vinstri: Valgerður, Þorsteinn, Kirstín, Sigsteinn, Lára, Jón, Ingibjörg, Stefán, Unnur, Halldór, Sigurbjörg og Gunnar. Fyrir framan þau sitja Elínborg og Páll.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.