Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 17

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 17
Franskir dagar Les jours français og gæti bara látið mig dreyma um hana. En heyrið mig: Eru þau kannski að hugsa um að skreppa einn góðan veðurdag í gönguna á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði? Það yrði nú aldeilis upplifelsi að rekast á þau þar. Eftir að hafa dvalið fjöldamörg ár hjá honum Michel, þá voru það aðdá- unaraugu lítils drengs úr Verhille-fjölskyldunni, en þau voru frændfólk hans, sem leiddu til þess að ég skipti um heimahöfn. Michel, sem var alla tíð örlátur og gjafmildur maður, færði mig þessum litla frænda sínum að gjöf. Nú var ég bjartsýnn á að eftir að hafa þurft að ösla í gegnum suddann og þokuna í Norðursjónum, þá fengi ég aftur tækifæri til þess að sigla á hin vorbjörtu Íslandsmið. En það fór því miður á allt annan veg því hinn nýi eigandi minn, sem hlýtur að hafa ruglast eitthvað á áttavitanum, það kom jú fyrir allra bestu menn, hann flutti mig í þveröfuga átt, suður á bóginn, til litla bæjarins Fitz-James í Picardie-héraði. Á þeim slóðum átti ég nokkur gjöful og góð ár, á meðan minn ungi útgerðarmaður virti mig fyrir sér með aðdáunaraugum. En tíminn hefur alltaf sinn gang, hann óx úr grasi og þegar aðdáunarafl mitt fór óðum þverrandi, þá endaði ég í geymslu uppi á háalofti í heimahúsi móður hans. Þannig liðu einir þrír áratugir og ég var orðinn gamall, rykfallinn og elli- móður. Hliðarstögin mín góðu úr bómullarþræðinum tóku nú að rakna upp og seglin mín molnuðu í sundur við minnstu snertingu eins og gamalt dagblað sem finnst falið milli þilja í hrörlegu timburhúsi. Enginn í fjöl- skyldunni sýndi mér nú lengur hin minnstu vinarhót og brátt kom að því að hreinsa þyrfti út af háaloftinu, líkt og reyndar húsinu öllu þar sem nýir eigendur mundu brátt taka við eignarhaldi á fasteigninni. Ég sá fram á að verða brátt molaður í sprek og notaður til þess að kveikja upp eldinn í arninum. Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn aumur og niðurdreginn. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Örlög mín áttu eftir að snar- snúast um einar 180 gráður, þegar gömlu vinirnir þeir Jean Verhille og Serge Lambert hittust einn laugardagsmorgun á útimarkaði í Clermont, heimabæ þess síðarnefnda. Eftir að hafa skálað í lystauka í mesta bróðerni á næsta útikaffihúsi, þá dró minn gamli eigandi vin sinn með sér heim til þess að sýna honum mitt aumkunarverða ástand. Þegar búið var að sækja mig upp á háaloft og færa mig út í dagsbirtuna, þá gat ég ekki annað en skammast mín fyrir útlitið, en mikið var það samt notalegt að finna smá golu leika aftur um gömlu seglin svo ekki sé nú talað um þegar sólin skein aftur á skutinn, þar sem enn gat að líta máðum stöfum nafn mitt og minnar gömlu heimahafnar: Sankti Pétur frá Grand-Fort-Philippe. Áhrifin létu ekki á sér standa, hann Serge skipasmiður vissi nákvæmlega til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa og hver yrði mín næsta heimahöfn. Köttur útí mýri: Nú er semsagt ég, Sankti Pétur, þorskveiðiskúta af Dundeegerð, upprunnin í Gravelines, eftir æðilanga dvöl í þurrkví sem var sko alls enginn barnaleikur að afbera, það get ég sagt ykkur, kominn aftur „á miðin“ og á 64°55' norður breiddar og 13°59' vestur lengdar, þar sem ég er lagstur við stjóra við hliðina á spítalaskipinu honum Sankti Páli, og nú til þess að segja fólki frá mínum margvíslegu viðskiptum við Ís- lendinga og frá hinu mikilfenglega ævintýri og þeim miklu mannraunum sem þorskveiðarnar við Ísland voru á sinni tíð. 17 Á skutnum má lesa hvaðan ég er upprunninn. Skakað við borðstokkinn og aðgerð á þilfari. Allt til reiðu í nýjan túr norður á Íslandsmið.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.