Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 43

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 43
43 Franskir dagar Les jours français Þann 7. apríl síðastliðinn tilkynntu Evrópusam- bandið og Europa Nostra sigurvegara Evrópsku Menningarverðlaunanna fyrir verkefni á sviði menningararfleiðar/Europa Nostra verðlaunanna árið 2016, en þetta er stærsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningararfleifðar í Evrópu. Meðal verðlaunahafa ársins 2016 var Minja- vernd fyrir verkefnið Franski spítalinn á Fá- skrúðsfirði, en verðlaunin voru veitt fyrir fram- úrskarandi verkefni frá Íslandi: Endurbyggingu og umbreytingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði í hótel og safn. Óháðar dómnefndir skipaðar sérfræðingum völdu sigurvegarana úr hópi 187 umsókna sem sendar voru inn af samtökum og einstaklingum frá 36 Evrópulöndum. Þá voru einnig veitt sérstök verð- laun úr niðurstöðum netkosninga þar sem al- menningur gat kosið sinn sigurvegara og stutt verðlaunahafa, hvort sem er úr sínu eigin landi eða öðru Evrópulandi. Verkefnin sem kosin voru af dómnefndinni eru öll dæmi um framúrskar- andi hugvit, nýsköpun, sjálfbæra þróun og félags- lega þátttöku á sviði menningararfleifðar um alla Evrópu. Alls hlutu 28 aðilar frá 16 löndum viður- kenningu fyrir framúrskarandi afrek sín á sviði verndunar, rannsóknavinnu, sérhæfðrar þjónustu og fræðslu, þjálfunar og vitundarvakningar. Verkefnið, sem var samstarfsverkefni arkítekta, verkfræðinga og handverksmanna Minjaverndar og undir stjórn Minjaverndar innan bæjarfélags- ins, hófst árið 2009 og fólst í endurbyggingu og flutningi Franska spítalans til Fáskrúðsfjarðar, þar sem hann var upphaflega byggður árið 1904 til að sinna fjölda franskra sjómanna, sem veiddu við strendur Íslands í um 400 ár. Auk endur- byggingar spítalans gerði Minjavernd einnig upp Læknishúsið, sem tengt er spítalanum með undirgöngum, sjúkraskýli, kapellu og líkhús. Allar byggingar voru reistar af Frökkum í sama tilgangi, að þjónusta franska sjómenn fjarri heimahögum. Þetta var stórt verkefni með það að markmiði að endurlífga þetta markverða tímabil í sögu bæjarfélagsins, með því að breyta spítalanum og tengdum byggingum í hótel og safn til minn- ingar um hinn mikla fjölda sjómanna sem fórst við strendur Íslands og á spítalanum. Virðing var borin fyrir upprunalegum efniviði og handverki við endurbyggingu hússins, timbur úr gömlu byggingunni var endurnýtt og gömlu handverki beitt til hins ítrasta. „Verkefnið endurvekur ákveðið tímabil í Evrópskri sögu með því að rifja upp þessa tengingu milli Frakklands og Íslands. Samstarfs- hópurinn hefur lagt sig fram um að varðveita þessa merku og viðkvæmu byggingu sem og hina áhuga- verðu arfleifð sem hún stendur fyrir“, sögðu dóm- arar verkefnisins. Það hefur verið stefna Minjaverndar að finna þeim húsum, sem félagið hefur endurbyggt, not sem henta viðkomandi verkefni, styrkja fjár- hag verkefnis og umhverfi þess. Því var lögð veruleg vinna í að finna þessum húsum öllum viðfangsefni. Að niðurstöðu varð að Íslands- hótel hf. leigja húsin fjögur fyrir vandað hótel, þ.e. Franska spítalann, Læknishúsið að stærstum hluta, sjúkraskýlið og líkhúsið. Fjarðabyggð leigir hluta Læknishúss og tengingu þess við Franska spítalann undir glæsilegt sögusafn um líf franskra sjómanna á Íslandsmiðum fyrr á öldum. Í samn- ingum við Íslandshótel varð ljóst að fjölga þyrfti herbergjum umfram það sem hægt var að koma fyrir í gömlu húsunum. Því var ráðist í að reisa nýbyggingu vestan Franska spítalans þar sem komið er fyrir viðbótargistirými og eru herbergin þá um 50 alls. Nýbygging þessi er byggð í sama stíl og gömlu húsin og fellur vel inn í þá þyrp- ingu. Hún var tekin í notkun nú í sumarbyrjun. Við óskum Minjavernd hjartanlega til hamingju með vel heppnað verkefni og verðskuldaða viður- kenningu, og Íslandshótelum með glæsilegt hótel sem Fosshótel Austfirðir er. Heimildir: Fréttatilkynning frá Minjavernd Fréttatilkynning Evrópusambandsins og Europa Nostra Evrópsk menningararfleifðar- verðlaun til Franska spítalans Texti: María Óskarsdóttir Mynd: Sigurjón Hjálmarsson

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.