Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 27

Franskir dagar - 01.07.2016, Blaðsíða 27
Franskir dagar Les jours français 27 Ostakúla 400 g rjómaostur (í bláa boxinu) 1 lítill rauðlaukur 1 rauð paprika 1 poki hunangsristaðar hnetur Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita. Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál. Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska. Setjið filmu yfir og geymið í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni uppúr. Sírópslengjur 400 g hveiti 200 g sykur 200 g smjörlíki 1 stk. egg 1 tsk. natron (matarsódi) 1 tsk. kanill 1 msk. síróp Blandið öllu saman og hnoðið í hrærivél, rúllið í lengjur, setjið á plötu og þrýstið ofan á. Bakið við 200°C. Skerið lengjurnar í bita á meðan þær eru heitar. Kryddbrauð mömmu 3 dl hveiti 3 dl haframjöl 2 dl sykur 1 tsk. kanill 1 tsk. engifer 1 tsk. negull 2 tsk. matarsódi 3 dl mjólk 1 stórt egg Hrærið öllu saman og setjið í eitt smurt form. Bakið við 200°C fyrstu 15 mín., lækkið í 175°C og bakið í 25 mín. Gott að bera fram með íslensku smjöri og osti. Marengsrúlla 4 eggjahvítur (stórar) 3 dl púðursykur hjartarsalt á hnífsoddi 1 1/2 bolli rice crispies Fylling 1 1/2 - 2 pelar rjómi 1 bolli fersk jarðarber, skorin í bita 1 bolli fersk bláber 2-3 Snickers, skorin í bita 50 g súkkulaði Þeytið eggjahvítur og púðursykur mjög vel saman, bætið hjartarsalti út í. Setjið rice crispies varlega saman við þegar eggja- hvíturnar eru þeyttar að fullu. Smyrjið á bökunarpappír, passið að nota bök- unarplötu undir og bakið við 135°C í u.þ.b. 50 mín. Látið kólna. Þeytið rjómann og smyrjið á marengsinn. Stráið Snickersi, bláberjum og jarðarberjum jafnt yfir (takið nokkur ber frá til að skreyta með í lokin). Rúllið marengsinum varlega upp. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, hellið því yfir í mjórri bunu og skreytið með berjum.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.