Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 5

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 5
3 Formáli Enn eina ferðina skríður ormur úr híði sínu og hefur nú heldur betur haft hamskipti. Til þess halda ýmsar ástæður. Nú eru orðin full fjögur ár síðan nokkrir bjartsýnismenn slógu sér saman og strengdu þess heit að fylgja efdr ágætri byrjun Pjeturs Hafsteins Lárussonar og veita Ljóðormi hans sem lengsta h'fdaga. Síðan hafa bæst við fimm hefti ritsins og þau hlotið hinar ágætustu viðtökur. Nú þykir okkur því næg reynsla fengin til þess að óhætt sé að gera Ljóðorm að föstum og sjálfsögðum þætti í menningarlífi okkar. Hingað til hefur útgáfan byggst á þrennu: Sjálfboðavinnu ritstjóranna, efnisgjöfum höfundanna (ritlaun engin) og aug- lýsingum frá tveim til þrem fyrirtækjum. Einn þátturinn hef- ur verið okkur þymir í augum: Til þess að rit af þessu tagi geti borið höfuðið nokkuð hátt verður það að geta greitt rit- laun. Við höfum því tekið tilboði bókaforlagsins Iðunnar um samstarf og stuðning. Samkomulagið er einfalt: Bóka- forlagið kostar vinnslu og prentun Ljóðorms. Vinna rit- stjómar verður ekki greidd en áskriftargjöld og sölulaun renna óskipt í höfundargreiðslur. Taki kaupendur orminum vel ætti með þessu móti að vera unnt að greiða miklu hærri ritlaun en nú tíðkast að greiða fyrir ljóð. Um leið og ormurinn breytist að þessu leyti hefur hann einnig hamskipti. Snið breytist örlítið og á hverju hefti verð- ur forsíðumynd gerð af kunnum listamanni sérstaklega fyrir Ljóðorm. Það er okkur mikið gleði og stoltsefni að hinn ffægi nýlistarmaður Dieter Rot skuli hafa gert okkur þann sóma að ríða hér á vaðið. Það væri ritstjómm ormsins kært ef þessi fomvinur íslenskra bóklista ætti eftir að tengjast þeim aftur nýjum og traustum böndum.

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.