Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 9

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 9
ísak Haröarson 7 ísak Harðarson Fimm svartahafsljóð Hvíslarinn Ég heyri nafn mitt hvíslað rís á fætur hægt og hljóðlega til að vekja þau ekki sem sofa svo vært; konuna með sitt síða hár flætt yfir koddann og opinmynnt bamið að dreyma rósóttan feldinn á kisu Ég klæði mig hratt vef mig mjúkri skikkju myrkurs geng út smelli varlega í lás og enginn veit nema síðskeggjaður lykillinn sem starir undrandi á eftir mér ofan af sflspikuðum bókaskápnum Ég er aleinn ég held beint af augum yfir veggi bognar bárujámsgirðingar auðar víðátmr bflastæða baðaðar skini ryðljósa gegnum undirgöng þröng húsasund og dimma bakgarða vaxna þykku úfnu lífi - ég er á leiðinni Ég er staddur í nótt loðinna spriklandi stjama og er ekki lengur einn; ljúf einsemdin leiðir mig við hlið sér upp fáfarinn stíg - það er Vetrarbrautin - og við endann blasir við alheimurinn rúmlega tilbúinn undir tréverk með Ijós í öllum gluggum klið og hlátur - ég er að koma!

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.