Ljóðormur - 01.07.1988, Page 10

Ljóðormur - 01.07.1988, Page 10
8 ísak Haröarson Loks á tröppunum heyri ég nafn mitt hvíslað aftur einsog þyt í vindi en þegar ég ætla að svara get ég engan veginn séð hvor þeirra það er sem stendur þar og bíður mín: þolinmóður alheimurinn með stjömubjart hárið og vaxandi tungl á vör eða íbygginn rósótmr köttur í draumi lítillar manneskju sem vaknar innan skamms og kallar á heiðskíra pabba Tunglsjúkir fískar Varið ykkur á tunglinu! Það er dinglandi öngull í hyldýpi geimsins - silfurlitt agn til freistingar forvimum augum. Bítið ekki á! Við getum ekki lifað nema á jörðinni. Varið ykkur á geimnum! Hann er gegnsætt net riðið af ljósinu sem bíður okkar reiðubúið til gómunar auðtrúa hugum. Syndið ekki upp! Við getum ekki lifað nema á jörðinni. Varið ykkur á ljósinu! Það er spegilfægð panna á eldi andans með sjóðheitum opinberunum til matreiðslu ugglausum mönnum. Hoifið í myrkrið! Við getum ekki lifað.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.