Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 13

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 13
ísak Harðarson 11 Síðasta kvöldmáltíð við Sogið Umþaðbil í myrkurbyrjun föstudaginn dimmsta sogaðist hámákvæmur kortagerðarmaður Landmælinga ríkisins burt af skráfþurru heimili sínu við Bólstaðarhlíð með vaxandi útfallinu Lýst er eftir honum djúpdrægum ljóskösturum Sægræneyg kassadama í Kringlunni sá hann síðast kaupa í kvöldmatinn ýsu og þorsk, homsfli og höfmng - hverfa svo með fiskinum grunlausum gúmsólum yfir marmarabotninn útí hækkandi myrkrið og stefna sem leið lá heim aftur um göngin undir Miklubraut Hann var klæddur í annan sannleika Enginn veit hvar í heiminum hann kann að hafa komið upp - í Istanbul? Fossil Bluff? í mannhaföldunni á Times Square? ... - en hitt er víst að síðan hefur ekkert til hans spurst nema úrhelli logandi vegabréfa

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.