Ljóðormur - 01.07.1988, Side 25

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 25
Þóra Elfa B jömsson 23 Þóra Elfa Björnsson 1. maí 1987 Svona var þá 1. maí. Og hvemig man ég einmitt þennan dag? Geymist best myndin af fólksfæðinni af samtakaleysinu af streitunni um sjónarmiðin af þreymnni á málum fjöldans? Eru samtök bara eitthvað til að kaupa sjónvarpsdisk fyrir hverfið? Eða að sækja lítil líf hinu megin á hnöttinn? Eða verður það myndin sem ég get ekki gleymt af nálægð dauðans? Myndin af Nönnu sem ég er alltaf að hugsa um. Nönnu, sem lífið lætur ekki í friði og tekur að lokum hennar eigið líf. Amma mín sagði að ef illar hugsanir gætu orðið að áhrínsorðum væm bænir alveg jafn máttugar. Þess vegna bið ég fyrir Nönnu. Bið að hellt verði úr bikamum því nú getur hún ekki meir. Af hverju er manneskjan ein þótt hún sé ekki ein? Óstudd, þótt til sé allskonar stuðningur? Ófróð og leitandi, þótt svörin ættu að vera skýr? Til hvers að ganga 1. maí?

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.