Ljóðormur - 01.07.1988, Qupperneq 43

Ljóðormur - 01.07.1988, Qupperneq 43
Eysteinn Þorvaldsson: 41 Eysteinn Þorvaldsson: Að gegnumlýsa flókinn veruleika Ljóð Hannesar Sigfússonar um vandamál skáldskapar Nýtt inntak krefst nyrra forma. Á þá leið mælti Bertolt Brecht 1944 í grein1 þar sem hann varar við aðskilnaði forms og inntaks í listaverki. í þessum fleygu orðum birtist sá vandi sem íslensku formbreytingarskáldin hlutu að takast á við um miðbik aldarinnar. Hvemig skyldi túlka hið nýja inntak heimsins, ný sannindi mannlífs í gjörbreyttri veröld? Gamla ljóðformið og ljóðmál þess virtust ekki duga lengur. Hver vom þau nýju form sem hæfðu? Hannes Sigfússon var eitt þeirra ungu skálda sem leitaði nýrra tjáningarleiða og hann átti í strangri innri baráttu í þessum efnum. Sú barátta var m.a. háð með sjálfum vopnum ljóðlistarinnar og verður það vopnabúr kannað nokkm nánar hér á eftir. I endurminn- ingabókum Hannesar er líka margan fróðleik að finna um þessi átök sem skáldið háði með sjálfu sér í þeirri viðleitni að ná samhæfingu nýs inntaks og nýrra forma, finna aðferð- ir „til að gegnumlýsa flókinn vemleika og skapa lifandi skáldskap" eins og hann orðar það sjálfur (sjá bls. 48 hér að aftan). Hannes Sigfússon kennir endurminningabækur sínar við fómmann og flökkulíf2 og vill með því minna á hversu óeir- inn hann var og kannski auðnulítill ungur maður. Hann greinir þar frá öllu af stakri hreinskilni, m.a. því hvemig staðfestuleysi hamlaði einnig skáldskapariðkun hans í æsku, en frá unglingsaldri hafði hann einsett sér að verða rithöf- undur. Haustið 1950 kom Hannes til Stafangurs í Noregi og eirði þar um hríð. Hann var í skáldlegum hugleiðingum eins og oft áður og nú gafst honum nokkurt næði til yrkinga. Hann var 28 ára gamall og hálft annað ár var liðið frá því að fyrsta bók hans, Dymbilvaka, kom út. Ljóðin í þeirri bók féllu í dropatali niður á pappírinn á vökunóttum er Hannes var við vitavörslu suður á Reykjanesi. Þar „hafði orð kvikn- að af orði af sjálfu sér og magnast í bál“3 og mætti ætla að 1 Bertold Brecht:, Formalismus und neue Fomien". 2 Flökkulíf, 1981 og Framhaldslíffórumanns, 1985. Bókaútgáfan Iðunn. 3 1985, bls 58.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.