Ljóðormur - 01.07.1988, Side 48

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 48
46 Eysteinn Þorvaldsson: vatn sem var fjandsamlegt öllu lífi. Það seytlaði inn í skáld- skap minn og varð ekki framar viðskila við hann. Ekki fremur en önnur teikn kalda stríðsins sem bókstaflega urðu kveikjur ljóða minna frá Dymbilvöku til þessa dags.“ Svo mælir Hannes í frásögn sinni um sköpun ljóöanna í Imbru- dögum.1 Því vatnið er bundið vaminu og þungu vatninu og vaminu sem veitir þér svölun leifar tunglskinsins og táranna sem frusu féllu visin Þetta vatn mun vaxa mót vaxandi tunglinu sem vex á múrvegg næturinnar sem vex milli dagsina og dagsins þín og þess er þú þráir, þráðir og hefur þráð rísa líkt og æpandi janusarhöfuð Guemica hin þunga og breiða bylgja líkt og sjáaldur sjúklingsins er þenst í angist undir blikandi skurðhnífum (bls. 48-49) Á eftir þessum fyrsta bálki Imbrudaga fylgir annar þar sem viðhorf til stjómmála og heimsmála eru túlkuð með sams- konar dularfullum táknum en slík aðferð hefur sannarlega ekki þótt til þess fallin að koma boðskap af þessu tagi á framfæri. Það er eftirtektarvert hversu mikið er um endur- tekin mótíf í báðum þessum ljóðabálkum: lindin, vatnið, spegillinn, lauf, tré, vindur. I 2. bálkinum þyrlar vindurinn upp prentuðum orðum og feykir ryki í andlit vatnsins, auga lindarinnar. Þetta er áróður kalda stríðsins, að því er skáldið segir í endurminningum sínum. Enn hélt þó lindin áfram að kliða leið fram í hlédrægri spum 1 1985,bls. 60

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.