Ljóðormur - 01.07.1988, Side 54

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 54
52 Eysteinn Þorvaldsson: og eyðingu ofurseldur. Upphaf ljóðsins er svona: Ég eldist með grasinu Ég gulna eins og fífilblaðkan Fölnuð orð mín dreifast fyrir næturkulinu sem feykir hærum biðukollunnar En það eru ffæ Það eru fallhlífar ljóðs míns er nemur frjótt land og nýtt sumar langt handan við þessa heiðgulu kalbletti sem hvíma í næturfrostinu (bls. 154) Þannig hefst þetta ljóð sem líður áfram með fleygri mynd- vísi um örlög og fyrirheit orða og Ijóða skáldsins. Lokaer- indið geymir vonina og fyrirheitið um erindi ljóðanna og gildi þeirra fyrir okkur hin: Eitthvað mjúkt féll á hönd þína Einhver mildur blær flökti þér í vitum A miðjum vetri byrjuðu lækimir að snökta og losa um klakaböndin. Þú heyrðir í fjarska léttan vængjaþyt sem af aðvífandi fyrirheitum Þér flaug um myrkvaðan huga fleyg hending úr týndu viðlagi sem vakti hjartslátt þinn hina voldugu hrynjandi blóðs þíns (bls. 156)

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.