Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 55

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 55
53 Dauðaleit Halldór Ólafsson: Mars Útg. Hálfljóö, Rvk 1987. Halldór Ólafsson er ungur höfundur sem ekki hefur knúið ljóðdyra fyrr svo ég viti til. Ungur aldur hans kemur þó ekki í veg fyrir að hann komist vel frá sinni fyrstu bók. Halldór opnar okkur dymar að heldur skuggalegum heimi þar sem maðurinn er dæmdur til að heyja baráttu sína og berjast fyrir lífi sínu í leit að fyllingu: Grætur alltaf sárar og sárar í leit að einhverju algjöru. En í þessum heimi er svigrúmið lítið. Hann er lokaður og gefur hvorki sýn til fortíðar né framtíðar og nútíminn er villtar heiðar. Þetta er í samræmi við einkunnarorð bókar- innar Where all is gone (David Jones): Gapandi sársaukinn að baki hliðarspomnum. Æpandi dýpi. Klefa úr klefa þeytirðu þér gegn harðneskjunni Segja má með sanni að leitin sé nokkurskonar leiðarminni í þessari bók. En leitin er harla vonlítil. í stað sannleika upp- skerum við lygi eða „. . . þúsundasta og fyrsta / tilbrigði sannleikans“. Og í stað takmarks „ . . . takmark / sem er ekki neitt takmark.“ Leitin er því dæmd til að mistakast er hún takmarkast við þröngan, lokaðan heim, ferköntuð her- bergi eða klefa: Ferkanta herbergi hafa skolfið fyrir augum þér. Að baki þeim önnur til hliðar við enn önnur sem koma beint af augum annarra

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.