Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 58

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 58
56 í tólf vindstiga erfíðleikana og byrleg ævintýrin Þetta Ijóð er í heild saknaðarljóð þess sem lokað hefur sig af en veit að lífið bíður handan veggjanna í öllum þess óræðu myndum. Það verður að teljast talsvert einkenni á ljóðum Bjöms hve honum lætur vel að beita allegórísku formi og nýgervingum er hann lætur táknin segja okkur sögu og sama myndsvið haida allt til loka ljóðanna. I Depressjón á veðurstofunni lýsir skáldið sálarástandi, þunglyndi og einmanaleika með alkunnu orðalagi veðurfréttanna: „sálarástand klukkan átján: / þunglyndið: / svartsýni algjör.“ Og í ljóðinu Lag eru svið- in tvö, sem lýst er, látin togast á. Okkur er ekki ljóst hvort verið er að lýsa sjávargangi eða samfömm: „öldumar hníga / hver inní aðra // byltast í sam- / fömm // hafið við strönd- ina stynur.“ Útaf vestfjörðum er gott dæmi þeirra Ijóða skáldsins er einföld frásögn bætir við sig nýjum víddum í lokin. Við sjáum mannleg örlög í óvæntu en ským ljósi: í gærkvöldi í aftakavcðri útaf vestfjörðum féll útbyrðis Sigurður Jónsson háseti hann lætur eftir sig laust herbergi Slík óvænt tengsl birtast okkur víðar, t.d. í formi orða- leikja. I Minnismerki lýsir skáldið saklausu lífi og leikjum bama sem hörmungar heimsins hafa ekki enn heimsótt: „ . . . lékum okkur í snjónum / reistum minnismerki / óþekkta snjókarlsins.“ Bjöm hefur ömgg tök á myndum og máli eins og fram hefur komið. Eitt ljóða hans er Málkennd. Þar leikur hann sér að íslensku orðtaki, en þó á þann hátt að lesar.dann gmn- ar að undir niðri búi dýpri tilfmning en fyndnin ein. Er hann tyllti sér dauðuppgefmn á hakann í holræsadjobbinu

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.