Ljóðormur - 01.07.1988, Side 60

Ljóðormur - 01.07.1988, Side 60
58 Um höfundana Baldur Óskarsson, f. 1932. Sjö ljóðabækur hafa komið út eftir Baldur, hin fyrsta Svefneyjar 1966 og hin nýjasta Döggskál í höndum 1987. Áður hafði hann sent frá sér skáldsögu og smásagnasafn. Berglind Gunnarsdóttir, sjá Ljdðorm 2. Nýjasta bók Berglindar er Ljóðsótt, 1986. Eyvindur Eiríksson, f. 1935. Hefur ort og skrifað, m.a. gefið út ljóðabókina Hvenær? 1974. Nýjasta bók hans er P- Árbók I, 1988. í haust er væntanieg skáldsaga frá hans hendi. Franz Gíslason, f. 1935. Hefur þýtt bæði ljóð og laust mál. Gerður Kristný, f. 1970, menntaskólanemi. Ljóð eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. Halla Jónsdóttir, f. 1954. Hún stundar doktorsnám í hug- mynda- og vísindasögu við Uppsalaháskóla. Áður hefur hún birt ljóð í Lesbókinni og skólablöðum. Isak Harðarson, f. 1956. Eftir ísak hafa komið út funm ljóðabækur, hin fyrsta Þriggja orða nafn 1982 og hin nýjasta Útganga um augað læst 1987. Jakob S. Jónsson, f. 1956, búsettur í Stokkhólmi og hefur verið við nám þar. Ljóð eftir Jakob hafa birst í tímaritum. Kjartan Ámason, f. 1959. Gaf út Dagbók Lasarusar 1986. Pjetur Hafstein Lárusson, f. 1952. Sjá kynningu í Ljóðormi, 2. Nýjasta ljóðabók Pjeturs Daggardans og darraðar kom út á síðastliðnu ári. Ragnhildur Ófeigsdóttir, f. 1951. Andlit í bláum vötnum heitir ljóðabók Ragnhildar, sem út kom á síðastliðnu ári. Áður hafði hún sent frá sér ljóðabókina Hvísl.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.