Orð og tunga - 01.06.2014, Page 25

Orð og tunga - 01.06.2014, Page 25
Heimir Freyr: Afstaða sagnar til neitunar á 19. öld 13 Til þess að kanna þá staðhæfingu að skilyrði fyrir notkun S3 fram til 1850 séu svipuð og hjá málhafa sem hefði dönsku að móðurmáli (sbr. kafla 3.1) er forvitnilegt að líta á dreifingu S3 eftir því umhverfi þar sem S3 er algengust í skandinavísku meginlandsmálunum og umhverfi sem leyfir S2 greiðlega.12 Þetta er sýnt í töflu 3. Tegund umhverfis 1800-1850 1875 1900 Dæmigert S2 35,3% (65/184) 5,1% (5/98) 5,2% (12/232) Dæmigert S3 57,8% (26/45) 28,6% (4/14) 26,9% (7/26) Blandað umhverfi 50,0% (87/174) 24,7% (19/77) 16,5% (22/133) Tafla 3. Hlutfall S3 af heildardæmafjölda eftir kjörumhverfi í skandinavísku megin- landsmálunum. Mínar niðurstöður eru hliðstæðar niðurstöðum Heycock & Wallen- bergs (2013), þ.e. hlutfall S3 er hæst í dæmigerðu S3-umhverfi, lægst í dæmigerðu S2-umhverfi og blandað umhverfi lendir þarna á milli (líkast dæmigerðu S3-umhverfi). Á fyrri hluta aldarinnar er munurinn tölfræðilega marktækur.13 Þetta afstæða hlutfall helst á milli tímabila þrátt fyrir að mjög dragi úr heildartíðni S3; m.ö.o. virðist ekki verða eðlisbreyting á notkuninni.14 Stóra spurningin sem niðurstöðurnar vekja er hvort lág tíðni S3 á síðari hluta aldarinnar endurspegli daglegt mál þorra landsmanna eða hvort tíðnin sé „óeðlilega" lág í þeim tímaritum þar sem hún er lægst, e.t.v. til marks um að málstöðlun sé þar að verki. Til þess að varpa Ijósi á þessa spurningu skal nú gerð tilraun til þess að komast nær notkun S3 í textum sem ætla má að standi nær mæltu máli. 12 Eg fylgi skilgreiningum hjá Heycock & Wallenberg (2013) og kalla umhverfi blandað sem ekki er greinilegt kjörumhverfi S2 eða S3. Þau telja dæmigert S3-umhverfi vera samanburðarsetningar, tilvísunarsetningar og óbeinar spurnarsetningar, dæmigert S2-umhverfi hins vegar skýringarsetningar og stigsetningar (svo X að ..., þar sem X er oft lo.) og blandað umhverfi allar aðrar atvikssetningar. Blandað umhverfi flokka þau þó með S3-um- hverfi í greiningu á skandinavísku málunum. 13 Kí-kvaðratspróf Pearsons sýnir að á f.hl. 19. aldar er p-gildið = 0,003008. Væntingartíðni S3 í dæmigerðu S3-umhverfi árin 1875 og 1900 er (mun) lægri en 5 og heimilar því ekki fyrrnefnt marktæknipróf. 14 Umdeilt er hvað megi ráða af breytingum á tíðni, ekki síst hvort túlka beri það sem breytingar á málkunnáttu ef notkun setningafræðilegrar form- gerðar eykst eða minnkar eða hvort það sýni e.t.v. fremur sveigjanleika í málbeitingu, ef fyrirbærið kemur fyrir á annað borð (sjá t.d. Margréti Guðmundsdóttur 2008:30-32).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.