Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 163

Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 163
Ritdómur 151 ar til grundvallar í söfnun efnis, Islensk orðabók Menningarsjóðs (hér eftir nefnd ÍO; Árni Böðvarsson (ritstj.) 1983 og Mörður Árnason (ritstj.) 2002) og Dönsk orðabók Freysteins Gunnarssonar (Freysteinn Gunnarsson 1926, 1957). Lögð var áhersla á almennan orðaforða „en sneitt hjá sjaldgæfustu fornyrðum og sérfræðiorðum" eins og segir í formála fyrstu útgáfu. Við endurskoðunina nú hafa nokkrar heimildir bæst við. Farið var yfir Clavis poética eftir Benedikt Grön- dal frá 1864 og Eddulykla Guðna Jónssonar frá 1954 til að afla orða úr fornmáli og skáldamáli. Samkvæmt formála þriðju útgáfu hafa þessar heimildir þó verið lítið nýttar í bókinni. Rússnesk-íslensk orða- bók Helga Haraldssonar (1996) lagði til mörg ný orð og orðasambönd. Þriðja útgáfa af Islenskri orðabók (þriðja prentun, frá 2005) var einnig nýtt til söfnunar, en hún vakti nokkra umræðu, jafnvel hneykslun, á sínum tíma fyrir að birta meira af talmáli nútímans en venja hafði verið í virðulegum orðabókum um íslensku. I formála er einnig nefnt að Pétur Halldórsson og Guðrún Kvaran hafi tekið þátt í að safna samheitum frá almenningi gegnum útvarpsþáttinn Vítt og breitt. Ekki er minnst á að bókin hafi þegið neitt frá orðabókum Jóns Hilmars né úr Slangurorðabókinni sem Svavar sjálfur hefur tekið þátt í að setja saman. Þriðja útgáfa Samheitaorðabókarinnar er í öllum meginatriðum svipuð hinni fyrstu nema hvað orðaforði er aukinn og endurskoðaður eins og eðlilegt er. Samkvæmt formála eru nú í bókinni 48 þúsund flettur en voru 44 þúsund í fyrri útgáfum. Til samanburðar eru ríflega 100 þúsund „leitarhæf uppflettiorð" í tölvutækri gerð íslenskrar orða- bókar frá 2007, en samheitaorðabók er annars eðlis en orðabók með skýringum. Hún er miklu nær því sniði sem er á Stóru orðabók Jóns Hilmars um íslenska málnotkun þar sem undir tiltölulega fáum fletti- orðum eru talin mörg önnur orð og orðasambönd. Mörgum kann að þykja sem fjölgun flettiorða um innan við tíu af hundraði sé frekar rýr viðbót á 37 árum, sé miðað við að fyrsta útgáfan var fyrsta tilraun til að taka saman bók af þessu tagi. Tryggur notandi fyrri útgáfu Is- lenskrar samheitaorðabókar árum saman gerir sér altjent vonir um að orðum í bókinni hafi fjölgað um meira en tíu af hundraði, og það má vel vera, en tölulegar upplýsingar í formála um efnivið bókarinnar eru af skornum skammti. Blaðsíðum hefur fjölgað úr 582 í 760 síður svo ljóst er að samheitum og orðasamböndum hlýtur að hafa fjölgað töluvert. Val á orðum í samheitaorðabók hlýtur að vera svolítið öðruvísi en val á orðum í venjulega orðabók. Orð sem á sér ekkert samheiti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.