Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 77

Orð og tunga - 01.06.2015, Blaðsíða 77
Penas Ibánez og Erla: Með lijartað í lúkunum 65 á móti til hins sértæka eða óhlutbundna. Eins og Þórhallur Eyþórsson bendir á eru upptakasvið og marksvið í „raun sambærileg við kennilið og myndlið í hefðbundinni umfjöllun um myndhvörf og líkingar" (2012:247). Kerfisbundin miðlun, eða yfirfærsla, þátta frá upptakasviði til marksviðs kallast vörpun en frá upptakasviðinu varpast eða yfirfærast þættir sem skýra marksviðið. Þekkt dæmi úr ranni hugrænna líkingafræða er til að mynda hug- takslíkingin ástin er ferðalag þar sem upptakasviðið er ferðalag og marksviðið ástin. Svo má velta vöngum yfir því hvert stefnir í þessu ástarsambandi, hvaða hindranir verða á vegi þeirra sem mynda sam- bandið, hvort það verði aftur snúið þegar að krossgötum er komið eða hvort komið sé að leiðarlokum og þar fram eftir götunum (Lakoff 1993). Annað dæmi er deilur eru stríð þar sem beitt er myndmáli sem heyrir undir átök eða stríð eins og sjá má í dæmum á borð við I umræðuþættinum réðst Jón að andstæðingi sínum og sagði skoðanir hans með öllu óverjandi (Lakoff og Johnson 2001:40-43). Önnur kunn hug- takslíking er líkaminn er ílát sem skýtur upp kollinum m.a. þegar geðshræring eins og reiði á í hlut: reiði er heitur vökvi í íláti (Lakoff og Kövecses 1987; Lakoff 1993). Þessi hugtakslíking liggur að baki orðasamböndum eins og að springa úr reiði, það sýður á einhverjum af reiði ogfroðufella afreiði. Þá má geta þess að Lakoff og Johnson (2001) telja viðtekin myndhvörf vera hugtakslíkingar sem eru inngrónar í mál og hugsun afmarkaðs hóps eða samfélags þar sem þær eiga alla jafna langa sögu að baki. Sumar hugtakslíkingar standa fastari fótum en aðrar eins og til dæmis ástin er ferðalag í samanburði við ást er sameiginlegt listaverk. Sú síðarnefnda gæti verið skammlíf hug- takslíking innan afmarkaðs hóps málsamfélagsins. Myndhvörf spretta oft af líkamlegri reynslu eða viðbrögðum líkam- ans við ýmiss konar áreiti. Samanburðarrannsóknir hafa leitt í ljós að í ólíkum menningarsamfélögum lýsir geðshræring sér á svipaðan hátt (Wierzbicka 1999, 2000). Með það í huga hafa margir kennimenn á sviði merkingarfræði aðhyllst þá skoðun að myndhvörf spretti meðal annars af sammannlegri reynslu og eru dæmi þar um í myndmáli ólíkra menningarsamfélaga. Því skal þó haldið til haga að myndhvörf eru mörg hver menningarbundin (Dobrovol'skij og Piirainen 2006) og ná ekki út fyrir hugmyndaheim og menningu stakra heimsálfa (algild myndhverfð orðasambönd í Evrópu kallast alla jafna „Euroversals") eða þjóða, samanber myndmál sem á rót sína að rekja til nautaats, til dæmis, og á sér ekki hliðstæður í öðrum tungumálum en spænsku (Luque Durán og Manjón Pozas 1998).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.