Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 38
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllll.. F uglan ýjun gar. 1. Engjasvín (Crex crex (L.)). 28. sept. síðastliðinn fannst einn fugl þessarar tegundar dauður í Vestmannaeyjum, og var hann sendur mér af Þorsteini Einars- syni kennara. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini, hafði veriö hvassviðri af suðaustan seinni hluta dagsins áður og fram á nótt. Þegar fuglinn var fleginn, kom í ljós, að höfuðkúpan var brot- in rétt fyrir ofan nefrótina, svo að efri skolturinn var laus við kúpuna. Þykir mér líklegast, að hann hafi komið um nóttina, og stefnt á ljósin í bænum, en rekið sig á, á fluginu, og rotast, enda fannst hann í miðbænum. Þetta var fullorðinn kvenfugl. Þyngd og mál hans voru þessi: Þyngd 101 g, lengd alls fuglsins 258 mm, vænglengd 141 mm, stéllengd 50.2 mm, neflengd 21.7 mm, ristar- lengd 35.5 mm, miðtáarlengd (með kló) 36.8 mm, kló 5.4 mm. I maganum var aðeins ógreinanleg fæða og smásteinar. Engjasvínið er nýr fugl fyrir Island, því það hefir hvorki sézt né náðzt hér áður, svo vitað sé. Það tilheyrir vatnahænsnaættinni (Rallidae) og er því skylt keldusvíninu, blesöndinni og sefhæn- unni, en telst þó til sérstakrar ættkvíslar (Crex). Það er frekar lítill fugl, svipað að stærð og keldusvín, og að mörgu leyti líkt því í vexti. Nefið er þó miklu styttra en um leið hærra en á keldu- svíninu, og fær engjasvínið við það allt annan svip. Vegna þess, að lýsing á því er ekki til á íslenzku, þykir mér rétt að birta hana hér. Karl- og kvenfugl í sumarbúningi: Á miðju enni og hvirfli og skiptast á gulbrúnar og brúnsvartar langrákir, höfuð á hliðum blágrátt, taumur (rák frá efra skolti að auga), fjaðrirnar í kringum augað og rák aftur frá því, ljósgulbrún. Að ofan (einnig á stéli) er fuglinn annars brúnsvartur með breiðum gulbrúnum, framan til á fjöðrunum öskugráum, fjaðrajöðrum. Handflugfjaðrir dökkmóbrúnar, innfanirnar dekkri og brúnni en útfanirnar, armflugfjaðrirnar rauðari, þær innstu eins á lit og bakið, yfirvængþökur dökkrauðbrúnar, innan til oft með meira eða minna greinilegum gráhvítum þverflikrum. Á kverk og á fram- anverðum hálsi ofan til er fuglinn gráhvítur með rauðgulleitum blæ, aðrir hlutar framanverðs háls og hálshliðar öskugráar eða blágráar með gulbrúnleitum blæ. Á miðri bringu, kviði og undir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.