Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						26. mars 1987 - DAGUR - 13
-íþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Akur-
eyrar-
mót
- í alpagreinum
Akureyrarmótið í svigi í flokki
13 - 14 ára fer fram í Hlíðar-
fjalli á laugardag og hefst kl.
10. Kl. 12 hefst keppni í svigi í
flokkum 10 ára og yngri.
Keppt verður í þremur
flokkum, 8 ára og yngri, 9 ára og
10 ára flokki. Á sunnudag verður
síðan keppt í stórsvigi á Akur-
eyrarmótinu í flokki 13 - 14 ára
og hefst keppni kl. 10. Kl. 12 á
sunnudag hefst svo keppni í svigi
í flokki 11-12 ára.
Aðal-
fundur
Þórs
Aðalfundur Iþróttafélagsins
Þórs verður haldinn laugar-
daginn 28. mars 1987; Fundur-
inn fer fram í starfsmannasal
KEA í verslunarmiðstöðinni
Sunnuhlíð og hefst kl. 14.
Á dagskrá fundarins verða
venjuleg aðalfundarstörf en auk
þess verður rætt um fyrirhugaða
félagsheimilisbyggingu. Þórsarar
eru hvattir til þess að mæta á
fundiri'n og sýna í verki áhuga
sirin á starfi félagsins.
mót
- vélsleðamanna
Landssamband íslenskra vél-
sleðamanna mun halda sitt
árlega landsmót í Kerlinga-
fjöllum um næstu helgi.
Dagskráin verður fjölbreytt að
vanda og mun fjöldi vélsleða-
manna alls staðar að af Iandinu
sækja þetta mót.
Getraunir:
Einn með
12 rétta
Aðeins cimi seðill fannst með
12 réttum leikjum hjá íslensk-
um getraunum um helgina.
Þetta var opinn kerfisseðill
með 162 röðum á kr. 810 sem
hreppti pottinn.
Tólfan gaf kr. 571.470 en seðl-
inum fylgja einnig 9 raðir með 11
réttum þannig að vinningur hans
er kr. 709.233.
Alls komu fram 16 raðir með
ellefu réttum og vinningur á
hverja röð er kr. 15.307
Köku-
basar
Kvennalið Þórs í knattspyrnu
heldur kökubasar á sunnudaginn.
Basarinn fer fram í Laxagötu 5
og hefst kl. 14. Þarna verða stór-
góðar kökur til sölu og þeir sem
ætla að ná sér í bita, verða að
mæta tímanlega.
Handbolti:
Leikur Erlingur Kristjánsson með KA í handboltanum næsta vetur?
Erlingur hættur
hjá Fredriksborg
- Helgi Ragnarsson þjálfar ÍBÍ
Erlingur Kristjánsson sem
leikið hefur handbolta með
norska 1. deildarliðinu Fredr-
iksborg SKI í vetur, hefur
ákveðið að leika ekki með lið-
inu næsta keppnistímabil.
Norsku 1. deildinni er lokið og
hafnaði lið Fredriksborgar í 5.
sæti. Framundan er úrslita-
keppni þar sem 4 efstu liðin í 1.
deild leika um meistaratitilinn.
Erlingur hefur sótt um í
íþróttaháskólann í Osló en í sam-
tali við Dag í gær, sagði hann að
það væru um heimingslíkur á því
að hann kæmist inn í skólann
næsta haúst. „Ef ég fæ inngöngu í
skólann næsta vetur, mun ég
hægja á í handboltanum og ann-
að hvort leika með liði í neðri
deildunum eða hætta alveg. Þetta
hefur gengið upp og niður í vetur
og ég er ekki nógu ánægður með
sjálfan mig," sagði Erlingur.
„Það er nú samt alltaf best að
leika með KA-liðinu og ef ég
verð ekki úti næsta vetur, leik ég
með því," sagði Erlingur enn-
fremur. Hann kemur til landsins
á sunnudaginn og mun hefja
æfingar með knattspyrnuliði KA
fljótlega eftir helgina.
Helgi Ragnarsson þjálfari
Fredriksborg SKI hefur ákveðið
að snúa heim á ný og hætta þjálf-
un erlendis. Hann er þó alls ekki
hættur þjálfun og hefur þegar
ráðið sig sem þjálfara ÍBÍ í knatt-
spyrnu í sumar.
Handbolti:
Fellir KA Hauka?
Einn leikur fer fram í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik
á laugardaginn. KA og Haukar
leika í íþróttahöllinni á Akur-
eyri kl. 14. Þetta er síðasti
heimaleikur KA og næst síð-
asti leikur liðsins í deildinni að
þessu sinni.
Haukamenn sem berjast fyrir
tilverurétti sínum í 1. deild
munu án efa mæta grimmir til
leiks. KA-menn hafa sýnt það í
vetur að það getur ekkert lið
bókað sigur gegn þeim og allra
síst hér á Akureyri. Róður
Haukamanna verður því þungur.
Liðið er í næst neðsta sæti deild-
arinnar, með 8 stig en á ennþá
fræðilega möguleika á því að
bjarga sér frá falli eftir sigurinn á
Fram um síðustu helgi. Til þess
þurfa Haukar að vinna bæði KA
um helgina og KR í síðustu
umferðinni og á meðan þurfa
Framarar að tapa báðum sínum
leikjum, gegn Víkingi og FH. Ef
KA sigrar á laugardag, falla
Haukar í 2. deild.
KA-menn töpuðu stórt fyrir
Stjörnunni um síðustu helgi og
þeir þurfa að spila mun betur á
laugardag en þeir gerðu þá ef
þeim á að takast að vinna.
Knattspyrna:
Leiftur til Englands
Knattspyrnulið Leifturs í
Ólafsfirði heldur til Englands í
næsta mánuði. Liðið mun
dvelja í æfingabúðum í útjjti^i
London og auk þess spila eina
þrjá æfingaleiki. Þá verður að
sjálfsögðu farið á völlinn og
fylgst með leikjum í 1. deild-
inni cnsku. Haldið verður utan
með 22 manna hóp þann 9.
apríl og komið heim 18. apríl.
Leiftursmenn hafa æft af krafti
síðustu mánuði en leikmenn liðs-
ins eru dreifðir vítt um landið. 11
manna hópur æfir í Reykjavík
undir stjórn Óskars Ingimundar-
sonar þjálfara, nokkrir æfa með
Þór á Akureyri og enn aðrir æfa
heima í Ólafsfirði. Leiftursmenn
unnu 3. deildina í fyrra og þeir
ætla sér stóra hluti í 2. deildinni í
sumar.
í fyrra haust var byrjað á æf-
ingagrasvelli í Ólafsfirði og verður
síðan meiningin að hefjast handa
við gerð nýs grasvallar sem
staðsettur verður sunnan við
núverandi malarvöll. Er ætlun
heimamanna að nota sandinn
sem dælt verður upp við dýpkun
hafnarinnar, í undirlag á völlinn.
Ef allt fer samkvæmt áætlun ætti
að vera hægt að leika á vellinum
1988.
Kemst Þór
í 1. deild?
- Liðið leikur við ÍBV á
Akureyri annað kvöld
Annað kvöld kl. 20 leika Þór
og ÍBV í 2. deildinni í hand-
bolta. Þetta er án efa mikil-
vægasti Icikur sem fram fer í
Höllinni á Akureyri á þessu
keppnistímabili. Leikurinn
sker úr um það hvort liðið, Þór
eða ÍBV fylgi ÍR í 1. deildina
að ári. Liðin eru jöfn að stigum
fyrir þessa síðustu umferð.
Þórsarar standa þó betur að
vígi þar sem þeir unnu fyrri
leik liðanna sem fram fór í Eyj-
um og þeim nægir því jafntefli
annað kvöld.
Dagur hafði samband við
Erlend Hermansson þjálfara Þórs
og spurði hann hvernig þessi
mikilvægi leikur legðist í hann.
„Hann leggst mjög vel í mig.
Strákarriir eru ákveðnir í því að
vinna leikinn. Við erum búnir að
vinna þá einu sinni í vetur og ætl-
um að gera það aftur. Hjá mér
eru allir leikmenn heilir ög þeir
ætla að selja sig dýrt. Þá hefur
Árni Stefánsson hafið æfingar
með liðinu og það bendir flest til
þess að hann leiki með gegn ÍBV.
Ég skora á bæjarbúa að fjöl-
menna í Höllina og hvetja okkur
til sigurs. Oft hefur verið þörf en
nú er nauðsyn. Það væri stórkost-
legt að sjá fulla Höll af áhorfend-
um og þeir mættu koma með
trommur, flautur, hrossabresti og
annað slíkt með sér. Áhorfendur
hafa staðið mjög vel við bakið á
okkur í vetur og ég vona að þeir
bregðist okkur ekki núna," sagði
Erlendur Hermannsson.
Dagur hefur haft af því spurnir
að með ÍBV liðinu komi hópur
áhorfenda og því þurfa Akureyr-
ingar að fjölmenna í Höllina og
kæfa hvatningarhróp þeirra um
leið og þeir hvetja Þór til sigurs.
„Ætlum að vinna leikinn," segir
Erlendur Hermannsson.
Frábær árangur
Eyjólfs Sverrissonar
- í 1. deildinni í körfubolta í vetur
Keppni í 1. deild á íslandsmót-
inu í körfuknattleik er lokið
eins og komið hefur fram í
blaðinu. 20. og síðasta umferð-
in var leikin um síðustu helgi.
ÍR stóð uppi sem sigurvegari,
Þór varð í 2. sæti, UMFG í 3.
sæti, UBK í 4. sæti, UMFT í 5.
sæti og ÍS í því 6. Eyjólfur
Sverrisson var langstigahæstur
Ieikmanna 1. deildar og sýndi
einnig langbestu vítahittnina.
Svona rétt í lokin er rétt að
skoða hvaða leikmenn það voru
sem skoruðu flest stigin, sýndu
bestu vítahittnina, skoruðu flest-
ar þriggja stiga körfur og síðast
en ekki síst fengu flestar villur í
deildinni í vetur. Þegar síðast
talda atriðið er skoðað kemur
dálítð forvitnilegt í ljós.
Stigaskor:
1. Eyjólfur Sverriss. UMFT   528
2. ívar Webster Þór        434
3. Guðm. Bragas. UMFG    360
4. Helgi Gústafsson ÍS       352
5. Karl Guðlaugsson ÍR      347
6. Hjálmar Hallgr.son UMFG 345
7. Konráð Óskarsson Þór     333
Þriggja stiga körfur:
1. Karl Guðlaugsson ÍR      45
2. Konráð Óskarsson Þór     37
3. Eyjólfur Sverrisson UMFT   22
4. Kristján Rafnsson UBK     17
5. Hannes Hjálmarsson UBK   16
6. Hjálmar Hallgr.son UMFG  16
Vítahittni: (fjöldi skota,
og nýting)
1. Eyjólfur Sverrisson UMFT
205/166 80
2. Hannes Hjálmarsson UBK
45/35 77.
3. Sigurður Bjarnason UBK
79/61 77
4. ívar Webster Þór
59/45 76
5. Jóhannes Sveinsson ÍR
56/41 73.
6. Karl Guðlaugsson ÍR
53/38 71.
Flestar villur:
1. Kári Marísson UMFT
2. Sverrir Sverrisson UMFT
3. Eyjólfur Sverrisson UMFT
4. Rúnar Árnason UMFG
5. Konráð Óskarsson Þór
6. Guðmundur Björnsson Pór
7. Eiríkur Sigurðsson Pór
stig
98%
78%
22%
27%
21%
70%
75
73
72
70
70
66
64
Ætla má að leikmenn Tinda-
stóls og Þórs hafi tekið hraust-
lega á mótherjum sínum í vetur,
alla vega sýnist manni það þegar
taflan yfir þá leikmenn sem fengu
flestar villur í vetur er skoðuð.
Tindastólsmenn eru þar í nokk-
rum sérflokki en Þórsarar fylgja
fast á eftir og saman hafa norðan-
liðin verið í nokkrum sérflokki
hvað þetta varðar.
Eyjólfur Sverrisson leikmaður
Tindastóls átti frábært keppnis-
tímabil eins og sést hér að ofan
og hann er svo sannarlega maður
framtíðarinnar í kórfuknattleik.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16