Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 232. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18

MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
Snekkja morgunroðans
k
Enn er hitastillta bað-
blöndunartækiðfrá
Danfoss nýjung fyrir
mörgum. Hinirsemtil
þekkja njóta gæða
þeirraogundrast
lágaverðið.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2.REYKJAVÍK
IZUMI
STÝRILIÐAR
Allar stærðir fyrír allar
spennur. Festingar fyrir
DIN skinnur.      i
Gott verð.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
UVGER-SÉRR^NTANIR-WÓNUSTA
*
\
INNIHURÐIR
Vandaöar innihuröir úr
beyki, lamileik og
hvítmálaðar      meö
karmi, gereftum, skrá
og lömum frá kr.
5.760.00.
Einnig bílskúrshurö-
ir, léttar og meö ein-
angrun og göngu-
hurðir.
Nýborg á nýjum
staö, Skútuvogi 4,
sími 82470. Nýborg.
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Indriði G. Þorsteinsson:
Jóhannes Svcinsson Kjarval.
Ævisaga.
í'tlit: Hafsteinn Guðmundsson.
Val málverka og umsjón með prent-
un þeirra: Frank Ponzi.
Útgáfustjóri: Eiríkur Hreinn Finn-
bogason.
Almenna bókafélagið 1985.
Það er eins og allir hafi sínar
minningar um Jóhannes Sveinsson
Kjarval.
Sá sem betta ritar á líka sína
minningu.
Minningin er um einlægan og
hjartahreinan mann sem bar
umhyggju fyrir öllum sem voru
kallaðir til að fást við listir, engu
máli skipti hvað listgreinin nefnd-
ist. Ekki sakaði að hún væri skáld-
skapur eða í ætt við skáldskap.
Þegar við Alfreð Flóki heimsótt-
um Kjarval eitt sinn fór hann með
ljóð. Eg nefndi nafn Einars Bene-
diktssonar. Það hefi ég ekki átt
að gera. Eftir það var Kjarval allur
í ljóðum einkum vísum. Það var
ekkert hægt að ræða við hann.
Skáldskapur og harðfiskur tók hug
hans allan.
Kjarval var vissulega heillaður
af Einari Benediktssyni. Af því að
Einar var ekki málari tók Kjarval
það að sér að túlka hugsanir Ein-
ars í málverki. Og hann orti líka
í stíl Einars. Ljóðið sem stendur
fremst í Ævisogu Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals er með dálít-
inn svip af Einari. Lítum á annað
erindi:
Fyrir innan brim og boða
bragar snekkja morgunroða
albúinviðúthafsdyr.
Horf i ég upp í himinsþilin,
hvar eru þekktu stjðrnuskilin
ef einhver kemur og um það spyr.
(Kvæðið ljúfa
Ég veit ekki hvort Indriði G.
Þorsteinsson hefur haft það í huga
þegar hann hóf ritun Ævisogu
Jóhannesar Sveinssonar Kjarvais
að gera list hans skil svo að allir
mættu við una. Það held ég að
honum hafi ekki tekist. En mann-
inn hefur hann fært okkur í mjög
vel ritaðri sögu. Listamaðurinn er
auðvitað maðurinn. Þannig mætti
segja að Indriði hafi lýst lista-
manninum. Við látum auðvitað
aðra dæma um það. Mest er um
vert að við getum nálgast Kjarval
með hjálp Indriða. Hann segir
okkur heilmikið um manninn og
listamanninn vegna þess að sjálfur
hefur hann margt að segja og
hefur vald á sjaldgæfri frásagnar-
list.
3.
Það fer ekki milli mála að það
er gífurlegur fengur að lesa jafn
vel ritaða Ævisogu Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals. Indriði G.
Þorsteinsson hefur skráð Ævisög-
una með þeim hætti að láta lista-
manninn njóta sín, en þrátt fyrir
allt er það góður félagsskapur
rithöfundarins sem ræður ferð-
inni. Það er því ekki út í hött það
sem Davíð Oddsson segir í for-
málsorðum:
„Sama verður um sögu hans.
Hún verður aldrei skráð í eitt
skipti fyrir öll. Það er fagnaðar-
efni, að góður maður og góður
rithöfundur tókst á hendur hluta
af því ægiverkefni, og skilar því
vel."
Það má auðvitað minna á það
að til að skrifa góðar bækur er
ekki nóg að vera góður maður. En
við skulum láta það liggja milli
hluta.
Það sem mér þykir einkenna
Ævisögu Jóhannesar Sveinssonar
Kjarvals og gæða hana lífi er fyrst
og fremst frásögnin hógvær, en
markviss. Viðhorf Indriða G. Þor-
steinssonar og mat hans á Jóhann-
esi Sveinssyni Kjarval sæta ekki
stórtíðindum. Allir eru sammála
um hinn mikla brautryðjanda ís-
lenskrar málaralistar og stærð
hans, en það er í frásögninni sem
líf kviknar. Fljótlega nær stíllinn
tökum á lesandanum. Gluggum í
fyrsta kafla:
„Miðbærinn í Efriey var ekki
háreist höll, heldur fjósbaðstofa,
þar sem ein eða tvær kýr stóðu
undir palli og veittu yl til fólksins
uppi í baðstofunni. Þarna fæddist
Jóhannes Sveinsson inn í barna-
mergðina og fátæktina, en engu
að síður inn í glaðvært og
skemmtilegt heimilislíf, þar sem
móðirin var óþreytandi að syngja
fyrir börnin sín og kenna þeim,
fyrir utan faðirvorið, kvæði og
Jóhannes Kjarval
fyrirbænir, bæði langar og stuttar.
Vegna barnafjöldans fóru sumir
drengjanna ungir að heiman,
þangað sem notaðist af þeim við
snúninga og setur yfir kvíaám.
Þorsteinn Kjarval var fimm ára,
þegar hann fór til Runólfs í
Nýjabæ. Svo virðist sem um eins
konar framfæri hafi verið að ræða
og hafi átt að koma Þorsteini að
Meihól. Faðir hans reið með hann
þangað, en húsfreyja stóð á hlaði
og sagði: „Ég hef gefið heilan sauð
með öllum kjötum." Þótti þetta
skrýtilega til orða tekið og geymd-
ist tilsvarið í minni Jóhannesar
og fleiri, enda mun Þorsteinn hafa
haft þessa orðræðu á lofti. í það
sinn fóru þeir feðgar að Nýjabæ."
Þetta kjarnmikla dæmi um frá-
sögn Indriða verður samt ekki látið
nægja. Hann er hinn magnaðasti
þegar þjóðlegur fróðleikur er ann-
ars vegar. Ekki skal spillt fyrir
mörgum væntanlegum lesendum
Ævisögu Jóhannesar Sveinssonar
Kjarvals, en hvernig líst mönnum
á frásögn á borð við þessa:
„Fyrsta dagleið var að Svína-
felli. Þegar þangað kom var hinn
mikli útvörður sandanna, Lóma-
gnúpur, að baki, einnig Núpsvötn
og Skeiðará. Næsta dag var haldið
um Breiðamerkursand að Reyni-
völlum. Þennan dag var farið á
jökli, eins og venjulega yfir Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi. Þriðja
daginn héldu pósturinn, Sveinn og
Þórunn með drenginn Jóhannes
um Suðursveit, framhjá bænum
Rauðabergi, þar sem Sverrir lang-
afi Jóhannesar hafði búið, og yfir
Hornafjarðarfljót að Bjarnanesi.
Indriði G. Þorsteinsson
Eftir það er ekki ljóst hverjar
dagleiðirnar voru, en Þórunn
komst heilu og höldnu með frænda
sinn til Geitavíkur."
Indriða G. Þorsteinssyni tekst
vel að lýsa sambandi þeirra Tove
Merrild og Kjarvals, þeim öfug-
snúnu hlutum sem stuðluðu að því
að þau urðu að skilja. Tove var
góður rithöfundur eins og Indriði
leiðir í ljós, sígilt dæmi um það
að aðeins hinar bestu konur eru
reiðubúnar til að deila sorg og sút
með miklum listamönnum og elska
þá. En Tove gat ekki verið þolin-
móð og umborið Kjarval og hið
smáa samfélag sem fóstraði hann.
Hún verður ekki ásökuð. Ég las
með mikilli athygli frásogn Ind-
riða, en úr huganum vék ekki
umfjöllun Matthíasar Johannes-
sen í Kjarvalskveri.
Og nú er bók Indriða G. Þor-
steinssonar komin út, kannski ekki
endilega eins og við héldum að hún
yrði, en engu að síður mikilvæg
tilraun til að skilja og meta þann
mann sem var flestum stærri í list
sinni og um leið einkennilega líkur
hinum smæsta. Hver var trúður-
inn Kjarval? Þar leyndist hann að
mínu mati og ég læt því ósvarað
hve mikill hluti af því sem hann
sagði og gerði vitnaði um veikleika
hans. Einar Benediktsson orti um
villu og draum. Villan og draumur-
inn voru rík í fari Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals. En grund-
vallaratriði í fari fleiri manna.
Valdahroki
eftir Kára Jónsson
Lítil frétt á annarri síðu Mbl.
sl. föstudag vakti athygli mína.
Þar er frá því sagt að Hlaðvarpinn
hlutafélagið Vesturgata 3 hafi
fengið fjárstyrk úr ríkissjóði að
upphæð 2 milljónir króna sam-
kvæmt ákvörðun Alberts Guð-
mundssonar fjármálaráðherra.
Það eru konur sem standa að áður-
nefndu hlutafélagi. Tilgangur þess
er að reka menningarmiðstoð og
félagsheimili fyrir konur á Vestur-
götu 3 í Reykjavík. Félagið sem
ekki á sér langa sogu var komið i
greiðsluþrot og gat ekki staðið við
fjárskuldbindingar sínar.
í fréttinni greinir frá því að
Albert Guðmundsson hafi sagt í
samtali við blaðið „að hann ræddi
þetta mál ekki við Morgunblaðið".
Þetta svar lýsir furðulegum valda-
hroka. Ráðherrann hlýtur að vita
að flestir lesendur Morgunblaðsins
eru skattborgarar í þessu landi og
vilja gjarnan fylgjast með hvernig
skattpeningum þeirra er ráðstaf-
að. Ef Albert Guðmundsson hefði
greitt milljónirnar úr eigin vasa
hefði það verið hans mál og cngum
komið það við. En í þessu tilviki
var slíku ekki til að dreifa og því
bar honum að svara hvaða rök
lægju að baki þessari ráðstöfun.
um. Getur þetta örvæntingarfulla
fólk labbað sig upp í fjármálaráðu-
neyti og fengið þar án skilyrða þá
peninga sem það svo sárlega van-
hagar um.
Albert Guðmundsson má mín
vegna kaupa sér vinsældir en til
þeirra verka verður hann að nota
eigin fjármuni.
Ilöfundur er Póst- og símstöðrar-
stjóri á Sauðárkróki.
Kári Jónsson
„Ef Albert Guðmunds-
son hefði greitt milljón-
irnar úr eigin vasa hefði
það verid hans mál og
engum komið við."
Um þessar mundir eiga hundruð
ef ekki þúsundir landsmanna
heimili sín undir uppboðshamrin-
SKÁKSKÓLANUM var á fimmtudag afhent vegleg gjöf, 10 Seiko
kvartz-skákklukkur, frá Þýzk-íslenzka verzlunarfélaginu. Seiko-
skákklukkurnar eru einar þær allra nákvæmustu á markaðnum.
Á myndinni sézt þegar Garðar ólafsson, úrsmiður á Lækjartorgi,
t.v.. og Ragnheiður Lárusdóttir frá þýzk-íslenzka afhentu J6ni
L. Árnasyni, skólastjóra Skákskólans, klukkurnar.
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60