Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 8
i8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
Yfirlitsmynd frá sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Yfirlitsmynd frá sýningunni í listasafni ASÍ.
Gjöf Ragnars í Smára
Myndlist
BragiÁsgeirsson
Á þessu ári eru þrjátíu ár frá
því að Ragnar Jónsson í Smára
gaf meginhluta safns síns Alþýðu-
sambands ísiands.
Það mun hafa átt nokkurn að-
. draganda, en meginhugsunin hjá
Ragnari mun fyrst og fremst hafa
verið sú, jið koma þessum myndum
á framfæri við þjóðina með ein-
hverjum hætti, og mun hann áður
hafa boðið borgarstjóra safnið ef
borgin byggði yfir það, en því
verið hafnað.
Að gefa borgum söfn sín orkar
oftar en ekki tvímælis og eru um
það mörg dæmi, t.d. gaf hinn
mikli listaverkasafnari og vinur
Edvards Munchs, Rolf Stenersen,
Óslóborg allt sitt viðamikla og
merkilega listaverkasafn með
þeim skilyrðum að borgin byggði
yfir það. En nú meira en hálfri
öld seinna, er húsið að ég best
veit óreist!
Auk þess eru slík einkasöfn
oftar en ekki þunglamalegar
byggingar og njóta lítillar aðsókn-
ar almennings.
Og hvernig sem á allt er litið,
er það gríðarlega vandasamt að
reka einkasöfn, því þau eru svo
séreðlis, og á seinni tímum hefur
verið gripið til þeirra ráða að halda
einnig uppi í þeim annarri sýning-
arstarfsemi til að gera þau for-
vitnilegri.
Ég var viðstaddur þá eftir-
minnilegu stund, er sýnishorni úr
safni Ragnars í Smára var komið
fyrir í Listamannaskálanum gamla
við Kirkjustræti og safnið afhent
Alþýðusambandinu, og er hún mér
í fersku minni.
Þá voru fljótlega uppi miklar
bollaleggingar um framtíðarhús-
næði yfir gjöfína og ætlaði margur
það létt verk af stærstu samtökum
þjóðarinnar að byggja yfir hana.
En svo sem oft vill verða í
slíkum tilvikum, hefur þróunin
orðið önnur en menn ætluðu í
upphafi, og þannig hefur gjöfin í
langan tíma verið varðveitt í ein-
hvers konar geymslu og leigu-
stofnun á listaverkum, samkvæmt
erlendri fyrirmynd stærri þjóðar-
heilda, en á allt öðrum forsendum,
því að í þessu litla landi verða
verkin þá að beinum samkeppnis-
aðila við starfandi listamenn, sem
síst af öllu mun hafa verið ætlun
Ragnars.
Þvert á móti mun það hafa ver-
ið ætlun Ragnars, að vekja áhuga
alls almennings á lifandi myndlist
og gera gjöfina að vítamínsprautu
iðkunar myndlistar á landinu.
Segja skal hveija sögu eins og
er, en ekki nota safnið til sjálfs-
hyllingar og áróðurs svo sem gert
hefur verið í einu dagblaðanna.
Listasafn ASÍ hefur aldrei kom-
ist í eigið húsnæði, og vistarverur
T’- T' ' ' ■ '*** '' ''' '
Mynd Kjarvals af Ragnari.
þess í dag eru alls ófullnægjandi,
þótt sýningarsalirnir séu ágætir,
og átti víst ekki að vera til fram-
búðar, enda var safnið svo til kom-
ið á götuna fyrir fáum árum að
því að mér var tjáð.
Sem betur fer þá hefur starf-
semi þess tekið fjörkipp á
síðstliðnum árum, en þó er mikið
verk framundan við að byggja upp
jafna og almenna aðsókn og verð-
ur ekki gert nema með mikilli út-
sjónarsemi og brögðum listar.
— í tilefni þessara tímamóta eru
nú tvær sýningar í gangi í höfuð-
borginni, annarsvegar í eystri sal
Kjarvalsstaða og hins vegar í
húsakynnum safnsins.
Á Kjarvalsstöðum hefur verið
komið fyrir myndum eldri kyn-
slóða og skipa elstu listamenn
þjóðarinnar, með brautryðjend-
urna Ásgrím, Jón Stefánsson og
Kjarval, heiðurssess ásamt nokkr-
um þekktustu málurum eftirstríðs-
áranna.
En í sölum listasafns ASÍ er
uppi sýning sem nefnist „Ungir
listamenn“.
Þessi skipting er kannski ágæt
út af fyrir sig, en gefur þó ekki
rétta hugmynd af Ragnari. Víst
hélt hann hinum elstu stíft fram
og gaf út í félagi við Kristján Jóns-
son í Kiddabúð nokkrar lista-
verkabækur um brautryðjend-
urna, sem í þann tíma var ein-
stakt afrek í íslenskri menningar-
sögu.
En Ragnar í Smára bar hag
allrar íslenskrar myndlistar fyrir
bijósti eins og annarra listgreina
og dró ekki listamenn í dilka eftir
aldri. Fengi hann áhuga á lista-
manni festi hann sér einfaldlega
verk hans án tillits til aldurs eða
listastefnu. Hann hélt sem sagt
fram ferskri og lifandi list — ungri
list eftir listamenn á öllum aldri.
Naumast var til markaður né pen-
ingar til bókaútgáfu um verk yngri
listamanna, en í þess stað virkjaði
hann þá á annan hátt með því að
gefa þeim ýmis verkefni t.d. við
gerð bókakápa og myndlýsinga í
bækur.
Ragnar var þannig maður allra
kynslóða og alls þess sem honum
fannst vel gert og vakti áhuga
hans. Er hann var gripinn af
myndlistarverkum festi hann sér
þau oft án þess að hann ætti hand-
bært fé fyrir þeim, en greiddi þau
alltaf einhvern veginn upp.
Fyrir þessa eiginleika hans á
síður að skipta Iistamönnum í það
sem menn nefna að árum unga
listamenn og svo eldri listamenn
eins og þessi kynslóðaskipti séu
afgerandi um ferskleika myndlist-
arverkanna.
En það er hárrétt að hann bar
hag ungra listamanna fyrir bijósti
og vildi veg þeirra sem mestan
og þann eiginleika hans ber vita-
skuld að heiðra.
Hins vegar hefði verið æði for-
vitnilegt að sjá þverskurð af lista-
verkaeign hans og verk hinna
ungu innanum, sem safnið festi
sér að sjálfsögðu um leið.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er
mjög falleg og áhugaverð og eink-
um munu hinar ungu kynslóðir
hafa gott af að skoða hana því
að sjaldan sést viðlíka úrval
íslenskrar listar á einum stað.
Sýningin er þannig haldin á
röngum tíma því hún á svo sannar-
lega erindi til skólafólks, bæði í
almennum skólum svo og lista-
skólum.
Ný kynslóð er vaxin úr grasi,
sem þekkir lítið til þessara manna
og jafnvel nýútskrifaðir listsögu-
fræðingar úr erlendum skólastofn-
unum standa hér á gati að því er
sagt er. Þetta fólk heimtar þó allt
nýtt og ferskt bióð inn í íslenzka
myndlist, en án þess þó að þekkja
hana! Nýja blóðið er það sem við-
komandi hafa séð í erlendum tíma-
ritum eða hafa lært ytra.
Eins og staðið er að sýningun-
um tveim, er þess ekki að vænta
að þær hljóti þá aðsókn sem æski-
legt væri og er hér ekki hægt að
kenna góðviðrinu einu um.
— Þegar sýningin á Kjarvals-
stöðum er skoðuð í kjölinn kemur
í ljós hve næma tilfinningu Ragn-
ar hafði fyrir málverkum, því hon-
um hefur í mörgum tilvikum tek-
ist að festa sér mjög einkennandi
lykilverk á ferli einstakra lista-
manna og eru sum þeirra á þess-
ari sýningu.
Þar er margt málverka sem eld-
ast ekki frekar en öll góð list, en
það er alveg víst að hæfileikinn
til að upplifa sömu myndina á ný
í hvert skipti sem hún er skoðuð,
hefur lengi verið á undanhaldi á
þessum tímum hraða og vægðar-
lausrar kröfu um endurnýjun. Sú
krafa er löngu úrelt því hið nýja
er jafnan gamalt vín á nýjum
belgjum og þannig gerðu Assírísk-
ir snillingar verk í stein fyrir þrem
þúsundum ára, sem myndu falla
inn í hið nýjasta í nútímalist, auk
þess, sem að baki myndverkanna
var mögnuð háspeki og djúp heim-
speki.
Eitthvað hafa menn verið úti
að aka við gerð sýningarskrár, því
annarsvegar er um að ræða af-
langa óhandhæga skrá með mynd-
um af listaverkum úr eigu safnsins
sem fæst eiai á sjálfri sýningunni,
og hins sama er að segja um
myndirnar frá sýningu ungra lista-
manna í minningu Ragnars. Slík
vinnubrögð eru mjög séríslensk
og sjást yfirleitt ekki annars stað-
ar.
Nafnaskráin er svo ljósritaður
einblöðungur, sem fer fram hjá
flestum, en miðarnir sem eru fest-
ir við hlið myndanna gefa ekki
allar upplýsingar t.d. vantar ártöl.
Smámunasemi munu einhveijir
hugsa, en þetta sér maður einmitt
hvergi í marktækum listhúsum
ytra.
Sýning ungu myndlistarmann-
anna er séstæð fyrir það, að erfitt
er að komast að því eftir hvern
listaverkin eru enda eru þau öll
ónúmeruð!
Þetta vildu listamennirnir sjálfir
og er í þessu formi ófrumlegur
kjánaskapur, sem fælir fólk frá
sýningum.
Manni þykir um og ó að þurfa
að hnýta á þennan hátt í sýningar
hér heima, en hjá því verður ekki
komist og ansi er þetta klént frá
hálfu fólks sem vill vera með í því
nýjasta að utan. Og hví þá ekki
einnig hvað framkvæmdir sýninga
snertir?
Sýning ungu listamannanna
telst nokkuð á eftir tímanum, þrátt
fyrir að auðsjáanlega geri þeir sér
mikið far um að vera með á nótun-
um.
Slíkri sýningu þarf að fylgja
heimspeki og hún þarf að vera
skýrlega fram borin, og þótt hér
megi sjá athyglisverðar tilraunir
gerir form sýningarinnar og sér-
viska í kringum hana framkvæmd-
ina hálfvandræðalega.
Einmitt sú staðreynd að minn-
ingu Ragnars í Smára ber að halda
á lofti með sem mestum ágætum,
gerir miklar kröfur til vinnubragða
við framkvæmd sýninga af þess-
ari gerð. Og þótt sýningin á Kjarv-
alsstöðum sé mjög áhugaverð og
stórbrotin verk innan um uppfyllir
hún ekki ströngustu kröfur.
í ganginum eru til sýnis for-
lagsbækur og sitthvað fleira af
athafnasemi Ragnars og er það
lífleg viðbót en hefði mátt vera
enn fyllri.
Stórhugur Ragnars Jónssonar í
Smára er einstakt fyrirbæri í
menningarsögu tuttugustu aldar-
innar hér á landi, og við höfum
engan slíkan eignast síðan hann
féll frá, þótt viðgangur íslenskra
lista á seinni timum kalli á marga
slíka.
Hann hafði vilja til fram-
kvæmda og miklar hugsjónir, sem
leiðir hugann til hinna miklu list-
höfðingja endurreisnartímabilsins,
og var um leið líkastur loftvog á
hræringar samtímans.