Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVA
LMENNAR
MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVtK
SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FOSTUDAGUR 26. JUNI 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Mannréttindadómstóll Evrópu:
Tjáningarfrelsi
skert meira
ennauðsyner
Mannréttindadómstóll Evr-
ópu hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að brotið hafí verið
gegn Mannréttindasáttmála
Evrópu með dómi Hæstaréttar
íslands yfir Þorgeiri Þorgeirs-
syni rithöfundi fyrir meiðyrði í
garð lögreglunnar í Reykjavík
og brot gegn 108. grein al-
mennra   hegningarlaga.   Þor-
Morgunblaðið/Aki
Marinó Jónsson með metlax-
inn og stöngina góðu.
Bakkaá í Bakkafírði:
Stærsti lax
sem veiðzt
hefur úr á
Bakkafírði.
PJÖRUTÍU og þriggja punda
Iax, um 130 sentimetra lang-
ur, veiddist í Bakkaá í Bakka-
firði í fyrradag. Þetta var
ekki aðeins stærsti laxinn úr
Bakkaá, heldur stærsti lax,
sem veiðzt héfur í á hérlend-
is. Hins vegar var þetta fyrsti
lax veiðimannsins, Marinós
Jónssonar.
Að sögn Marinós tók um 20
mínútur að landa stóriaxinum.
Marinó kvaðst sæll og glaður
með fenginn, enda er hann al-
veg óvanur stangveiðimaður.
Veiðistöngin var Iítil stöng, sem
hafði verið keypt í pakka ásamt
spúninum, sem Marinó tókst
að krækja í laxinn með. Veiði-
tækin voru keypt saman í
pakka í kaupfélaginu á Bakka-
fírði fyrir 2.000 krónur.
Stærsti lax, sem veiðzt hefur
hér við land, er Grímseyjarlax-
inn svokallaði, sem veiddist
undan Grímsey 1937. Hann vó
49 pund eða 24,5 kíló og var
132 sentimetra langur. Tveir
stærstu laxar, sem vitað er að
hafí veiðzt í ám, komu báðir
úr Hvítá í Árnessýslu. Annar
var 38,5 pund og veiddist 1946,
hinn 37,5 pund og náðist 1952.
Áki
steinn Pálsson dómsmálaráð-
herra kveðst munu skipa nefnd
á næstunni sem falið verði að
kanna hvernig bregðast skuli
við dóminum, þar á meðal hvort
lögfesta skuli hér á landi mann-
réttindasáttmála Evrópu og
hvort sljórnvöld skuli beita sér
fyrir breytingu á 108. grein al-
mennra hegningarlaga. Þetta
er fyrsti dómurinn sem gengur
gegn íslenska ríkinu fyrir
mannréttindadómstólnum.
Mannréttindanefnd Evrópu
samþykkti í mars 1990 að bera
undir Mannréttindadómstólinn
hvort ákvæði 6. greinar sáttmál-
ans um réttarhöld fyrir óháðum
og óhlutdrægum dómstóli hefðu
verið brotin við meðferð máls Þor-
geirs fyrir sakadómi og hvort sak-
felling hans vegna ummæla í
blaðagreinum í desember 1983 um
meint ofbeldisverk ótilgreindra
lögreglumanna í Reykjavík hefði
verið andstæð ákvæðum 10. grein-
ar Mannréttindasáttmála Evrópu.
í niðurstöðum dómsins sem birt-
ar voru í gær er því hafnað að
réttarhöldin yfir Þorgeiri í saka-
dómi hafi ekki verið fyrir óháðum
og óhlutdrægum dómstóli eins og
haldið var fram af hálfu Þorgeirs,
sem taldi svo vera þar sem saka-
dómara hefði verið faljð að gæta
hagsmuna fjarstadds ákæruvalds.
Mannréttindadómstóllinn telur að
fulltrúi ákæruvalds hafi verið við-
staddur þegar fjallað var í málinu
um efnisatriði málsins sem vörð-
uðu sekt eða sýknu. •
Á hinn bóginn telur dómstóllinn
að þær hömlur sem tjáningarfrelsi
Þorgeirs voru settar með dómi
Hæstaréttar hafi verið í andstöðu
við 10. grein sáttmálans þar sem
þær hafí ekki verið innan þess
ramma sem talinn sé nauðsynlegur
í lýðfrjálsu þjóðfélagi.
Sjá einnig bls. 20-21.
Slökkviliðsmenn frá Hveragerði að slökkvistörfum við rútuna.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Bifreiðin varð eld-
haf á stuttum tíma
32 börn, leiðbeinendur þeirra og bíl-
stjóri náðu að forða sér undan eldinum
Selfossi.
RÚTUBIFREIÐ gjöreyðilagðist í eldi á Kambabrún síðdegis í gær.
Auk bílstjóra voru í rútunni 32 börn og 6 leiðbeinendur frá félagsmið-
stöðinni í Tónabæ í Reykjavík. Fólkinu tókst að komast út úr bUn-
um, sem gereyðilagðist.
Er eldsins varð vart ók bílstjór- vel. Þetta fór eins vel og á varð
inn út í vegarkant og skipaði öllum kosið," sagði Grímur A. Grímsson
út. „Fyrsta hugsunin var að koma bílstjóri. „Eg reyndi að slökkva en
börnunum út og það gekk mjög     það varð gífurlegt bál þegar eldur-
María Reyndal, Lena Dögg Davíðsdóttir og Grímur A. Grnnsson.
inn braust út og hann læsti sig
strax í innréttinguna í bílnum og
ekki viðlit að slökkva. Bíllinn varð
eitt eldhaf á stuttum tíma," sagði
Grímur. Bíllinn er gjörónýtur.
Börnin voru ásamt leiðbeinend-
um á íþrótta- og leikjanámskeiði
félagsmiðstöðvarinnar í Tónabæ í
skemmtiferð og voru að koma frá
Hveragerði þegar eldurinn braust
út. „Við náðum börnunum saman
í hóp og margtöldum í hópnum til
þess að vera viss um að engan
vantaði. En krakkarnir voru furðu
rólegir eftir þetta," sagði María
Reyndal einn leiðbeinendanna.
Lena Dögg Davíðsdóttir 7 ára
sem fékk snert af reykeitrun fór í
skoðun á Sjúkrahús Suðurlands.
Hún jafnaði sig fljótt og fékk að
fara heim eftir skoðun. Hún sagði
að þegar þau hefðu verið að horfa
á bílinn brenna hefðu þau hugsað
um að ef einhver væri inni í bílnum
þyrfti hann að flýta sér út. „Við
hlupum yfir götuna til að lenda
ekki í reyknum og það gleymdu
allir dótinu sínu nema ég, ég tók
töskuna mína með mér," sagði
Lena Dögg.
Sig. Jóns.
Samdráttur í ferðum utlendinga til íslands í sumar:
Sumir virðast halda að bjóða
megi markaðinum hvað sem er
FORRÁÐAMENN þriggja evrópskra ferðaskrifstofa, sem Morgun-
blaðið hafði tal af, kváðust búast við 10-22% fækkun bókana í íslands-
ferðir í sumar miðað við árið áður. „Við höfum verið að reyna að
fá samstarfsaðila okkar tíl að stöðva sifelldar verðhækkanir, en
sumir virðast halda að það megi bjóða markaðinum hvað sem er,"
sagði Beat Iseli, eigandi ferðaskrifstofunnar Saga Reisen í Sviss.
í frétt Morgunblaðsins í gær
sagði meðal annars, að sum ferða-
þjónustufyrirtæki á íslandi reikn-
uðu með 25-50% samdrætti í hóp-
ferðum útlendinga hingað í ár frá
því í fyrra, og að Islandsferðir hefðu
hækkað í verði um 22% á tveimur
árum.
Beat Iseli sagði ennfremur, að
nú væri svo komið, að unnt væri
að fá ferðir til Tyrklands og Grikk-
lands fyrir 16.000 krónur. Slíkar
ferðir væru því farnár að veita dýr-
um íslandsferðum samkeppni.
Hann kvað hótel, bílaleigur og mat
vera of dýran hér á landi.
Gerard Alant, sem rekur ferða-
skrifstofu í París, sagðist hafa orð-
ið var við nokkurn samdrátt í tjald-
og hálendisferðum, en mest fækkun
hafí verið á bakpokaferðalöngum.
„Þótt þetta fólk hafi efni á flugmið-
anum gerir það sér ekki grein fyrir
því hversu dýrt er að lifa á íslandi,
svo við verðum hreinlega að vara
það við," sagði hann. Þó nytu hótel-
ferðir vinsælda eldra og efnameira
fólks.
Clive Stacey hjá bresku ferða-
skrifstofunni Arctic Experience
sagði hins vegar að verðið væri
ekki aðalvandinn. Um væri að ræða
almennan samdrátt samfara efna-
hagslegri lægð. „Ég hef sjálfur
gengið úr skugga um, að verðlag
á hinum einstöku þáttum ferðaþjón-
ustunnar getur ekki  talist  óeðli-
legt," sagði hann. Þó væri matur á
veitingastöðum mjög dýr á íslandi.
Hjá Arctic Experience er reiknað
með um 10-15% samdrætti í ís-
landsferðum í sumar.
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Island Tours í Þýska-
landi, kvaðst hins vegar vænta um
10% fjölgunar bókana í sumar.
„Vissulega má til sanns vegar færa
að ísland er dýrt," sagði Ómar,
„Við viljum selja okkur dýrt, þótt
það sem við höfum upp á að bjóða
sé oft á tíðum ekki í hæsta gæða-
flokki," sagði hann.
Sjá einnig á miðopnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48