Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1986, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986. 35 Menning Menning Menning Menning Við hjartarætur náttúrunnar Nína Gautadóttir er að sönnu þekktust fyrir opin, mjúk verk, úr textíl, leðri og fleiri efnum. En upp- haflega lauk hún prófi í málaralist og hefúr nú tekið pentskúfinn upp að nýju. Árangurinn sjáum við í austurgangi Kjarvalsstaða þar sem Nína hefúr komið fyrir rúmlega 40 málverkum, stórum og smáum. Allt eru þetta verk í anda hinnar ljóðrænu afstraktlistar sem ekki hef- ur verið mjög fyrirferðarmikil á Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON alþjóðlegum vettvangi undanfama tvo áratugi. Oftar en ekki byggir slík myndlist á eins konar upphaf- inni náttúruskynjun. í því tilfelli stendur listamaðurinn ekki álengdar og grandskoðar fjöll og dali heldur skyggnist hann ofan í svörðinn, inn í grjótið, niður í hylinn, til þess að komast nær hjartarótum náttúrunn- ar, leitast jafúvel við að verða eitt með henni. Það sem hann endurskapar síðan á striganum er ekki lengur áþreifan- leg og skýrt afmörkuð heild, heldur lífræn hrynjandi, sem samanstendur af náttúrukröftum og samræmdri orku hugar og handa. Vatnaliljur Kjarval er frumkvöðull í slíkri náttúruskoðrm hér á landi, þótt hann hikaði við að steypa sér út í hreina ljóðræna afstraktlist. Og að baki honum stendur Monet með vatnaliljur sínar. Það er engin tilviljun að ég nefni Monet hér í þessu samhengi þar eð málverk Nínu gætu sem best hafa orðið til fyrir innblástur frá Givemy þar sem Monet bjó og starfaði síð- ustu ár ævi sinnar. Það er meira að segja eins og lista- konan vilji hylla meistara Monet alveg sérstaklega því nokkur verka hennar, sem öll bera nafnið „Vatna- spegill", endurspegla einmitt lífríki sem minnir á vatnaliljur hans. Leysingar og straumhvörf En þótt kveikja þessara málverka Nínu sé náttúran, hringrás hennar og sköpunarkraftur, smb. heiti þeirra: Hringiða, Ólga, Iðukast, Straumröst, Leysingar, Straum- hvörf, þá hafa þau fyrir löngu öðlast sjálfstætt líf og lifa samkvæmt lög- málum málaralistarmnar. Og þá er spumingin: Standa þau fyrir sínu sem slík? Svarið er bæði já og nei. Pensil- skrift Nínu er kröftugleg, hvort sem hún málar eða rispar myndflötinn, og litróf hennar kallar stöku sinnum fram dulvisar stemmningar með áhorfandanum. Á hinn bóginn getur þessi dulvísi hæglega snúist upp í rósfingraða rómantíska viðkvæmni, og hrynjandin verður einum of sjálf- krafa og vanabundin fyrir minn smekk. í málverkum Nínu er meira um náttúm en málverk og ekki nógu mikið af ígrundunum um náttúruna sem málverk. Listakonan gæti gert margt verra en að skoða Monet upp á nýtt. -ai Nína Gautadóttir - Þijú málverk, 1985 Jacques Taddéi, meistavf tækni og hugmynda Orgeltónleikar Jacques Taddéi i Dómkirkj- unni 27. apríl. Efnisskrá: Louis-Nicolas Clérambault Su- ite de deuxiéme ton; Jóhann Sebastian Bach: Passacaglia og fúga i d-moll; Franz Liszt: Fantasía og fúga yfir kóralinn Ad nos ad salutarem undam; Boellmann: Priére á Notre Dame; Olivier Messiaen: Dieu parmi nous. Franski organleikarinn Jacques Taddéi lék á orgel Dómkirkjunnar á sunnudagskvöldið fyrsta í sumri, en daginn áður lék hann á Akureyri. Taddéi, sem þykir einn af athyglis- verðari organistum Frakka, byrjaði ekki að leika á orgel fyrr en fyrir um það bil tíu árum. Fram að því hafði hann verið einn af efnilegri yngri píanistum þeirra. En svo tók hann til við að leika á orgel og það svo um munaði. Jacqu- es Taddéi er ekki síst þekktur fyrir að leika af fingrum fram og fengu menn að heyra þá kúnst hans á tón- leikunum í Dómkirkjunni. Ættuð frá píanóinu Leikinn hóf hann með einni af svítum Clérambaults, þeirri sem kennd er við annan tón, en sneri sér síðan að Bach. Fljótt kom í ljós af- bragðs tækni hans á hljómborðið, en ekki þvældist pedallinn svo sem fyrir honum og fjölbreytilegar reg- istratíonimar vom í góðu innbyrðis samræmi. En það var svo sem auð- heyrt hvaðan tækni hans við hljómborðið var ættuð og síst nokk- uð á móti því að hafa. Píanótæknin átti líka eftir að koma honum til góða þegar hann sneri sér að Fantas- íu og fúgu Liszts yfir kóralinn, „Ad nos ad salutarem undam“. Já, þar Tónlist Eyjólfur Melsted gekk ekkert smáræði á því Liszt hik- ar ekki við að ausa úr öllum sínum skálum þegar hann ætlar að tjá al- mættinu lotningu sína. Svo kvað heldur betur við annan tón þegar næst á eftir kom „Priére á Notre Dame“ eða Maríubæn úr Gotneskri svitu eftir Boellmann. Snjöll útfærsla hins þekkta, sem hins óþekkta Síðasta þekkta verkefriið var „Dieu parmi nous“ eða guð á meðal vor, eftir eitt almesta trúarskáld núlifandi, Olivier Messiaen. Ófreskir geta vist lítt ráðið í þá kaþólsku mystik sem jafna ku liggja að baki í verkum Messiaens, en það hindrar samt ekki að menn fái notið blæ- brigðaauðginnar og snjallrar út-' færslunnar í músík hans, einkum og sér í lagi ef svo vel er farið með sem í þetta skipti í Dómkirkjunni. Þá var komið að því óvænta. Mar- teinn Friðriksson dómorganisti gekk til kollega síns og setti honum fyrir að skálda frjálst um fyrstu hending- amar úr tveimur alþekktum sálm- um, Vor guð er borg og Ó, þá náð að eiga Jesúm. Við vitum ósköp vel að allir improvisatörar eiga sér sína skapalóna og skemu til að styðjast við í spunanum en það er ósköp eðli- legt og í spuna sínum sýndi Jacques Taddéi að hann er ekki aðeins meist- ari tækninnar heldur hugmyndanna líka. EM Vovka Ashkenazy hjá Tónlistarfélaginu Tónleikar Stefans Ashkenazy á vegum Tónlistarfélagsins i Austurbæjarbiói 3. mai. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Sónata op. 90 í e-moll og Sónata op. 110 í As- dúr; Wolfgang Amadeus Mozart Sónata KV 332 i F-dúr; Franz Schubert Sónata D 664, op 120 í A-dúr. Með tónleikum Vovka Ashkenazy lauk starfsári Tónlistarfélagsins. Dagskrá þess hefúr verið heildstæð Tónlist Eyjólfur Melsted og vel saman sett í vetur, með ákveð- inni línu, en hæfilegri fjölbreytni innan þess ramma sem settur var. Vovka Ashkenazy hafði líka ákveðinn ramma um eftiisval sitt, rétt eins og hann vildi ekki hætta sér út fyrir viss mörk. Ég var hálf- hissa á því að hann skyldi velja sér Beethoven sónötuna op. 90 og það til að hefja leikinn með - sónötu sem engan veginn telst með glæsiverkum Beethovens. Enda fór svo að piltur- inn náði sér í hvorugri Beethoven sónötunni á strik. Ég var að vísu ögn seinn fyrir og missti því af byijun- inni, en varla trúi ég því að ég hafi misst af neinu sem breytt gæti áliti mínu. Fyrri sónatan gat engan veg- inn hentað jafú frískum píanista og Vovka Ashkenazy og í þeirri síðari, ópus 110, sem er þó langtum ris- meiri, var líkt og hann héldi aftur af sér og hreinlega þyrði ekki að láta gamminn geisa. Kannski er hann ekki enn búinn að komast til botns í Beethoven, sem væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Það hefúr tekið suma lengri tíma en svo að ná tökum á Beethoven, en tekist samt áður en vfir lauk. Kvað við annan tón Eftir hlé kvað heldur betur við annan tón. Mozart sónatan hafði vfir sér næstum allan þann glans og leikgleðinnar blæ sem á skorti í Beethoven. Allegro kaflamir voru virkilega hressilega spilaðir og af öryggi og fimi, en jafnframt geislandi léttleika. Þama kom pilturinn fram með allt sem við héldum, og vissum reyndar, að hann ætti til nema kraft- inn. Á honum þurfti hann heldur ekki beint að halda við þessar að- stæður og adagiokaflann lék hann líka prýðisvel með yfirvegaðri ró. Sama var uppi á teningnum í Schubert sónötunni. Honum tókst að laða fram þá ljóðrænu fegurð sem í henni býr. Þannig sýndi hann að hann er fyllilega verður þess álits sem hann hefur öðlast með tónlista- mnnendum hér heima og er að mestu byggt á frammistöðu hans á síðustu listahátíð og plötum þeim sem hann hefur leikið inn á. Hann hefur flest það sem einn ungan glæsipianista má prýða. Það verður gaman að fylgjast með ferli hans í framtíðinni og vonandi á hann eftir að spila sem oftast hér heima. EM Vovka Ashkenazy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.