Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 DV Fréttir Ögmundur Jónasson átelur harðlega hvernig staðið var að frumvarpi um ríkisábyrgð: Byggt á gögnum frá deCODE - faglega unnið, segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og fulltrúi VG í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, átelur harðlega hvemig staðið var aö gerð frumvarps um 20 milljarða króna ríkisábyrgð til handa deCODE, móð- urfélagi íslenskrar erfðagreiningar. Baldur Guðlaugsson, ráöuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir hins vegar að faglega hafi verið staðið að verki. Þingmaðurinn segir starfsmenn fjármálaráðuneytis hafa unnið greinargerðina sem fylgir frum- varpinu á grundvelli upplýsinga sem fyrirtækið sjálft lagði til. Auk- inheldur hafi ráðuneytisfólk svo farið í heimildavinnu á Netinu og leitað í rann fjármálafyrirtækja sem deCODE hefur skipt við. Þessi atriði vitni öll um að forsendur málsins hafi af hálfu stjómvalda verið gefn- ar fyrir fram. Ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins er á öndverðum meiði. Þingmaðurinn segir starfsmenn fjármálaráðuneytis hafa mætt á Ögmundur Baldur Jónasson. Guölaugsson. fund efnahags- og viðskiptanefndar um miðjan april. Fulltrúar stjórnar- andstöðu hafi þá leitað eftir því hvar upplýsinganna hefði verið aflað og áðurnefnd svör fengist. „Hér er því aðeins leitað upplýsinganna hjá samansúrruðu hagsmunabandalagi í stað þess að leita til óháðra aðila um þessi mál. Mér finnst dapurlegt að hinum hæfu starfsmönnum fjár- málaráðuneytisins sé gert að vinna málið með þessum hætti,“ segir Ög- mundur og átelur vinnubrögðin. Vegna ríkisábyrgðarinnar hafa fulltrúar stjórnvalda og deCODE farið utan til Brus- sel og leitað þar álits hjá Eftirlits- stofnim EFTA. „Við höfum óskað eftir því að fá fund um niðurstöður ferðarinnar en var sagt að þær myndu ekki liggja fyrir í bráð. Okkur var boðið upp á að hitta ferðalangana að máli, kannski til að heyra ferðasöguna," segir Ög- mundur. Um afgreiðslu málsins á Alþingi segir hann að öðru leyti að ámælis- vert sé að leggja frumvarpið til af- greiðslu þegar komið sé fram undir þinglok. Faglega unnið Baldur Guðlaugsson er ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann sagði að í ráðuneytinu hefði að sínu mati verið unnið faglega í þessu máli. Upplýsinga um lyfjaþró- unardeild deCODE sem ríksábyrgð- ina á að veita vegna hennar hefði verið aflað hjá fyrirtækinu sjálfu. Enda upplýsingar tæpast annars staðar að hafa. Að öðru leyti hefði verið leitað í upplýsingabrunnum fjármálafyrirtækja, svo sem í Bandaríkjunum. Þau fylgdust enda ítarlega með fyrirtækjum eins og deCODE sem eru skráð á verðbréfa- þingi vestanhafs. Aftur hefðu fyrir- tækin svo ríkar skyldur mn upplýs- ingagjöf gagnvart þinginu og yrðu að starfa samkvæmt stífum kröfum þess. í samtali við DV í gærkvöldi sagði Páll Magnússon, forstöðu- maður upplýsingamála íslenskrar erfðagreiningar, að fyrirtækið myndi ekki bera mál í þessi um- mæli né ríkisábyrgðina almennt á meðan málið væri til umfjöllunar á hinum pólitíska vettvangi. Tekið skal fram að ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra vegna vinnslu þessarar fréttar. -sbs Páll Magnússon. Framsókn opnar skrifstofu Opnuð verður ný kosningaskrifstofa Framsóknarflokks- ins í Mosfellsbæ næstkomandi mið- vikudag. Siv Frið- leifsdóttir um- hverfisráðherra mun verða sérstak- ur gestur við opnunina. Gegn ríkisábyrgð Stjórn Ungra jafnaðarmanna sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem stjórnin mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að veita deCODE, móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, ríkisábyrgð. Ekkert samband Ekkert samband er milli flutnings Guðmundar Sigþórs- sonar, skrifstofu- stjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, til starfa í Brussel og greiðslu þókmmar fyrir störf hans í ffamkvæmdanefnd búvörusamninga. Þetta kemur ffam i fréttatilkynningu sem Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Guðmundar, sendi til fjölmiðla. Lítið sumarveður í upphafi sumars: Snjónum kyngdi niður eystra „Það er ekki fjarri lagi að sá snjór sem nú hefur kyngt niður sé álika mikill og var þegar mestur snjórinn var hérna í vetur," sagði Björgvin Hreinsson, lögreglumaður á Vopna- flrði, í samtali við DV í gær. Björg- vin sagði að vitlaust veður væri í Vopnafirðinum og menn væru ekki neitt að ferðast. Þetta lýsir ágætlega því veðri sem var víðast á landinu um helgina. Segja má að kolvitlaust veður hafi verið og því fylgdi mikil ófærð mjög víða. í gær var t.d. ófært um Stein- grímsfjarðarheiði, Breiðdalsheiði fyrir austan, Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Á öllum öðrum helstu leiðum landsins var færðin mjög erfið þótt ekki væri ófært og aUs staðar mikU hálka og skafrenn- ingur. Mesta snjókoman var á Aust- urlandi og á Norðausturlandi. Þannig snjóaði mjög mikið á Húsa- vík og þar var ófært innanbæjar í gærmorgun fyrir aðra en kraft- mestu jeppa og lögreglan þar stóð í stórræðum við að aðstoða bæjarbúa við að komast um. „Veðrið á að batna á Norður- og Austurlandi á morgun en það verð- ur áfram einhver hríð á vestan- verðu landinu,“ sagði Haraldur Ei- ríksson veðurfræöingur þegar rætt var við hann í gær. Haraldur sagði að næstu daga yrði norðaustanátt viðvarandi en veður myndi hlýna og þá yrði ekki eins hvasst og verið hefði. -gk Hann v*r kalUðnr Anna Valdimarsdóttir LECGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN þlG Eoin Colfer ARTEMIS FOWL Þórunn Stefánsdóttir KONAN [ KÖFLÓTTA STÓLNUM Metsölubœkur á broslegu verði 6 vandaðar í kiljubroti Bræðraborqarstíqur 7 • Sími 575 5600 iLehJöeinanvJi Otsotuverð) DV-MYND EMIL Vetrarhrið í sumarbyrjun Þeir Emil, Eiríkur, Jenni, Ragnar og Bjarni festu bílinn í fannferginu á Eskifiröi í gær en bílstjóri jeppa kom þeim til bjargar. Einn fékk 80 milljónir - á lottómiða frá Skalla í Hafnarfirði Einn heppinn lottóspilari vann um 80 milljónir í lottói á laugardagskvöld og er það langhæsti vinningur í sögu lottósins. Vinningsmiðinn, sem var sjálfvalsmiði með 10 röðum, kostaði eiganda sinn 750 kr. en hann var seld- ur í sölutuminum Skalla í Hafnar- flrði. Vinningshafmn hafði ekki gefið sig fram þegar blaðið fór í prentun. „Við erum ánægð með að vinning- urinn hafi komið úr kassanum hjá okkur og vonum náttúrlega að ein- hver af okkar fjölmörgu fóstu við- skiptavinum hafi fengið hann,“ segir Sara Jónsdóttir, eigandi Skalla. Hún segist ekki vita hver eigandi vinnings- miðans sé en mjög mikið var að gera á Skaila allan laugardaginn. Vinnings- miðinn var seldur á tólfta tímanum þann dag. „Það segir sig sjálft að þetta er stærsti vinningsmiði sem við höf- um selt,“ segir Sara en í gegnum tíð- ina hafa ekki fleiri vinningar fallið á lottómiða sem keyptir hafa veriö á Skalla en gengur og gerist annars stað- ar. Þrjár systur voru við störf á Skalla þegar vinningsmiðinn var seldur. Þær íris, Lilja og Inga Ægisdætur segjast ekki hafa velt því fyrir sér hverjum þær seldu vinningsmiðann. „Það var brjálað að gera í lottóinu og komum við allar að kassanum á þessum tíma. Auðvitað þekkjum við fullt af fólki sem verslar hér og kannski hafði ein- hver þeirra heppnina með sér.“ -ÓSB Störf fyrir 5-10 Danska fyrirtækið Mölle Skovly ráðgerir að starfrækja sælgætis- gerð á Vopnaflrði í framtíðinni en það gæti veitt á bilinu 5-10 manns atvinnu. Mölle Skovly býr til marsipan súkkulaði og konfekt undir merkjum lífrænnar fram- leiðslu. RÚV greindi frá. Eyþór efstur Eyþór Elíasson, fjármálastjóri og bæjarfúlltrúi, verður efstur á fram- boðslista Framsóknarfélags Austur- Héraðs. km hraða Maður var tek- inn fyrir ofsaakst- ur í Svínahrauni á Suðurlandsvegi seinnipartinn í gær. Lögregla mældi hann á ríf- lega 170 kílómetra hraða og var hann því sviptur ökuréttindum á staðnum. Hann er einnig grunaður um ölvunarakstur. Gegn hálendisvegum Andstaða ríkir við gerð hálendis- vega meðal þeirra sem stunda ferða- þjónustu á hálendinu. Þeir telja að vegimir muni koma til með að spilla fyrir ferðamannastraumi til landsins þar sem sá hópur ferða- manna sem vex hvað hraðast sé einmitt sá hópur sem sækir í ósnortið land. - RÚV greindi frá. Hermaður á svölum Lögreglan var kölluð að írabakka í Breiðholti snemma á laugardags- morgun en þar hafði sést til manns í hermannabúningi fara upp á svalir á annarri hæð. Aö minnsta kosti fjórir lögreglubílar fóru á staðinn en her- maðurinn reyndist vera húsráðandi sem var á leið inn til sín, klæddur í hermannajakka. Hafði hann gleymt lyklum að útidyrum. Kona hans og bam sváfú inni en hann vildi komast hjá að vekja þau. -áb, ÓSB Haldiö til haga Rangur myndatexti birtist undir þessari mynd í laugardagsblaði DV. Á henni óskar Sigrún Elsa Smára- dóttir, formaður dómnefndar, Frið- riki Erlingssyni til hamingju með verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu hans á bókinni Tsatsiki og Mútta. . DV-MYND: ÞOK Lukkusystur með lottómiða Þær Lilja og íris Ægisdætur voru viö störf á Skalla í Hafnarfiröi þegar miöi meö stærsta lottóvinningi íslandssögunnar var seldur þar á laugardag. Þriöja systirin, Inga, var einnig aö vinna en hún var í fríi þegar Ijósmyndari DV tók á þeim hús. Tekinn a 170

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.