Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 1
 Sriálst, úháð dagblað I f 6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. — 98. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Dómarí skaðabótamálunum vegna gæzluvarðhalds aö ósekjukveðnir upp: „LÁGAR BÆTUR FYRIR MIKINN SÁRSAUKA segirJón G. Zoega, verjandi Valdimars Olsen Jú. Þetta er verulega lægri upp- hæð en sú sem við fórum fram á. ÍAnnars er ákaflega lítið um þetta að segja þar sem við höfum ekki enn séð rökstuðninginn fyrir dómsniðurstöð- unum,” sagði Jón G. Zoéga, verj- andi Valdimars Olsens í skaðabóta- málum þeim, sem spruttu upp vegna gæzluvarðhaids að ósekju i Geir- finnsmálunum í ársbyrjun 1976. Dómarnir voru kveðnir upp í gær. „Það slær mann náttúrlega, að þetta eru lágar bætur fyrir mikinn andlegan sársauka,” sagði Jón. Dómarnir, sem kveðnir voru upp í bæjarþingi Reykjavíkur í gær, voru i málum sem höfðuð voru gegn fjár- málaráðherra og ríkissaksóknara fyrir hönd ríkissjóðs, vegna varð- halds þeirra Einars Bollasonar, Magnúsar Leopoldssonar, Valdimars Olsen og Sigurbjörns Eiríkssonar. Einari Bollasyni voru dæmdar rétt rúmar 19 mUijónir í skaðabætur, en hann einn gerði einnig skaðabóta- kröfu vegna brottvikningar úr starfi. Þeim Magnúsi og Valdimar voru dæmdar 18 milljónir króna og Sigur- birni 15,5 miiijónir króna. Eins og menn muna báru sakborn- ingar i Geirfinnsmálinu rangar sakar- giftir á þessa menn með þeim af- leiðingum, að þrír þeirra, þ.e. Einar, Magnús og Valdimar sátu í gæziu- varðhaldi í 105 daga en Sigurbjörn i 90 daga. Bótakröfur þeirra voru á I bilinu 50—90 milljónir, að sögn Jóns Zoéga. Auk bóta var ríkissjóður dæmdur til að greiða hæstu vexti frá 10. maí 1976, er fjórmenningarnir losnuðu úr gæzluvarðhaldi, og til greiðsludags. Þá varð niðurstaða dómsins sú að málskostnaður skyldi greiðast úr ríkissjóði. -GAJ — Ætli jafnrétti kynjanna I efsta flokki Launasjóðs rithöfunda hafi farið i taugarn- ar á einhverjum? — Svava Jakohsdóttir og Jakohina Sigurðardóttir taka við niu mánaða starfslaunum hjá rikisféhirði í gœr. Við hlið þeirra stendur Benjamin Rithöfundar f efsta flokki fá útborguð starfslaunin: „Erum báðar launa- lausar húsmæður” Einarsson fulltrúi. Staifslaun I efsta flokki eru nú niu mánaða laun I byrjunarflokki menntaskólakennara. Réttum 3,6 milljónir samtals. DB-mynd: Hörður. sagði Svava Jakobsdóttir þegarþær Jakobína Sigurðardóttir sóttu launin tildkisféhirðis ,,Ég vil benda á að við Jakobína erum báðar launalausar húsmæður og hún meira aö segja bóndakona,” sagði Svava Jakobsdóttir rithöfundur í viðtali við DB, þegar hún og Jakobína Sigurðardóttir komu til ríkisféhirðis i gær til að ná í starfslaun úr Launasjóði rithöfunda. ,,Ég lít hins vegar á umræðu um að úthlutað sé úr efsta flokki eftir pólitísJcum línum vera hreinar pólitískar ofsóknir. Starfsemi stjómmálaflokka er lögvernduð sam- kvæmt stjórnarskrá íslands og það eru mannréttindi að starfa í þeim.” Svava minnti einnig á að nú væri í fyr.sta skipti gætt jafnréttis kynjanna við úthlutun úr efsta flokki starfslaun- anna. — Vera má að það hafi farið í taugarnar á einhver jum —. „Við hljótum að vera vondir rithöf- undar fyrst úthlutun til okkar veldur þessu fjaðrafoki,” sagði Jakobína Sigurðardóttir. Hún tók fram, að eftir að hún frétti að úthlutun til hennar hefði verið kennd systur hennar, sem sæti á í stjóm launasjóðsins, hefði hún verið ákveðin í að taka við starfslaun- unum. ,,Ég veit að hún skipti sér ekkert af minni umsókn.” Mótmæli fjörutíu og fimm rithöf- unda við úthlutun úr Launasjóðnum komu til umræðu utan dagskrár á Al- þingi í gær. Sigurlaug Bjarnadóttir alþingismaður hóf umræðurnar og vísaði til blaðaskrifa um málið. Voru þingmenn flestir sammála um að nauðsyn bæri til að kanna ásakanir um pólitíska mismunun gaumgæfilega. -ÓG. Féll hálfan fjórða metra á steingólf Þrettán ára drengur i Keflavík slasaðist illa er hann féll af lofti gamallar skemmu i Keflavlk niður á steingólf. Fallið er um hálfur fjórði metri. Er talið að hryggjarliður í drengnum hafi sprungið og auk þess handleggsbrotnaði hann. Skemman var áður notuð sem veiðarfærageymsla en er nú aðallega leikvangur barna. í skemmunni er traust tréloft og á þvi nokkrar lúgur sem lokaðar eru með hlerum sem eiga að falla vel í fals lúganna. Drengurinn steig á einn slíkan hlera, sem ekki var í falsi sinum. Sporreistist hlerinn og drengurinn féll niður á stcingólfið. Slysið varð ummiðjandag, kl. 15.45. -A.St. Hálf útsvars- hækkimíHafn- arfirði — samkomulag um 11,55% og fjárhagsáætlun Fullt samkomulag náöist um fjár- hagsáællun og útsvarsprósentu í Hafnarfirði á bæjarstjórnarfundi i gær. Samþykkt var að notfæra sér helming heimildar til hækkunar á út- svari. Verður það þá 11,55%. Hæsta lögleyfða útsvar er 12,1 %. Ágreiningur um útsvarið kom upp á bæjarráðsfundi á fimmtudaginn var. Vildi meirihlutinn, sjálfstæðis- menn og -óháðir, aö útsvar yrði 11,55% en minnihlutinn, alþýðu- flokksmenn, Framsókn og Alþýðu- bandalag, lagði til 11,44%. Auk þess höfðu hinir síðarnefndu uppi nokkra fyrirvara um fjárhagsáætlunina. Á fundi bæjarráös í gær náðist samkomulag, sem síöan var sam- þykkt S bæjarstjórn eins og áður sagði, án mótat kvæða. . ÓG 5 og hálfs árs fangelsi fyrir manndráp sjá baksíðu Baráttan um brauðið dýra — sjá viðtöl við verkalýðsforingja í tilefni af 1. maí á bls. 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.