Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 567 150 ÁRA MINNING SKULA FÓGETA: ÞRIÐJA GREIN - SKÚLI VERÐUR FÓGETI - i * Eítir S. K. Steindórs SEGIR Esphólín svo um þetta: „En áður lauk árinu (1749) veitti konungur Skúla Magnússyni sýslu- manni, landfógetasýslu; má inarka hvern byr Skúli hafði í þann tíma, er hann átti deilur við samlenda menn konunginum, og þó agasamt stundum heima, og fjekk jafnframt það embætti, er énginn hafði fyrr haft íslenskra manna, og hjelt því álengdar, og hafði í því svo mikinn framgang, sem enginn annar hefir haft hjer, af eigi æðra standi; og enginn annar innlendur meiri, sem enn mun heyrast“. Landfógetaembættið var mikil tignar- og trúnaðarstaða, en ábyrgð ar og umsvifamikil og óvinsæl hjá meginþorra landsmanna. Kemst Skúli svo að orði í æfisögu sinni, er hann hafði fengið embættið: —• „Allir urðu forvirraðir, því áðxu- höfðu þeir þeinkt, að so illur djöf- ull sem landfógetinn gæti ómögu- lega verið íslenskur“. — Gefa þessi orð Skúla glögga mynd af því, hvernig fyrirrennarar hans í embættinu voru þokkaðir. Á alþingi um sumarið 1750 skil- aði Skúli af sjer Skagafjarðarsýslu til Björns Magnússonar og fluttist með búslóð sína til Bessastaða, og hafði aðsetur þar fyrst um sinn. Kvaddi hann Skagafjörð í hinsta sinn hræðrur í huga með þessum orðum: „Fari nú Skagafjörður ætíð vel“. Skoðamamunur Pingels og Skúla. PINGEL amtmaður mun hafa tekið Skúla af mikilli vinsemd, er hann fluttist að Bessast,. því hann hafði mikið álit á honum. Má sjá það af brjefi er hann ritaði Sveini lögm. Sölvasyni árið 1748. Þar seg- ist Pingel í fyllstu hreinskilni álíta Skiila duglegan, góðan og skyn- saman embættismann, og segist vegna dugnaðar hans, unna honum og dáðst að honum. En bætir því við, að enginn sje öfundsverður af því að verða fyrir reiði hans. —< Fjekk amtmaður brátt á því að kenna, varð vinátta þeirra enda- slepp, og snerist upp í mögnuðustu óvild á báða bóga. Um þessar mundir var mikið rætt og ritað hjer a landi um það, hvað unt væri að gera, til að bæta úr eymdarástandi þjóðarinnary og hver væri orsök ófarnaðarins. —< Kom skoðun Pingels í Jjós í um- burðarbrjefi tíl lögmanna og sýslu- manna h.jer á landi, dags. 7. mars 1746. Kemst Pingel þar að þeirri niðurstöðu, að orsakir til hins bága ástands sjeu: „Leti. ómennska, þrjóska og hirðuleysi íslendiuga“. En óbrygðulasta ráðið, til að bæta þessar meinsemdir, telur amtmaður að muni reynast, að beita nógu mikilli harðneskju við fólkið. Vitn- ar hann í máli sínu til sönnunar, að Pjetur „mikli“ Rússakeisari,, ha'fi látið berja bændalýð sinn til auðsveipni og nokkurrar atorku, og telur að það muni einnig gefast vel hjer. — Þetta var þá viðhorf æðsta embættismanns þjóðarinnar, sem búsetu hafði hjer, til landsfólksins. Ilampaði Pingel því þó mjög; hve velviljaður hann væri Islendingum. En stiftamtmaður og stjórnar-herr- arnir sátu í Kaupm.h. óg urðu að sjá alt með annara augum. Er Skúli var orðinn landfógeti, fór hann að hugleiða meira en áð- ur, heill og hag landsmanna. Varð niðurstaða hans um orsakirnar til hins hörmulega ástands allmikið á annan veg, en hjá amtmatini. — Skúli telur fátæktina, hungrið og klæðleysið orsaka framtaksleysið, og finnst ekki óeðlilegt þó að bónd- inn „sem sjálfur er svangur með konunni og börnunum afburðalaus- um og nþktum“, geti ekki afkast- að miklu starfi. En Skúli sá hvar skórinn kreppti, og var ekki í vafa um hver var á- stæðan fyrir örbyrgð landsmanna, og telur það vera: „Þann ójöfnuð, að nær því engi af landsins börn- um hefur uni svo langan tíma feng- ið að njóta höndlunarf ól ksins launa. Sje þessi ójöfnuður talinri í 131 ár, frá þeim fyrsta höndlunar- taxta, 1619 til 1750, hvað óh’ætt er, þá hleypur summan til 6,144,031 ríkisdala“. (Sex miljónir eitt hundr að fjörutíu og fjögur þúsund 'og þrjátíu og einn, ríkisdalir. Varla mun auðvelt að gera sjer fulla grein fyrir því, hvílík geypi fjárhæð þetta er, miðað við þann tíma.) — Skúli bætir þó við: „Að hvergi nærri öll kurl komi til grafar“. Og heldur áfram: „Itvað vilja menn framar grenslast eftir orsÖkinni til íslands almennu, ónáttúrlegu og ó- bærilegu fátæktar, sem hefir í svo mörg ár svift landið þeim nauðsyn- legustu kröftum, að leyta sinnar náttúrlegu næringar til lands og vants?“ — Ilvílík frábær. rökfimi, einurð og dirfska, hjá Skúla. Og enn heldur hann áfram: — „Ilvorki jarðeldar, jarðskjálftar, skriðuföll nje landbrot er höfuð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.