Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 51 DAGBÓK Samkvæmisklæðnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð Námskeið á vegum Upledger stofnunarinnar á Íslandi fyrir árið 2003 er eftirfarandi: - Kynningarnámskeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð verður haldið 17.–18. janúar í Reykjavík. - Námskeiðið CSTI verður haldið 1.–4. mars. - Námskeiðið CSTII verður haldið 23.–26. maí. - Námskeiðið Energy Intergration verður haldið 17.–20. maí. - Námskeiðið SERI verður haldið 18.–21. október. - Nánari upplýsingar má sjá á www.craniosacral.is/næsta námskeið Upplýsingar og skráningar í síma 566 7803, Erla, og í síma 864 1694, Birgir. Jóga hefst í Kirkjuhvoli í Garðabæ 6. janúar Mán. og mið. kl. 6:45-7:45 framhaldstímar. Þri. og fim. kl. 18-19:15 framhaldstímar. Þri. og fim. kl. 19:30-20:45 byrjendanámskeið. Anna Ingólfsdóttir, Kripalujógakennari, sími 565 9722 og 893 9723. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir mikilli hæfni til samskipta. Þess vegna ertu oft leiðtogi. Þar sem þú hef- ur einlægan áhuga á fólki áttu oft gott með að um- gangast aðra. Þú hefur mik- ið skopskyn og getur skemmt öðrum. Komandi ár felur í sér nýtt upphaf. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt standast þá freistingu að fara að rífast í dag. Þér mun farnast betur ef þú endurskoð- ar gildi þín og breytir viðhorfi þínu. Trúðu mér! Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú finnir til óvenju mikils ör- yggis í samskiptum við maka þinn í dag. Þar sem málamiðl- unin vill oft ganga of langt er gott fyrir aðra að vita ná- kvæmlega hvað þér finnst. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur sterkar rómantískar langanir í dag. Þú veist hvað þú vilt og þú munt bera þig eft- ir því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Aukin þátttaka á heimilinu er óumflýjanleg. Það er líklegt að samskiptin þar verði stirð. Þess vegna skiptir miklu að sýna öðrum góðvild og tillits- semi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til að leggja hart að þér í heilabrotum í dag. Þar sem andleg orka þín er mikil núna muntu verja hugmyndir þínar og afstöðu af kappi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki falla í þá gryfju að álíta að fjárhagsstaða þín segi eitt- hvað um það hversu mikils virði þú sért sem manneskja. Sumt af efnaðasta fólki heims býr yfir mikilli andlegri fá- tækt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú berst fyrir rétti þínum í dag. Takist þér að virkja þessa orku til vinnu muntu afkasta miklu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ótti þinn varðandi aðra hefur náð tökum á þér. Aðrir geta í raun ekkert gert þér. Þú ræð- ur yfir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Biðji vinir þinn þig um lán skaltu veita það. Fáir þú pen- ingana ekki endurgreidda áttu vininn eftir sem áður. Fáir þú peningana aftur áttu bæði pen- inga og vin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Metnaðargirni gæti hleypt í þig of mikilli framsækni. Það er oft betra að reyna að fá sitt fram með góðu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er gott að færa fram- tíðardrauma í tal við einhvern. Það sem hann eða hún hefur um málið að segja gæti fengið þig til að sjá hlutina í réttu ljósi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt auðvelt með að hafa áhrif á aðra. Þú gæti nýtt þér þetta til að nálgast eitthvað sem þig langar í. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SEX lauf er einfalt og fljót- spilað spil, en fimm lauf er flóknari samningur. Og það er ekkert dularfullt við það. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 843 ♥ 92 ♦ 9432 ♣K1032 Suður ♠ Á ♥ ÁK ♦ KD65 ♣ÁDG986 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf * Pass 2 tíglar * Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 5 lauf Allir pass * Alkrafa og afmelding. Vestur spilar út trompi og austur fylgir lit. Hvernig er best að spila? Í sex laufum verður tíg- ulásinn að vera annar eða þriðji í austur, svo ekki er um annað að ræða en spila tígli tvívegis að hjónunum. Ein- falt. En í fimm laufum má gefa tvo slagi á tígul og þá er verkefnið fyrst og fremst að glíma við verstu hugsanlegu legu, sem er ÁG10x í vestur. Ef sagnhafi spilar beint af augum, fær vestur þrjá slagi á þennan tígullit. En það er til nánast 100% leið til að vinna spilið, hvern- ig sem tígullinn liggur. Sagn- hafi tekur spaðaás í öðrum slag. Notar síðan innkomurn- ar tvær á K10 í laufi til að trompa spaða tvisvar. Þegar því er lokið er tígulkóngnum spilað að heiman: Norður ♠ 843 ♥ 92 ♦ 9432 ♣K1032 Vestur Austur ♠ D752 ♠ KG1096 ♥ D654 ♥ G10873 ♦ ÁG108 ♦ 7 ♣4 ♣75 Suður ♠ Á ♥ ÁK ♦ KD65 ♣ÁDG986 Það er sama hvað vestur gerir. Ef hann drepur og spil- ar tíguláttu (sem er best), lætur sagnhafi níuna. Gosann mun hann auðvitað drepa og spila tígli að níunni. Ef vestur dúkkar tígulkónginn, spilar sagnhafi næst litlum tígili og fær þá slag á drottninguna. Þetta var í slæmu legunni, en hitt breytir engu þótt austur hafi byrjað með ÁG10x. Ef hann drepur tíg- ulkónginn og spilar litlum tígli, hleypir suður á níuna og tryggir spilið. „Næstum 100% leið,“ var sagt. Eina hættan er sú að spaðaásinn sé trompaður í upphafi, en líkur á því eru einhvers staðar langt innan við 1%. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Í FRÉTTABLAÐINU 14. þ.m. var viðtal við unga konu, sem vinnur í félagi, þar sem faðir hennar hefur komið mjög við sögu. Blaðamaður kemst þá m.a. svo að orði, að það „gæti hvarflað að fólki að það geti verið erfitt fyrir mæðgin að vinna svo náið saman allan ársins hring.“ – Sýnt er, að blaðamanninum er ekki ljós merkingin í no. mæðg- in. Því miður er hann trú- lega ekki einn um þetta og ruglar þá saman svonefnd- um frændsemis- eða skyld- leikaorðum. Svipaður mis- skilningur kom upp hjá blaðamanni fyrir átta árum og varð mér þá að umræðu- efni. Raunar var um að ræða no. mæðgur og mæðgin. Er því sjálfsagt að minnast enn á merkingu þessara orða í von um, að menn átti sig á réttri notk- un. Í íslenzku höfum við sérstök frændsemis- eða skyldleikaorð, þ.e. feðgar um föður og son og feðgin um föður og dóttur; mæðg- ur um móður og dóttur og mæðgin um móður og son. Um langan aldur og allt fram á þennan dag eru þessi fleirtöluorð notuð þannig í máli okkar. Hins vegar er í grannmálum okkar og eins t.d. í ensku talað um föður og son, móð- ur og dóttur o.s.frv. í þessu sambandi. Þar þekkist ekki eitt orð um þetta. Í ofan- greindu viðtali kom því ekki annað til greina en tala um feðgin, þar sem verið var að tala um sam- vinnu föður og dóttur. Um orðið feðgin er það að segja, að það var haft að fornu um foreldra. Þá var no. foreldrar haft í merk- ingunni forfeður. Um siða- skiptin á 16. öld var no. for- eldrar hins vegar tekið upp í þeirri merkingu, sem við leggjum í það orð nú á dög- um. Feðgin, þ.e. faðir og dóttir. Eru elztu dæmin í O.H. frá um 1860 úr Þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Sjálfsagt er að halda vel að- greindum þessum merk- ingum og rugla þeim ekki saman. – J.A.J. ORÐABÓKIN Feðgin – mæðgin LJÓÐABROT AÐ KVÖLDI Í morgun þegar sól af fjallsbrún flaug og felldi úr rauðum vængjum gullinn dún á daggarblámans djúpu himinlaug, dvergaskip smá með stöfuð segl við hún, sveif ég af dulu draumahafi: leið dagur um nakta jörð og gliti sló á stálgrá virki, höfgan hangameið, hungurföl börn á dreif um sviðinn skóg. – – – Snorri Hjartarson Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. 31. des-ember verður níræð Ingibjörg Svava Helgadótt- ir frá Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Hún tekur á móti gest- um á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, kl. 13.30–15 á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 29. des- ember, er sjötugur Garðar Finnbogason, Sólvangi, Hafnarfirði. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 16 á Flatahrauni 29, (Stangveiðifélag Hafnar- fjarðar). 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 30. desember, verður sjötugur Matthías Frí- mannsson, fyrrverandi kennari við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og víðar. Af því tilefni býður hann vandamönnum, vinum og kunningjum til kaffiveitinga á afmælisdaginn milli kl. 17– 19 í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25-27, 2. hæð, Kópavogi. 50 ÁRA afmæli. 1. jan-úar nk. verður fimm- tugur Níels Sigurður Ol- geirsson, formaður MATVÍS. Af því tilefni mun hann og eiginkona hans, Ragnheiður Valdimarsdótt- ir, taka á móti gestum í Glæsibæ milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. c3 Rf6 4. e5 Rd5 5. d4 cxd4 6. cxd4 d6 7. Bc4 Rb6 8. Bb5 dxe5 9. Rxe5 Bd7 10. Rxd7 Dxd7 11. Rc3 e6 12. O-O Be7 13. Dg4 O-O 14. Bxc6 bxc6 15. Bh6 Bf6 16. Hfd1 Hfd8 17. Re4 De7 18. Hac1 Hac8 19. Hc3 Kh8 20. Bg5 Bxg5 21. Rxg5 h6 22. Rf3 Rd5 23. Hc4 f5 24. Dh4 Dxh4 25. Rxh4 Rb6 26. Hcc1 c5 27. Rg6+ Kh7 28. Rf4 cxd4 29. Rxe6 Hxc1 30. Hxc1 Hd6 31. Rc5 d3 32. Hd1 d2 33. Kf1 Rc4 34. Ra4 Re5 35. h3 g5 36. b3 Kg6 37. Rb2 Ha6 38. Ra4 Hd6 39. f3 Kf6 40. Rc3 Hc6 41. Rd5+ Ke6 42. Hxd2 Hc1+ 43. Ke2 f4 44. Rb4 a5 45. Rc2 Rg6 46. Rd4+ Ke5 47. Kd3 Rh4 48. Rc2 Hg1 49. He2+ Kd5 50. Re1 Kc5 51. a3 Kb5 52. He5+ Kc6 53. He2 Kb5 54. Kc3 Kc5 55. He5+ Kb6 56. He6+ Kc5 57. Rd3+ Kd5 58. Hxh6 Hxg2 Staðan kom upp á heims- meistaramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Goa í Ind- landi. Tatiana Kosintseva (2427) hafði hvítt gegn Leonie Helm (2235). 59. Hxh4! og svartur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 59... gxh4 60. Rxf4+. Skelj- ungsmótið hefst kl. 13.00 í dag, 29. desember. Teflt verður í höfuðstöðv- um Skeljungs á Suðurlandsbraut og taka margir af sterkustu skákmönn- um þjóðarinnar þátt. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HINN 26. nóvember sl. komu hinir hressu krakkar í 7. ÁM í Langholtsskóla í heimsókn á Morgunblaðið. Þau höfðu þegar unnið ýmis verkefni með eintökum af Morgunblaðinu í skólanum og voru hingað komin til að fylgjast með vinnslu á raunverulegu dagblaði. Hópurinn var fróð- leiksfús í meira lagi og Morgunblaðið vonar að krakkarnir hafi orðið ein- hvers vísari um leið og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Morgunblaðið/Golli FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.