Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Nemar og leiðbeinendur frá Götusmiðjunni brugðu sér
í jöklaferð með Arctic Trucks á dögunum. Guðni 
Einarsson og Ragnar Axelsson fengu að fljóta með.
Biðin eftir tónlistarhúsi
Tæp öld er nú liðin frá því að fyrst var farið að tala um
nauðsyn þess að reisa tónlistarhús í Reykjavík. Berg-
þóra Jónsdóttir rekur söguna.
Afmæli á Laugarvatni
Menntaskólinn að Laugarvatni stendur á fimmtugu um
næstu helgi. Anna G. Ólafsdóttir og Kjartan Þorbjörns-
son runnu á kröftugar söngraddir nemenda.
Ævintýraferð á fjöllum
á sunnudaginn
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁHLAUP Á FLUGVÖLL
Bandarískar hersveitir gerðu
áhlaup að Saddam Hussein-
alþjóðaflugvellinum í útjaðri Bagdad
í gærkvöld. Gerð var stórskota-
liðsárás á hersveitir Íraka sam-
kvæmt frásögn vitna og í gærkvöld
skýrðu fjölmargar fréttastofur frá
því að Bandaríkjamenn hefðu náð
hluta flugvallarins á sitt vald. Skýrt
var frá miklu mannfalli í áhlaupi
bandamanna í gærkvöld.
Atvinnulausum fækkar
Atvinnulausum fækkaði um 81 í
marsmánuði samkvæmt tölum
Vinnumálastofnunar. Þetta er í
fyrsta skipti síðan í ágúst í fyrra sem
atvinnulausu fólki fækkar milli mán-
aða. Um síðustu mánaðamót var
6.131 á atvinnuleysisskrá en í upp-
hafi mánaðarins voru 6.212 á skrá.
Atvinnuleysi mælist núna u.þ.b. 4%.
Gott andrúmsloft
Gott andrúmsloft var á samráðs-
fundi Colins Powells, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, með öðr-
um utanríkisráðherrum NATO í
Brussel í gær, samkvæmt upplýs-
ingum Gunnars Gunnarssonar,
fastafulltrúa Íslands hjá NATO, sem
sat samráðsfundinn fyrir hönd Hall-
dórs Ásgrímssonar utanrík-
isráðherra. Andrúmsloftið var einn-
ig sagt gott á fundi Powells með
fulltrúum Evrópusambandsins.
Powell sagði í gær að Sameinuðu
þjóðirnar hlytu að hafa hlutverki að
gegna í uppbyggingu Íraks en ekki
væri fyllilega ljóst hvert það yrði. 
Vilja lækka skatta
Framsóknarflokkurinn kynnti
stefnuskrá vegna komandi kosninga
í gær og eru skattamál eitt af for-
gangsmálunum. Vill flokkurinn m.a.
að tekjuskattur einstaklinga lækki
úr 38,55% í 35,20%, frítekjumark
barnabóta hækki og greiddar verði
ótekjutengdar barnabætur með öll-
um börnum til 16 ára aldurs að upp-
hæð 36.500 krónur en 73.000 krónur
fyrir börn undir 7 ára aldri. Einnig
er lagt til að persónuafsláttur hækki.
Skattbreytingin er talin kosta rík-
issjóð um 16 milljarða.
Höfða mál um Herdísarvík
Háskóli Íslands hefur höfðað mál
fyrir héraðsdómi Suðurlands til við-
urkenningar á eignarrétti HÍ á jörð-
inni Herdísarvík í Ölfushreppi. Ein-
ar skáld Benediktsson, sem bjó þar
síðustu æviár sín, gaf HÍ jörðina
ásamt húsi, gögnum og gæðum árið
1935. Hefur hins vegar lengi verið
nokkur óvissa um hvort eignar-
heimild HÍ næði yfir alla jörðina.
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 BLAÐ B
L52159 FÍNIR PILTAR/2 L52159 GAMAN AÐ VERA VEL TIL HAFÐUR/3
L52159 HÖNNUNARÁR Í BARCELONA ? TILGANGUR OFAR FEGURÐ OG FULL-
KOMNUN/4 L52159 VINIR HLJÓÐS OG VINYLS/6 L52159 AUÐLESIÐ EFNI/8 L52159
B
ARDAGAÍÞRÓTTIR hafanotið nokkurra vinsælda
hér á landi undanfarið,nýlega voru ólympískir
hnefaleikar leyfðir og tískan berþess merki þar sem boxaraskór og
hermannabuxur hafa átt mjög uppá pallborðið.
Friðelskandi íslenskur almenn-ingur getur nú sparkað í ímynd-
aðan andstæðing, kýlt hann undirhökuna eða í kjálkann eða jafnvel
afhausað hann í tímum sem ætlaðer að efla þol og stæla líkamann.
Þetta eru Body Combat-tímarnir ílíkamsræktarstöðvunum Baðhús-
inu, Sporthúsinu og Þrekhúsinu. Unnur Pálmarsdóttir er
margfaldur Íslandsmeistari ídansi og þolfimi og einn reynd-
asti líkamsræktarþjálfari hérá landi. Hún er ein af þeim
sem heldur fólki á öllumaldri við efnið í Body Comb-
at-tímunum, sem og mörg-um öðrum tímum hjá áð-
urnefndum stöðvum. ?Og hausinn af,? kallar
Unnur um leið og húnsveiflar handleggnum
með flötum lófa ogímyndar sér að haus-
inn fljúgi af andstæð-ingnum. Þátttakend-
urnir gera það samaog leggja meira
vöðvaafl í hreyf-inguna þegar þeir
ímynda sér aðþeir hafi and-
stæðing, aðsögn Unnar.
Hversu of-beldiskennt
sem þetta kannað hljóma er nokkuð til í
þessu. Endalaust er hægt að kýlaút í loftið og hugsa um hvenær
leikfimitímanum ljúki nú, en efeinbeiting er til staðar og viðkom-
andi ímyndar sér að hann þurfi áöllu sínu afli að halda til að verj-
ast reynir hann meira á sig ogbrennir þ.a.l. meira. Það er nú til-
gangurinn hjá flestum þeim semsækja líkamsræktarstöðvarnar.
Á ekkert skylt við hnefaleika
?Uppercut, jab, hook,? kallarUnnur og salurinn hreyfist í takt
við tónlistina. Mörg lögin erugömul og þekkt, búið að endur-
hljóðblanda þau og bæta við ýms-um hljóðáhrifum; gler brotnar eða
slegið er í járn á sama tíma og
?bardagamennirnir? sparkakannski í ímyndaða andstæðinginn
með ?scissorkick?. Varnarstaðaner tekin upp á milli og þátttak-
endur hoppa létt og fjaðrandi.Ákveðnar hreyfingar eða rútína
á við hvert lag og er mikil keyrslaaf spörkum, höggum og hoppi eða
sippi við hvert lag en smáhvíldþess á milli. Tíminn endar á
styrktaræfingum fyrir arma ogmaga og svo góðum teygjum í
austrænum anda. Unnur segir aðtímarnir séu góðir til að fá bæði
andlega og líkamlega útrás oghver sem er geti stundað Body
Combat. Þátttakendur í tímunum
er fólk á aldrinum 16-60 ára afbáðum kynjum en konur eru ívið
fleiri. Body Combat er samsett úr
hreyfingum sem teknar eru úrnokkrum bardagaíþróttum og
austurlenskri leikfimi, t.d. TaeKwon Do, Tai Chi, Kata, Muay
Thai og Karate. Unnur tekurskýrt fram að Body Combat eigi
ekkert skylt við hnefaleika, hún sémjög andvíg hnefaleikum og lög-
leiðingu þeirra hér á landi. Notk-un ímyndunaraflsins og eigin lík-
amsafls sé allt annað.
Barist við ímyndaðan
Morgunblaðið/Kristinn
Einbeitingin leynir sér ekki hjá þátttakendum í fjölmennum Body combat-tíma í Sporthúsinu.
Þjálfari á faraldsfæti L422924
Vafin hönd 
Unnar
Pálmarsdó
ttur í
einni af hre
yf-
ingum Bod
y com-
bat: ?Kata g
uard?.
andstæðing
Yfirlit
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Viðskipti 16/17 Minningar 38/42
Erlent 18/23 Kirkjustarf 42
Höfuðborgin 24 Brids 42
Akureyri 25 Bréf 46/47
Suðurnes 26 Dagbók 48/49
Landið 27 Íþróttir 50/53
Listir 28/29 Fólk 54/61
Umræðan 30/37 Bíó 58/61
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62
Þjónustan 35 Veður 63
* * *
KONA á þrítugsaldri, búsett í
Hafnarfirði, hefur viðurkennt að
hafa stundað vændi. Fram kemur
í tilkynningu frá lögreglunni í
Hafnarfirði að unnið hafi verið í
nokkurn tíma að rannsókn máls-
ins og að fengnum úrskurði Hér-
aðsdóms Reykjaness hafi fyrr á
þessu ári verið gerð húsleit á
tveimur stöðum í Hafnarfirði og
lagt þar hald á muni sem taldir
eru tengjast starfseminni. 
Lögreglan segir að tveir 
einstaklingar hafi verið 
handteknir og yfirheyrðir, kona á
þrítugsaldri og sambýlismaður
hennar á fertugsaldri. Við 
yfirheyrslu hafi konan viðurkennt
að hafa stundað vændi. Ekki er
talið að fleiri tengist broti þessu,
sem hefur verið sent 
ríkissaksóknara. 
Viðurkenndi
að hafa stund-
að vændi
HÁSKÓLI Íslands hefur höfðað mál
fyrir héraðsdómi Suðurlands til við-
urkenningar á eignarrétti HÍ á jörð-
inni Herdísarvík í Ölfushreppi. Einar
skáld Benediktsson bjó þar síðustu
æviár sín en hann gaf HÍ jörðina
ásamt húsi, gögnum og gæðum árið
1935. Hefur hins vegar lengi verið
uppi nokkur óvissa um hvort eignar-
heimild háskólans næði yfir alla jörð-
ina vegna hugsanlegs agnúa við þing-
lýsingu afsals á sínum tíma. 
Dómstjóri héraðsdóms Suðurlands
hefur birt fyrirkall í Lögbirtingar-
blaðinu þar sem hverjum þeim sem
telur sig eiga tilkall til hluta jarðar-
innar er gert að mæta á dómþingi og
sanna rétt sinn til eignarinnar.
Eignarheimild náði ekki 
til 
7
?72 hluta jarðarinnar
Í lýsingu á málsatvikum í stefnu
kemur fram að gjafabréfinu var þing-
lýst með þeirri athugasemd að eign-
arheimild brysti að 
7
?72 hlutum jarð-
arinnar. ?Ástæður þessarar
athugasemdar er að rekja allt aftur
til ársins 1908 er Jón Magnússon,
bóndi í Krísuvík, seldi Einari Bene-
diktssyni og Hans Th. Arnemann
jarðirnar Krísuvík og Herdísarvík,
að námuréttindum undanskildum
[?]. Hans Th. Arnemann seldi árið
eftir 
7
?72 hluta jarðanna til þriggja
Norðmanna [?]. Einar Benedikts-
son seldi jafnframt um svipað leyti 
1
?6
hluta jarðanna til Hans Th. Arnem-
ann en staðfesti það fyrst með yfir-
lýsingu dags. 12. september 1913
[?].
Enginn hefur gert tilkall
til jarðarinnar í 68 ár
Með afsali dags. 13. desember 1928
seldi Hans Th. Arnemann eignar-
hluta sinn í jörðunum Krísuvík og
Herdísarvík að nýju til Einars Bene-
diktssonar [?]. Í afsalinu var þess í
engu getið hversu stóran eignarhluta
var um að ræða. Einar Benediktsson
fór upp frá því með eignina sem sína
en afsalinu var fyrst þinglýst að því
er jörðina Herdísarvík varðar í júní
árið 1940,? segir í málsatvikalýsingu.
Háskólinn réðst í umfangsmiklar
endurbætur á íbúðarhúsinu á árun-
um 1976?79 og hefur staðið að ýms-
um framkvæmdum á eigninni. Fram
kemur í tilkynningu dómstjóra að á
þeim 68 árum sem eru liðin frá því að
HÍ fékk jörðina að gjöf hefur enginn
gert tilkall til jarðarinnar eða húsa
eða hluta þeirra eigna. Hefur eftir-
grennslan HÍ eftir mögulegum eig-
endum að 
7
?72 hlutum jarðarinnar eng-
an árangur borið og hefur háskólinn
allan þennan tíma komið fram sem
eini eigandi eignarinnar, m.a. við
gerð landamerkjabréfs og í tengslum
við friðlýsingu lands og mannvirkja,
en Náttúruverndarráð ákvað árið
1988 að friðlýsa Herdísarvík. 
Háskóli Íslands hefur höfðað dómsmál til viðurkenningar
á eignarrétti á jörðinni Herdísarvík í Ölfushreppi
Lýst eftir þeim sem
telja sig eiga tilkall
til jarðarinnar
SKÁLDIÐ Einar Benediktsson
eignaðist Herdísarvík árið 1908
og fluttist á jörðina með sambýlis-
konu sinni Hlín Johnson árið 1932.
Reisti hann þar íbúðarhús sem þar
stendur enn. Einar og Hlín bjuggu
í Herdísarvík þar til Einar and-
aðist árið 1940 en Hlín bjó þar
áfram á annan tug ára og lagðist
þá af byggð í Herdísarvík. Einar
gaf Háskóla Íslands jörðina með
gjafabréfi árið 1935. Var gjöfin
gefin til minningar um föður Ein-
ars, Benedikt Sveinsson sýslu-
mann, og var hún bundin því skil-
yrði einu að þáverandi ábúandi
jarðarinnar hefði áfram endur-
gjaldslaus afnot af íbúðarhúsinu.
Hús Einars skálds frá 1932
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
SANNKALLAÐ sumarveður var á
Austfjörðum í gær og mældist hit-
inn mestur á Teigarhorni í Beru-
firði og á Dalatanga, hvorki meira
né minna en 16°C. Rok kom þó í veg
fyrir að íbúarnir gætu notið hitans
til fullnustu. 
Guðmundur Bjarnason, bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að vegna
roksins hefðu bæjarbúar ekki
klæðst stuttbuxum í stórum stíl, að
öðrum kosti hefði verið upplagt sól-
baðsveður. ?Þetta hefur verið mjög
óvenjuleg veðrátta. Þetta hefur
auðvitað sína kosti og galla. Okkur
hefur lukkast að hafa skíðasvæðið í
Oddsskarði opið í 19 daga í vetur
og þar er eiginlega allur snjór far-
inn,? segir hann. Eldri menn hafa
þó reynt þetta áður en þeir segjast
muna eftir því að svona hafi þetta
verið fyrir sléttum fjörutíu árum,
árið 1963. 
Íbúar í námunda Teigarhorns
eru ekki óvanir miklum hitum því
þar mældist 30,5°C hiti árið 1939 og
ári seinna varð hitinn 36 stig.
Trausti Jónsson hefur þó tekið
þessum mælingum með fyrirvara
þar sem mælingin var gerð í eldri
gerð mæliskýla sem gat valdið því
að mælingin varð of há.
16 gráða hiti en ekki stuttbuxnaveður 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64