Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 15
It?s how you live
EINUNGIS 18% þjóðarinnar eru
ánægð með kvótakerfið eins og það
er í dag. Óánægjan hefur þó
minnkað frá því árið 1998, er síðast
var spurt hjá Gallup um viðhorf til
kvótakerfisins í sjávarútvegi.
Óánægja hefur minnkað um nærri
8 prósentustig síðan þá og eru
rúmlega 64% óánægð með kvóta-
kerfið nú í stað nærri 72% árið
1998. Að sama skapi hefur ánægja
aukist um tæplega 6 prósentustig.
Eins og fyrr segir eru tæplega 18%
ánægð í dag en voru tæplega 12%
árið 1998.
Um 18% eru hvorki ánægð né
óánægð með kvótakerfið í sjávar-
útvegi.
Samkvæmt könnun Gallup eru
karlar mun ánægðari en konur með
kvótakerfið, eða 25% karla á móti
10% kvenna. Þeir sem styðja rík-
isstjórnina eru mun ánægðari með
kerfið en stjórnarandstæðingar.
Um 40% framsóknarmanna og 29%
sjálfstæðismanna eru ánægð, en
einungis 11% stuðningsfólks Sam-
fylkingarinnar og 5% þeirra sem
styðja Vinstrihreyfinguna ? grænt
framboð. Ekki var marktækur
munur á viðhorfi til kvótakerfisins
eftir búsetu, aldri eða menntun.
65% vilja breyta kvótakerfinu
Meirihluti, eða tæplega 65%
þjóðarinnar, vill breyta kvótakerf-
inu en það er heldur lægra hlutfall
en 1998.
Álíka margir vilja leggja það nið-
ur nú og fyrir 6 árum, eða rösklega
19% í stað 20,5%, og ívið fleiri vilja
halda kvótakerfinu óbreyttu, eða
16% í stað 10% árið 1998.
Um 39% framsóknarmanna og
30% sjálfstæðismanna vilja halda
kvótakerfinu óbreyttu, en um 9%
fylgismanna Samfylkingarinnar.
Stuðningsfólk vinstri grænna er
alfarið á móti núverandi kvótakerfi.
Þeir sem vildu breyta kvótakerf-
inu voru spurðir hvaða breytingar
ætti að gera.
Af þeim sögðust 15% vilja dreifð-
ari eignaraðild að kvótanum, tæp-
lega 13% vilja byggðakvóta og um
12% vilja banna framsal veiðiheim-
ilda.
Næst nefndi fólk að það ætti að
efla smábátaútgerð, þá að þjóðin
ætti að eiga kvótann og rúmlega
4% sögðu að það ætti að taka upp
veiðileyfagjald. Annað sem nefnt
var, var að taka upp leigukvóta-
kerfi, útrýma sækóngum eða
-greifum og að taka upp sóknar-
dagakerfi.
Leggja kvótakerfið niður
Þeir sem vildu leggja niður
kvótakerfið voru spurðir hvað ætti
að koma í staðinn. Hafa ber í huga
að þetta voru aðeins um 19% svar-
enda.
Flestir þeirra sem vilja að kvóta-
kerfið verði lagt niður telja að veiði
skuli gefin frjáls, næstflestir vilja
sóknardagakerfi og í þriðja sæti
var nefnt að það ætti að taka upp
byggðakvóta. Þá vill fólk efla smá-
bátaútgerð og taka upp veiðileyfa-
gjald.
Flestir óánægðir
með kvótakerfið
  MT193MT110MT230MT103MT240 MT72MT118MT111MT114MT107MT105MT32MT110MT233   MT49MT54MT37 MT50MT48MT37 MT50MT48MT37  MT49MT56MT37  MT50MT53MT37 MT49MT53MT37 MT49MT51MT37        Ánægja með kerfið hef-
ur þó aukist um 50%
eða 6 prósentustig
Ljósmynd/Alfons Finnsson
Kvótinn Meirihlutinn er á móti kvótanum, en þeim sem eru sáttir við hann
hefur þó fjölgað. Karlar eru nokkru sáttari við kvótakerfið en konurnar.
VÍSINDAMENN frá Kanada og
Bretlandi halda því fram að tóm-
stundaveiðar hafi mun meiri áhrif á
afkomu fiskistofna en áður var talið.
Frá þessu er greint í vefritinu Intra-
Fish. Vísindamenn við háskólann í
Bresku-Kólumbíu í Kanada og há-
skólann í Hull í Englandi segja vissu-
lega erfitt að ímynda sér að veiðimað-
ur sem rennir fyrir fisk sér til gamans
geti hafi áhrif á heilan fiskistofn. 
Í ljósi þess hve margir stundi
sportveiðar sé hinsvegar augljóst að
veiðarnar hafi einhver áhrif.Vísinda-
mennirnir áætla að um 11,5% mann-
kyns stundi fiskveiðar sér til skemmt-
unar og að aflinn sé um 47 milljarðar
fiska eða um 11 milljónir tonna á ári.
Árlegur fiskafli í heiminum er um
80 milljónir tonna á ári en þá er aðeins
miðað við veiðar í atvinnuskyni. Segja
vísindamennirnir að skortur á eftirliti
og skráningu á tómstundaveiðum geri
þeim mjög erfitt að meta áhrif veið-
anna á hnignun fiskistofna. Ekki sé
farið fram á að sportveiðimenn þurfi
sérstök veiðileyfi nema í fáum lönd-
um, og í enn færri löndum sé haldið til
haga gögnum yfir afla, ræktun og fisk
sem er sleppt aftur. Telja vísinda-
mennirnir að um 30 milljörðum fiska
sé sleppt aftur lifandi en einhver hluti
þeirra drepist fljótlega.
Segja vísindamennirnir nauðsyn-
legt að gera fleiri rannsóknir á áhrif-
um tómstundaveiða og þá þurfi jafn-
framt nákvæmari skráningu. Telja
þeir það í verkahring Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO), sem og stjórnvalda í
hverju landi, að fylgjast betur með og
skrá þá fiska sem tómstundaveiði-
menn draga á land.
Tómstunda-
veiðar 
hafa áhrif

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60