Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						30 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
MEÐ ÁGÚSTI
BJÖRGVINSSYNI
60 
 SEKÚNDUR
Valur eða Haukar? Séra Friðrik.
Kvenna- eða karlalið Hauka? Kvenna-
liðið.
Helena Sverrisdóttir eða Anna María 
Sveinsdóttir? Helena Sverrisdóttir.
Besti leikmaður Íslands frá upphafi? 
Pétur Guðmundsson.
Besti leikmaður NBA-deildarinnar frá 
upphafi? Michael Jordan.
Besti kvenkyns leikmaður á íslandi? 
Helena Sverrisdóttir.
Besti karlkyns leikmaðurinn á Íslandi? 
Sævar Haraldsson.
Stoðsending eða troðsla? Stoðsending.
Verður þú landsliðsþjálfari fyrir 
þrítugt? Tíminn verður að leiða það í ljós.
Er glasið hálftómt eða hálfullt? 
Hálffullt.
Magic eða Bird? Bird.
Detroit eða San Antonio? San Antonio.
Íslenskur körfubolti er... á uppleið.
Kaffi eða te? Kaffi.
Að kasta stólum er... Pass.
Hvert er þitt uppáhalds ?move?? Up 
and under.
TENNIS Kim Clijsters vann 
baráttuna á milli tveggja bestu 
tenniskvenna heimsins í dag þegar 
hún lagði Lindsay Davenport á 
meistaramótinu í Hong Kong. 
Belgíska stúlkan vann í tvimur 
settum, 6-3 og 7-5, og hin ameríska 
Davenport sá aldrei til sólar. 
?Þetta mót hefur verið 
fullkomið til að prófa nokkra 
nýja hluti og skoða að hverju við 
þurfum að vinna,? sagði sigurreif 
Clijsters eftir mótið. Hún er í öðru 
sæti á heimslistanum í tennis en 
Davenport í því fyrsta. - hþh
Tennismót í Hong Kong: 
Clijsters vann 
Davenport
KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn 
Jón Arnór Stefánsson átti mjög 
góðan leik fyrir lið sitt Carpisa 
Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í 
körfubolta í fyrradag þegar það 
lagði Lottomatica Rom, 90-74. 
Með sigrinum komst Carpisa í 
efsta sæti deildarinnar ásamt 
Climamito og Benetton, en öll lið 
hafa hlotið 22 stig.
Jón Arnór lék í 36 mínútur og 
var með afar góða skotnýtingu 
í þriggja stiga skotum, en hann 
skoraði fimm slíkar körfur úr sjö 
tilraunum. - vig
Jón Arnór Stefánsson: 
Stigahæstur í 
góðum sigri
JÓN ARNÓR Eftir slaka byrjun á tímabilinu 
er Carpisa Napoli nú komið á toppinn á 
Ítalíu.
HANDBOLTI Yfir þúsund manns 
mættu á opna æfingu þýska lands-
liðsins í handbolta í fyrradag og er 
ljóst að mikill áhugi er fyrir þát-
töku liðsins á EM í Sviss á meðal 
almennings. Þeir fjölmörgu sem 
mættu á æfingasvæðið voru æstir 
í að láta mynda sig með leikmönn-
um liðsins og gáfu þeir sér góðan 
tíma eftir æfinguna til að gefa 
æstum aðdáendum eiginhandar-
áritanir.
Undirbúningur þýska liðsins, 
undir stjórn Heiner Brand, er 
nú í fullum gangi og um helgina 
mun liðið mæta Svisslendingum 
í tveimur æfingjaleikjum. Eftir 
mikla endurnýjun á landsliðshópn-
um á síðustu árum gerir almenn-
ingur í Þýskalandi sér vonir um 
að liðið sé nú búið að stilla strengi 
sína og gerir sér vonir um góðan 
árangur liðsins í Sviss. - vig
Þýska handboltalandsliðið: 
Mikill áhugi 
fyrir liðinu
> Sigurður Sæberg hættur 
Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sem 
leikið hefur með Val undanfarin ár, hefur 
ákveðið að leggja knattspyrnuskóna 
á hilluna. Að sögn Willums Þórs 
Þórssonar, þjálfara Vals, er líklegt að 
þeir Kristinn Lárusson og Stefán Helgi 
Jónsson fari sömu leið en hann gerir 
sér meiri vonir um 
að Guðmundur 
Benediktsson og 
Sigþór Júlíusson 
leiki með liðinu eitt 
tímabil til viðbótar. 
Guðmundur 
sagðist við 
Fréttablaðið í 
gær ekki enn 
vera búinn að 
ákveða sig en hann 
er ekki byrjaður 
að æfa með 
Valsmönnum.
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar:
KR B-GRINDAVÍK  69-92
Stig KR B: Melvin Scott 42, Ólafur Jón Ormsson 8, 
Baldur Ólafssson 8, Hermann Hauksson 6, Birgir 
Mikaelsson 5.
Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 30, Þorleifur 
Ólafsson 15, Páll Axel Vilbergsson 15, Páll Kristinsson 
14, Helgi Jónas Guðfinnsson 7, Ármann Vilbergsson 
6, Nedzad Biberovic 5, Hjörtur Harðarson 3.
KONUR 16-LIÐA ÚRSLIT
HAUKAR-TINDASTÓLL  20-0
ÍS-FJÖLNIR  101-26
EHF-keppni kvenna:
HAUKAR-PODRAVKA  24-37
Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11, Guðbjörg 
Guðmannsdóttir 5, Harpa Melsted 4, Martha Her-
mannsdóttir 2, Inga Fríða Tryggvad´´ottir 1, Hann G. 
Stefánsdóttir 1. Varin skot: Krstiana Matuzeviciute 7, 
Helga Torfadóttir 3.
DHL-deild kvenna:
GRÓTTA-ÍBV  25-31
Mörk Gróttu: Ivana Veljkovic 10, Gerður Einarsdótt-
ir 5, Karen Smith 4, Hera Bragadóttir 3, Karólína B. 
Gunnarsdóttir 1, Arndís M. Erlingsdóttir 1, Kristín 
Þórðardóttir 1.
Mörk ÍBV: Renata Horvath 8, Ingibjörg Jónsdóttir 7, 
Simona Vintila 7, Pavla Plaminkova 4, Ester Óskars-
dóttir 3, Ragna Karen Sigurðardóttir 2.
FRAM-KA/ÞÓR  32-26
Mörk Fram: Anett Köbli 14, Guðrún Þóra Hálfdáns-
dóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Eva Hrund 
Harðardóttir 2, Elísa Ósk Harðardóttir 1.
Mörk KA/Þórs: Inga Dís Sigurðardóttir 11, Guðrún 
Helga Tryggvadóttir 4, Jurgita Morkevinte 4, Erna 
Heiður Tryggvadóttir 3, Þórsteina Sigurjónsdóttir 2, 
Aður Ómarsdóttir 1, Jóhanna Tryggvadóttir.
HK-FH  28-34
Mörk HK: Auksé Vysniauskaité 9, Erna Sif Pálsdótt-
ir 7, Tatjana Zukovska 4, Auður Jónsdóttir 3, Tinna 
Rögnvaldsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1, Hjördís Rafns-
dóttir 1, Líney Guðmundsdóttir 1, Brynja Magnús-
dóttir 1.
Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 8, Maja Gronbæk 7, 
Þóra B. Helgadóttir 6, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 
6, Erna Gunnarsdóttir 3, Eva Albrechtsen 2, Gunnur 
Sveinsdóttir 1, Katrín Vilhjálmsdóttir 1.
STJARNAN-VÍKINGUR  24-18
Mörk Stjörnunar: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Sólveig 
Lára Kjærnested 5, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Kristín 
Clausen 3, Hind Hannesdóttir 2, Tamina Argena 2, 
Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Elín Ýr Ólafsdóttir 1.
Mörk Víkings: Natasa Damiljanovic 5, Hekla Daða-
dóttir 3, Gyða M. Ingólfsdóttir 3, Anna Kr. Árnadóttir 
2, Ásta Björk Agnarsdóttir 2, Þórhildur Björnsdóttir 1, 
Helga Guðmundsdóttir 1, Andrea Olsen 1.
STAÐAN
ÍBV 8 6 1 1 220-172 13
HAUKAR 7 6 0 1 218-174 12
FH 8 6 0 2 218-196 12
STJARNAN 7 5 1 1 187-162 11
VALUR 7 5 0 2 177-153 10
HK 8 3 1 4 227-239 7
GRÓTTA 8 2 0 6 178-188 4
FRAM 8 2 0 6 183-219 4
KA/ÞÓR 8 2 0 7 189-241 2
VÍKINGUR 7 0 1 6 162-215 1
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
KÖRFUBOLTI ?Ég er fyrst og fremst 
ánægður með að þetta sé búið og 
að við unnum leikinn, sem var 
það eina sem skipti máli,? sagði 
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari 
Grindvíkinga, eftir leikinn.
KR-ingar leiddu í byrjun leiks 
og var það fyrir tilstilli Melvin 
Scott sem fór á kostum og skor-
aði alls 42 stig og körfur í öllum 
regnbogans litum. Hann fór fyrir 
sínum mönnum í sókn og vörn og 
sýndi stórskemmtileg tilþrif. 
?Það er erfitt að segja nokkuð 
um Melvin Scott. Hann kemur 
hingað og spilar með neðrideild-
arliði og fékk að skjóta og gera 
það sem hann vildi. Hann virkar 
á mig sem ágætisleikmaður en 
þó svo að hann hafi skorað yfir 
40 stig í dag segir það ekkert um 
það hvort hann yrði einhver yfir-
burðaleikamaður í efstu deild,? 
sagði Friðrik Ingi.
Jeremiah Johnson var stiga-
hæstur hjá Grindvíkingum en 
hann skoraði 30 stig en Páll Axel 
Vilbergsson og Þorleifur Ólafsson 
fimmtán hvor. ?Bumburnar stóðu 
sig stórkostlega. Þetta var mjög 
gott fram í fjórða leikhluta þegar 
bumburnar fóru að segja til sín og 
munurinn á liðunum kom virki-
lega í ljós,? sagði Hörður Gauti 
Gunnarsson, þjálfari KR-B, eftir 
leikinn.
Grindavík leiddi allan leikinn 
en munurinn fór minnst í þrjú 
stig, 51-54, um miðbik þriðja leik-
hluta. ?Ég er mjög sáttur við þetta 
en við vissum að okkar möguleiki 
lá í því að halda hraðanum niðri 
sem og stigaskorinu. Ég hélt að 
við værum virkilega að fara að 
taka þetta þegar við minnkuðum 
þetta niður í þrjú stig en þá fór 
Melvin að missa taktinn og það 
skipti sköpum í þessum leik. Þeir 
fengu líka verulega ódýrar körfur 
á köflum en 23 stig er enginn 
stórkostlegur munur á móti topp 
úrvalsdeildarliði,? sagði Hörður 
að lokum, stoltur af lærisveinum 
sínum. hjalti@frettabladid.is
Bumburnar stóðu í Grindavík 
B-lið KR í körfubolta stóð lengi vel í úrvalsdeildarliði Grindavíkur í bikarkeppni 
KKÍ og Lýsingar í gær en undir lokin var getumunurinn greinilegur.
BUMBAN OG ELÍTAN Birgir Mikaelsson sýndi gamalkunna takta í leiknum við Grindavík í 
gær og sést hér fara framhjá Páli Kristinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
FÓTBOLTI Valsmenn hafa 
endurskipulagt æfingaáætlun sína 
og eru byrjaðir að æfa á morgnana 
til að dreifa álaginu á leikmennina 
sem æfa fjórum sinnum í viku.
?Við erum ekki að fjölga 
æfingum heldur aðeins að 
skipuleggja þetta þannig að menn 
fái sem mesta hvíld,? sagði Willum 
Þór Þórsson, þjálfari Vals, við 
Fréttablaðið í gær. 
?Það er lítil æfingaaðstaða á 
Hlíðarenda vegna framkvæmd-
anna og því tökum við kraft-
þjálfunina svona tvisvar í viku. 
Við vorum að æfa úti um allan 
bæ en með þessu náum við að 
æfa sem mest á einum stað. Auk 
þess spilum við miðnæturbolta í 
Egilshöllinni en þetta er allt gert 
til að koma æfingunum fyrir í 
áætluninni,? segir Willum. 
?Það er bæði neikvætt og 
jákvætt að gera þetta svona á 
þessum óvenjulegu tímum. Það 
er nauðsynlegt að leikmenn fái 
góða hvíld á milli æfinga og til 
að mynda er heill frídagur eftir 
miðnæturboltann enda ekki annað 
hægt.? - hþh
Óvenjulegir æfingatímar hjá liði Vals í Landsbankadeild karla:
Miðnæturbolti og morgunbrölt
WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON Valsmenn eru 
byrjaðir að æfa á óvenjulegum tímum.
HANDBOLTI Þungur róður bíður 
Haukastúlkna í síðari leiknum 
gegn króatíska liðinu Podravka 
Vegeta í EHF-keppninni í hand-
bolta í dag eftir 13 marka tap á 
Ásvöllum í gær, 24-37. Ef fyrstu 
mínútur leiksins eru undanskild-
ar voru gestirnir miklu betri aðil-
inn og var hreinlega við algjört 
ofurefli að etja fyrir Haukana, 
enda lið Vegeta gríðarlega öflugt 
atvinnumannalið sem varð Evr-
ópumeistari fyrir ekki svo mörg-
um árum.
Það var greinilegt að leikmenn 
Vegeta vanmátu Hauka í upphafi 
því Hafnfirðingar komust í 3-0 
og keyrðu yfir vankaða leikmenn 
Vegeta, sem höfðu komið til lands-
ins aðeins fjórum klukkustundum 
fyrir leik. Þær skoruðu hins vegar 
níu mörk gegn einu marki Hauka 
í kjölfarið og breyttu stöðunni í 5-
9. Eftir það jókst munurinn jafnt 
og þétt eftir því sem leið á hálf-
leikinn en með ágætum leikkafla 
undir lok fyrri hálfleiks náðu 
Haukastúlkur að minnka muninn 
í 13-19 fyrir hlé.
Haukar héldu í við gestina í 
upphafi síðari hálfleiks en eftir 
því sem á leið kom glögglega í ljós 
að langt var síðan leikmenn liðsins 
léku alvöru leik og að því kom að 
úthaldið þraut og leikmenn Veg-
eta gengu á lagið. Þær náðu mest 
14 marka forystu, 20-34, en loka-
tölur leiksins urðu 24-37 og þurfa 
Haukar nánast á kraftaverki að 
halda til að eiga möguleika á að 
komast áfram.
Ramune Pekarskyte átti stór-
leik fyrir Hauka og skoraði 11 
mörk í öllum regnbogans litum 
en miklu munaði um að Hanna G. 
Stefánsdóttir lék langt undir getu 
og þá var markvarsla liðsins með 
versta móti. - vig
Haukar töpuðu illa í Evrópukeppninni: 
Við ofurefli að etja
HINGAÐ OG EKKI LENGRA Leikmenn 
Hauka voru einfaldlega minni máttar gegn 
leikmönnum Vegeta. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Íslenskur sigur í Noregi 
Norska blakliðið BK Tromsö varð í gær 
norskur bikarmeistari í blaki karla þegar 
það sigraði Nyborg, 3-0. Það væri svo 
sem ekki í frásögur færandi nema 
fyrir þær sakir að þjálfari liðsins er 
Íslendingurinn Magnús Aðalsteinsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80